Norskur lyftingarmaður hefur farið í mál við bandarískan fæðubótaframleiðandann, en norðmaðurinn heldur því fram að varan sem hann neytti hafi innihaldið efni sem eru á bannlista.

Hann neyddist til að hætta þátttöku á Ólympíuleikunum árið 2000 vegna þessa.

Efnin sem fundust í líkamanum hans voru sterarnir “nandrolone”, en efnið sem hann neytti frá fæðubótaframleiðandanum hét “Ribose”. En á pakkningunum er ekki sagt frá því að varan innihaldi þetta efni, né nokkuð sem er á bannlista.

Þýskir efnafræðingar gerðu greiningu á vörunni og fundu tvennskonar efni: Nandrostenedion og Norandrostenediol. Þessi efni brotna niður í “Nandrolone” í líkamanum, en engin þessara efna voru talin upp á pakkningunum.

Normaðurinn er farinn í mál og krefst $1 milljón dollara í skaðabætur.

Spurning hvort það séu leyfð fæðubótaefni hér á landi sem innihaldi slík ólögleg efni?

Fréttina má lesa í heild sinni á: http://sportsillustrated.cnn.com/olympics/news/2002/08/ 28/weightlifter_sues_ap/