Jæja, það flæðir inn um bréfalúguna mína allskyns markpóstur. Nafni mínu, kennitölu, upplýsingum um bílaeign er dreift af íslenska ríkinu til allra þeirra sem vilja borga fyrir slíkan lista, og svo eru þessar upplýsingar notaðar til að senda á mig allskyns auglýsingapóst.

Fékk núna einn póst inn um bréfalúguna í morgun:
“Vertu glæsilegur fjölskyldumaður, kauptu Ford Ghia á aðeins 2,6 milljónir!” og “Vertu enn glæsilegri fjölskyldumaður og kauptu Ghia V6 á aðeins 3,3milljónir!” eða eitthvað álíka.

Ok, í fyrsta lagi er ég EKKI fjölskyldufaðir! Ég á ekki konu, ekki börn en samt er þetta sent á mig BARA útaf því að ég á Toyota Avensis!?!? (geri ég ráð fyrir)

Ég vildi bara alls ekki vera fá eitthvað svona rugl í pósti til mín, þannig að ég hringi upp í Brimborg og segi þeim að “Taka mig útaf þessu lista, ok bless!”, en þeir segjast fá þessar upplýsingar frá Ökutækjaskrá og geta ekki tekið mig af listanum, heldur verði ég að tilkynna það sérstakleg að ég vilji ekki fá svona ruslpóst til íslenska ríkisins! (reyndar hringdu Brimborg menn aftur í mig og sögðu að ég hafi verið fjarlægður af ruslpóstalista þeirra, góðir gæjar, en ömurlegar söluaðferðir)

Nú spyr hvort það sé LÖGLEGT að vera selja svona upplýsingar til þriðja aðila? Ef svo er, þá er það algjörlega siðlaust! Það kemur engum við hvernig bíl ég. Einnig samþykkti ég það ekki að vera þátttakandi í einhverju pappírs-eyðslu-brjálæði, hvað þá að hver sem er getur spurst fyrir um mína hagi, hvort ég eigi ‘03 árgerð af LandCruiser eða ’85 árgerð af Mözdu.

Get ég hringt upp í RÚV og fengið sendan lista yfir alla þá sem eiga sjónvörp?? Eða a.m.k. alla þá sem eiga eldri sjónvörp en 10 ára svo ég geti nú sent þeim tilboð á nýjum sjónvörpum!?!? Ég efast um það.

Ekki nóg með það, þá eru bílaþjófar að nýta sér þessa leið, fá upplýsingar frá Ökutækjaskrá um það hverjir eigi ákveðna árgerð, tegund o.fl. Fá sendar upplýsingar um staðsetningu o.fl. og þá er verkefnalisti bílþjófanna kominn til þeirra, beint frá ríkinu!

Ég hringdi upp í Ökutækjaskrá/Umferðastofu og bað þá vinsamlegast að taka mig af þessum bévítans lista sem lætur mig drukkna í allskyns ruslpósti frá fyrirtækjum sem virðast vita allt um mína hagi.
Þeir segja að ég þurfi að fara þangað niðureftir og fylla úr umsókn um að setja mig á svokallaðan bannlista! HALLÓ!?!? Hvað er í gangi, bara verið að gera fólki ERFITT fyrir að taka sig af þessum lista?? Ekki eins og ég hafi tíma til að fara niður í umferðastofu/eða hagstofu sem er einsog allar ríkisstofnanir aðeins opnar til 4 á daginn!
Ég nenni ekki að standa í þannig veseni, taka út heilan klukkutíma úr mínum degi svo ég geti tekið mig útaf einhverjum ruslpóstslista sem ég átti aldrei að vera á!

Einn pirraður.