Það er einkennandi fyrir vesturlönd að ruslfæðikeðjur hafa sprottið upp eins og gorkúlur síðastliðinn áratug. Maturinn á þessum stöðum er ekkert til að hrópa húrra fyrir, enda fitumikill, kólesterólhár, sykurmikill og saltaður matur.

Ég vil helst líkja þessu við sígarettur í formi matar, ég bíð bara eftir að McDonalds kynnir nýjan hamborgara sem inniheldur nikótín…svo fólk verði jú háð hamborgurunum. Kæmi mér reyndar ekki á óvart að svo væri nú þegar.

A.m.k. á ég ekki við það vandamál að stríða að vera háður skyndibitamat, og reyni ég alltaf að fá mér hollan og næringarríkan mat. Það getur hinsvegar reynst erfitt, sérstaklega þar sem ég er einstaklingur og hef ekki aðstöðu til að geyma mat sem ég myndi kaupa reglulega inn úr matvörubúðum. Þannig að ég þarf að fara á stúfana í hvert skipti sem ég vil fá mér máltíð, og stundum þarf ég að keyra um í hálftíma til að finna einhvern stað sem t.d. djúpsteikir ekki kjúklinginn.

Á þessum 30 mínútum keyri ég framhjá um 10 ruslfæðistöðum, en ekki einum einasta heilsufæðistöðum. Nema þá Salatbar Eika, sem kostar reyndar um 1.100,- kr takk fyrir að éta á! Fyrr borða ég Big Mac og drepst fyrr.

En er þetta ekki vandamálið sem vesturlönd standa frammi fyrir í dag? Hollur matur er einfaldlega of dýr, þessvegna er best að selja öllum ruslmat.

Ég gæti hugsað að það sé mun dýrara að búa til allan þennan ruslmat en hollan mat, hann er bara framleiddur í meira magni og þessvegna er hann ódýrari.

Núna áðan var ég að lesa þessa frétt á mbl.is: “Of feitt fólk höfðar mál gegn skyndibitastöðum í Bandaríkjunum” http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=823809

Þetta er svipað og er að gerðist með sígarettuframleiðendurnar. Ég meina, það stendur ekki á BigMac umbúðunum að þessi matur gæti valdið þér banvænum sjúkdómum í framtíðinni. En það stendur nú á sígarettunum, en gerði það ekki hér áður.

Í frétt mbl.is segir: “Samkvæmt nýrri könnun á offitu í Bandaríkjunum eru meira en helmingur allra fullorðinna Bandaríkjamanna of þungur. Um 54 milljónir manna voru of þungir, þ.e. 15 kg eða meira yfir kjörþyngd.”

Ég hef persónulega ekki mikið álit á þessum kjörþyngdarstaðli, en hinsvegar veit ég að helst ástæðurnar fyrir þessari svokallaðri “offitu” er einmitt ruslfæði.

Kallið mig ofsóknarbrjálaðann, en ég tel að þetta sé liður í leynilegum aðgerðum stjórnvalda til að fækka gömlu fólki, því meira af ruslmat sem við borðum því fyrr drepumst við. Sem þýðir að stjórnvöld þurfa ekki að hafa áhyggjur af okkur þegar við verðum gömul.

:-)