Jæja, ég get nú ekki sagt annað en þetta er búið að vera meiriháttar harmleikur og sorgarsaga frá upphafi til enda með þessa fegurðarsamkeppni þarna í Nígeríu.

En fyrir þá sem ekki vita þá hættu margir keppendur við þátttöku vegna þess að kona var dæmd til dauða fyrir að eigna barn utan hjónabands, en það var dæmt samkvæmt “múslimskum sið” ef það má kalla það þannig. Ekkert annað en rugl að sjálfsögðu og að þetta tíðkist á 21. öldinni er bara *bíp*.

Og nú hafa 105 manns látist og 521 slasast vegna þess að “ungir múslimskir karlmenn” gengu berserksgang eftir að það birtist grein í dagblaði sem sagði að ef “Múhameð spámaður hefði séð þennan fríða hóp kvenna þá hefði hann örugglega valið sér einhverja sem eiginkonu sína.” Ég skil nú ekki alveg hvað er svo hrikalega móðgandi að það þurfi að hlaupa út og drepa fullt af fólki!?!?

En þeir gengu um göturnar, börðu, stungu, söxuðu og kveiktu í öllum þeim sem voru í vegi þeirra. Þetta kemst ekki í hálfkvist við villimennsku, þetta er ómennskt! Ég ætla ekki einu sinni að segja orðið sem ég er búinn að finna fyrir þetta því þá mun ég vera ásakaður um kynþáttahatur.

Nú hefur verið ákveðið að flytja Miss World keppnina til London, og má því segja að keppendurnir andi öndinni léttar því þeim hefur verið haldið í hálfgerðu stofufangelsi síðan þessar óeirðir byrjuðu, en vopnaðir hermenn gæta þeirra.

E.t.v. mun þetta fá skipuleggjendurnar til að hugsa sig tvisvar um hvar svona keppni er haldin, því svona keppni er jú holdgerving vestrænnar “úrkynjunar” sem öfgasinnaðum múslímum er mjög í nöpur við.

Kannski lítið hægt að segja eða ásaka einhvern um eitthvað, þetta er algjör harmleikur og ég efast um að þessi keppni muni einhvern tímann ná sér eftir þetta.