EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!!!

Umfjöllunarefnið er ástand mannréttindamála í Norður Kóreu, ríki sem ég gæti kallað ríki djöfulsins, hreint og beint helvíti á jörðu. Þessi lestur er EKKI fyrir viðkvæma!

Í norð-austur hluta Norður Kóreu, nálægt landamærum Kína og Rússlands, má finna ótal mörg “gulag”. Í þessum svokölluðum fangelsisvinnubúðum eru um 200.000 manns, menn, konur, gamalmenni og börn. Þessar fangabúðir sameina allt það versta frá tímum Stalíns og Maó á einum stað.

Sem dæmi um harðneskjuna þá er fangavörðum verðlaunað fyrir að drepa fanga, t.d. ef fangavörður skýtur fanga sem hyggst flýja þá er fangaverðinum verðlaunað með ókeypis menntun. Þetta ýtir undir það að fangaverðir myrða blásaklaust fólk til að fá hrós og verðlaun. Í raun eru fangaverðir hvattir, og kennt, í starfsmenntun sinni að fara eins illa með fangana og hægt er. Í raun er þeim kennt að fara ekki með fangana eins og mannverur.

En hvernig fólk er þetta sem situr þarna inni? Jú, þetta eru allt saman PÓLITÍSKIR fangar, sem hafa látið eitthvað út úr sér sem er and-sósílískt eða í andstöðu við hugmyndir þarlendra stjórnvalda. Ekki nóg með að fangelsa fólkið sem hefur þessar “ranghugmyndir” þá er öll fjölskyldan fangelsuð með, eiginkona, börn, foreldrar og jafnvel barnabörn.

Ef kona er þunguð þá er hún neydd í fóstureyðingu, en þá skiptir engu máli hversu langt á leið hún er komin, 1 mánuði eða jafnvel 8-9 mánuði. Saltvatni er dælt með nál inn í legið hennar sem veldur því að barnið deyr.
En ef konan fæðir lifandi barn þá er það barn tekið nýfætt, varla búið að klippa á naflastrenginn, og því kastað í ruslatunnu, og/eða því sparkað um þar til það verður allt blóðugt.
Ekki þarf að minnast á að dánartíðni kvenna sem eru barnshafandi er gríðarlegt.
Ástæðan fyrir þessu er að koma í veg fyrir fjölgun þeirra sem hafa pólitískar ranghugmyndir.

Einnig eru fangar barðir til óbóta, oft svo að þeir drepast eða eru örkyrkar til æviloka. Stundum eru augun á föngum barin út úr þeim.

Fangar eru notaðir sem tilraunadýr fyrir efna og sýklavopn. Einhverjum fanga er gefið eitthvað að éta, og hálftíma síðar byrjar hann að æla blóði og innyflum sínum, og örstuttu síðar deyr hann.

Á einum stað eru um 50.000 fangar, og deyja um 20-25% af föngunum árlega. En u.þ.b. 30 svona vinnubúðir eru í N-Kóreu, misstórar.

Fangarnir eru þrælaðir út í kolanámum, á ökrum og við fleiri þrælkun. Vörur sem koma úr þessum vinnubúðum fara til Kína og þaðan til vesturlanda, stimplað sem “Made in China”.

Mannréttindayfirvöld segja að ekkert annað ríki í heiminum kemst nálægt þessum mannréttindabrotum.


Þetta eru blákaldar staðreyndir, og er ég ekkert að ýkja. Þetta er byggt á vitnisburði fyrrverandi fangavarða og fanga.

Má segja að þetta séu ekkert annað en slátrunarbúðir sem Kim Jong II stendur fyrir. Má líkja þessu við verstu aðferðir nasista.


Svo þarf nú varla að minnast á hungursneyðina sem hefur ríkt þarna í mörg ár, en henni er að kenna þessu ofríki Kim Jong II sem hugsar um ekkert annað en Daffy Duck myndasafn sitt og að viðhalda sínum risastóra her, sem þjóðin hefur enga burði til að halda uppi. En um 2 milljónir manna hafa dáið þarna vegna hungurs undanfarin ár.

Bara þetta finnst mér vera næg ástæða til að fara með her inn í þetta land og koma þessum djöflum frá. Þeir svoleiðis nauðga þjóð sinni, láta hana lifa á grasi og öðru óætu svo þeir geti viðhaldið hernum sínum.
Svo ég minnist ekki á kjarnorkuvopnaáætlun þeirra.


Þetta var ein af helstu ástæðunum fyrir því að Bush bandaríkjaforseti lýsti Norður Kóreu sem eitt af möndulríkjum hins illa.

(Lausleg þýðing á: http://www.msnbc.com/news/859191.asp?0cl=cR)