Það að lifa sem námsmaður hér á Íslandi er í raun að lifa í 100% fátækt. Námsfólk þarf að treysta á miskunn ættingja og vina sinna varðandi húsaskjól, mat, föt, samgöngur o.fl.

Möguleikar námsfólks á Íslandi til tekna eru ekki margir:

Einn möguleikinn er að gera díl Lánasjóð Íslenskra Námsmanna um lán, og þá fær maður einhverja tugi þúsunda á mánuði, sem samt dugar engan veginn fyrir því sem námsmaður þarf að punga út. Flestir vilja ekki taka sér lán, en margir neyðast til þess.

Annar möguleiki námsfólks hér á Íslandi til að afla sér peninga, án þess að taka lán, er að vinna einsog þræll þær vikur sem sumarið er hér og reyna að lifa á þeim peningi sem lengst. Sumir eru ekki heppnir og fá mjög láglaunuð störf, og sumir engin störf.

Þriðji möguleikinn er að vinna með skólanum. Ókostirnir við þetta eru augljósir, að vinna með skóla kemur beint niður á árangri í námi.



Samkvæmt mörgum skýrslum er hlutfall þeirra sem fara á vinnumarkað eftir grunnskólanám mjög hátt hér á Íslandi, miðað við önnur norðurlönd. Einnig er hlutfall þeirra sem klára framhaldsskóla, og hlutfall þeirra sem klára háskóla, mun minna hér á landi en miðað við önnur norðurlönd.
Hver er ástæðan fyrir þessu? Ekki vil ég trúa því að fólk hér á landi hafi minni áhuga á námi, velti ég því fyrir mér hvort astæður fólks ráði ekki ferðinni?

“Þeir ríku verða ríkari, og menntaðri, en þeir fátæku fátækari, og fáfróðari.”
Viljum við ekki að allir hafi sömu möguleika á góðri menntun?



Er ekki hægt að betrumbæta þetta flotta vesturlanda velferðakerfi okkar og gera skólafólki einfaldara fyrir? Þetta virðist vera málefni sem allir vita að er vandamál, en enginn vill taka á því.

Í Bandaríkjunum eru fyrirtækjum veittur skattaafsláttur ef þeir veita námsfólki styrki til náms, hví má ekki gera hið sama hér? Stærstu fyrirtækin hérlendis eru oft með hundruðir milljóna ef ekki milljarða í gróða og þurfa að greiða skatt af þeim gróða, mætti ekki reyna að hjálpa til í menntamálum með því að veita þessum fyrirtækjum einhverskonar skattaafslátt með þeim skilyrðum að veittir verða styrkir til námsmanna? Held að allir myndu græða á því.


Annað

Ég velti því fyrir mér hvort skynsamlegt sé að leggja það á nemendur að vera í 3-4 fögum á hverjum degi alla daga vikunnar, yfir allt 5-7 áföngum, miðað framhaldsskóla. Erfiðara er að halda uppi fleiri boltum á lofti en færri, það segir sig sjálft.

Þar af leiðandi velti ég því fyrir mér hvort hin týpíska “önn” sé alltof löng, hvort það megi ekki skipta henni upp í kannski 5 “skref”, eða a.m.k. bjóða upp á slíkt.

Mín hugmynd er sú að skipta námsefninu upp á milli þessara 5 “skrefa”, þannig að teknir eru 2 áfangar á um 2-3 vikum og prófað úr því eftir þessar 2-3 vikur.

En ég hef komist að því að 2-3 vikur er alveg nægur tími til að fara yfir námsefni tveggja áfanga, en ef við reiknum að t.d. fyrir STÆ102 fari í venjulegri önn 56 tímar í kennslu, sem þýðir 18 tíma á viku með “skrefa-kerfinu”, en það eru 3-4 tímar á dag.
Nemandinn er fókusaðri, hann hefur minna að læra og þar af leiðandi meiri tíma til að einbeita sér að því sem hann þarf að læra, hann er síður stressaðri og kvíðinn. Margir kostir við þetta fyrirkomulag.

Með þessum hætti má einnig koma í veg fyrir að fólk heltist úr lestinni, og ef það heltist úr lestinni þá getur það byrjað frá upp á nýtt eftir 1-2 vikur, í staðinn fyrir að klúðra e.t.v. allri önninni…og kannski endanlega hætt í framhaldsskóla.

Einnig mætti með þessu fyrirkomulagi læra í 3 vikur og vinna í 3 vikur á milli.



Endilega segið álit ykkar á þessum hugleiðingum.