(svona aðallega ætlað fyrir þá sem eru búnir að sjá þáttinn)

Jæja, nú er komið að fyrsta þættinum í annarri seríu. Beint framhalds (of course) af síðasta þætti fyrstu seríunnar.

Það fór léttur fiðringshrollur um mig þegar 1x26 lauk, gaman að sjá svona framtíðarhörmungar…eins og í 12 Monkeys :) Risaborgir í rúst. Anyways, nóg um dauða og hörmungar.

Þátturinn (2x01) byrjaði þar sem 1x26 lauk, ég átti von á að hann myndi byrja með aðeins meiri hörku…en fór reyndar rólega af stað.

Flottasta atriði er þegar “crewman Daniels” minnist á “The Federation”, svona minnistæðast, vakti allavega athyglina mína…en það var í rauninni eina skiptið sem var minnst var á það í myndinni…því miður :(

A.m.k. er hægt að lesa smávegis úr þessu, mér sýnist höfundarnir ætli að stefna á það að láta Enterprise snúast um að koma “The Federation” á laggirnar. En það er “the logical choice”. Ég las það allavega þannig, efast um að einhver sé sammála mér.

Jæja, aftur að þessum þætti. Doldið merkilegt að það sé hægt að búa til tímavél með einhverjum “frumstæðum” communicator!! Come on :) Ég hef séð betra en þetta. Getur Daniels ekki verið með eitthvað “emergency kit”?? Er hann algjörlega allslaus í þessum flotta búningi sínum?? :)

Það sem ég tók virkilega vel eftir í þessum þætti var hve flott öll geimatriðin voru, Enterprise fljúgandi undan hinu og þessu, allt mjög vandað og flott.

Ég ætla ekki að hafa þetta langt, aðallega að fá viðbrögð ykkar við þessum þætti.

Ég gef þættinum um 3 stjörnur af 5. Fínn þáttur, með þeim betri af Enterprise seríunum…en ég er samt ekki alveg að “fíla” þættina so far. Kannski verður þetta meira spennandi þegar búið er að byggja upp almennilegan söguþráð, þar sem “The Federation” kemur vonandi mikið við sögu :)