Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JReykdal
JReykdal Notandi frá fornöld Karlmaður
4.372 stig
JReykdal

Fedora Core 5: Nokkur upphafsskref (35 álit)

í Linux fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þótt Fedora Core 5 sé mjög fullkomið kerfi með mörgum möguleikum þarf stundum að bæta við það og uppfæra. Til þess notum við yum uppfærslukerfið og yum notast við svokölluð “repositories” eða pakkasöfn til að nálgast efnið. Fedora Core 5 kemur forstillt með pakkasöfn sem úthlutað er af handahófi og er þá eiginlega spurning um heppni hvort hraðinn sé viðunandi eður ei. Þá er ágætt að eiga hauk í horni sem kallast www.fedora.is sem er með Fedora pakkasöfnin innanlands. Einnig er að finna á...

Fedora Core 5: Uppsetning (með myndum) (24 álit)

í Linux fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Til þess að setja upp Fedora Core 5 þarftu eftirfarandi: Diska með stýrikerfinu en þá er hægt að sækja þá á www.fedora.is . Til að nálgast DVD diskamynd þarf að fara í gegnum FTP þjón fedora.is (ftp.fedora.is) þar sem að Apache vefþjónar eldri en útgáfa 2.2 ráða ekki við skrár stærri en 2GB. Diskamyndirnar eru svo brenndar á geisladiska eða DVD með því að nota “burn image” aðgerðina í Nero eða öðrum skrifaraforritum. Einnig þarftu að vera með tölvu sem hefur annað hvort ekkert stýrikerfi,...

Hvað er þetta Lúnix??? (51 álit)

í Linux fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Linux (eða GNU/Linux eins og púrítanar vilja kalla það) er í dag orðið samheiti yfir stýrikerfispakka sem nota Linux kjarnann og byggja á Unix uppbyggingu. Linux býður upp á fullkomið og öruggt kerfi og er mjög notendavænt þótt það sé einnig gríðarlega öflugt. Upphaf Linux má rekja til ársins 1991 þegar að ungur háskólanemi í Finnlandi, Linus Thorvalds, vildi æfa sig í að forrita fyrir Intel 386 örgjöfan og datt í hug að smíða sér lítið stýrikerfi. Hann bauð hverjum sem vildi að aðstoða sig...

Fedora Core 5 Test 2 (31 álit)

í Linux fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Í vikunni kom út svokallað Test 2 af Fedora Core 5 en það er að öllu líkindum næst síðasta prufuútgáfan áður en FC5 verður gefið út í miðjum Mars nk. samkvæmt útgáfuáætlun. Helstu atriði sem einkenna FC5T2 eru eftirfarandi: Tekið úr Fedora Core 5 test2 Release Notes Nýtt útlit og nýtt lógó fyrir Fedora Gnome 2.13.2 og KDE 3.5RC2 Gome orkustýringakerfi og Gnome skjáhvílur. OpenOffice.org 2.0 Xorg X11R7 gluggakerfið Mono forritunarmálið Kjarni 2.6.14 Pup uppfærsluforritið (notar Yum)...

Næsta Skjálftamót verður í febrúar 2006 (58 álit)

í Skjálfti fyrir 19 árum, 1 mánuði
Eftir 30 móta úthald verður í fyrsta sinn hlé á hinni hefðbundnu fjögurra móta röð árlega og fellur því Skjálfti 4 | 2005 niður. Næsta mót er áætlað í byrjun febrúar 2006. Ástæðurnar fyrir þessu hléi eru margar en meðal annars má benda á að nóvember og desember henta illa undir þessi mót vegna prófa og hátíðahalds eins og sést hefur á aðsókn á þau mót sem haldin hafa verið á þessum tíma. Einnig hefur orðið verið vart við örlitla þreytu í samfélaginu og því kjörið tækifæri til að byggja upp...

Nýr Fedora/RedHat spegill, fedora.is (14 álit)

í Linux fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Búið er að setja upp spegil fyrir Fedora Core og RedHat kerfi á www.fedora.is. Þessi spegill er uppfærður oftar á dag en RHNet og ættu uppfærslur því að rata fyrr inn á vélarnar ykkar ef hann er notaður. Einnig er ágætt að geta dreift álaginu sem stundum kemur á RHNet. Eftirfarandi leiðbeiningar koma af www.fedora.is/LESTUMIG.txt en eru formaðar fyrir Huga. Hvernig stilla skal Fedora Core 3 vél til að nota fedora.is spegilinn: #1: Opna skrána /etc/sysconfig/rhn/sources og bæta við í hana...

Fedora Core 3, nokkur upphafsskref. (18 álit)

í Linux fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Eftir að hafa leitt mann í gegnum ferilinn að koma Fedora Core 3 upp þá datt mér í hug að krota hér niður nokkur atriði sem eru hálf nauðsynleg fyrir flesta til að nota FC3 í daglegt brúk. Ég ætla ekki að fara í gegnum sjálfa uppsetninguna sem á að vera það einföld að hún útskýrir sig sjálf. Uppfærslur Fedora er í stöðugri þróun og koma oft uppfærslur fyrir kerfið. Til að spara tíma (og peninga) þá er hægt að sækja uppfærslur frá innlendum skráarþjóni og er það gert á eftirfarandi hátt:...

Tölvuverslanir virðast sökka smá. (66 álit)

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Jæja. Kominn tími til að nöldra smá. Þannig er mál með vexti að sl. 3 ár eða svo hef ég notað alveg ágætis Compaq lyklaborð til að skrifa á heimavélina mína. En þar sem það er farið að vera komið á aldur, orðið ansi skítugt og ljótt og notar tækni frá níunda áratug tuttugustu aldar þá langar mig til að skipta um og fá mér eitthvað aðeins meira hip, kúl og trendy lyklaborð. En það er smá hængur á. Ég geri frekar einfaldar kröfur. 1. USB tengi (og helst USB Hub). 2. Venjulegt lyklaborð (ekki...

Fréttatilkynning: Hugur 2004 (15 álit)

í Heimspeki fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Fréttatilkynning Hugur 16. árgangur Út er kominn 16. árgangur Hugar (2004), tímarits Félags áhugamanna um heimspeki. Ritstjóri er Davíð Kristinsson. Þema heftisins að þessu sinni er samfélagsrýni hollenska heim-spekingsins Benedict de Spinoza (1632–1677). Gilles Deleuze færir rök fyrir því að Siðfræði Spinoza sé líkt og sifjafræði Nietzsches handan góðs og ills, enda báðir grunaðir um efnishyggju, siðleysi og guðleysi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir víkur í grein sinni m.a. að raunsæjum og...

Vegna lögregluaðgerða gegn höfundarréttarbrotum. (218 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Eins og flestir hafa tekið eftir framkvæmdi efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra húsleit hjá 12 aðilum í gær og gerðu tölvur og gögn upptæk. Ég hef orðið var við mikið af sögusögnum og hreinni og klárri vitleysu um þetta mál bæði hér á Huga og svo á öðrum stöðum. Reynum nú að halda okkur við málefnalegar staðreyndir. Þessi tilkynning frá lögreglunni er mjög skýr og segir í raun allt sem segja þarf. Upphafsaðilar að málinu eru SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi) og til þeirra teljast...

Metallica þann 4. júlí nk??? (fyrsti apríl liðinn) (179 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ekki grein fyrir fimmaura en það verður að ræða þetta einhversstaðar. Lesið <a href="http://metallica.com/index.asp?item=1894">hér</a> neðst á síðunni. Þetta er á opinberri síðu hljómsveitarinnar þannig að þetta lítur alveg ágætlega út.

The Office snýr aftur (14 álit)

í Sjónvarpsefni fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Breska gamanþáttaserían Skrifstofan (The Office) fékk tvenn Golden Globe-verðlaun á dögunum, sem besta gamanþáttaröðin og Ricky Gervais, höfundur og aðalleikari þáttanna, var kosinn besti leikarinn í gamanþáttum. Þættirnir verða á dagskrá í Sjónvarpinu frá og með næsta miðvikudagskvöldi, 4. febrúar. Fyrsti þátturinn verður kl. 21.15 en miðvikudagana þar á eftir hefjast þeir kl. 21.25. Sjónvarpið sýndi fyrri sex þátta syrpuna af Skrifstofunni fyrir réttu ári. Hún verður nú endursýnd og síðan...

Linux and multimedia in 30 minutes....eða þannig. (24 álit)

í Linux fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Jæja, núna er maður loksins búinn að setja upp Redhat 9 upp aftur og í þetta sinn með nægt pláss til að geta sett inn leikina sína líka. Þar sem að það þarf nokkur aukaskref til að gera Redhat 9 að “margmiðlunarhæfu” stýrikerfi þá datt mér í hug að krota hjá mér hvað ég geri og leyfa ykkur að fylgjast með. Ég ætla ekki að kenna neinum að setja upp Linux og allt það sem hér á eftir kemur getið þið prófað á ykkar ábyrgð. Ég mun ekki koma með þráðbeina linka á skrár því þær gætu auðveldlega...

Varðandi grein um Linux og Microsoft í mbl (49 álit)

í Linux fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Eins og kom fram í greininni hér á undan kom talsmaður Microsoft á Íslandi með nokkuð hæpnar staðhæfingar um Linux og Windows. Í sönnum samfélagsanda bið ég ykkur um að koma með mótsvör við þessu. Ég bið s.s. um STAÐREYNDIR sem hægt er að sýna fram á að Linux sé einmitt notaður í “Mission Critical” vinnslu og að verðlagning Microsoft sé ekki alveg “hófleg”. Ekkert fleim, ekkert “WINDOWS SÖKKAR!!” rusl heldur einungis staðreyndir og helst hlekki á þær á viðurkenndum miðlum. Við erum máski...

Svar frá menntamálaráðherra (48 álit)

í Linux fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Eftirfarandi bréf barst í dag frá Tómasi Inga Olrich, menntamálaráðherra, vegna fyrirspurnar minnar um opinn hugbúnað. Ekki er hægt að segja annað en að þetta sé nokkuð áhugavert svar. ———————————————— —————— Heill og sæll, Þakka þér fyrir orðsendinguna. Menntamálaráðuneyti hefur falið Halldóri Kristjánssyni að gera úttekt á kostum og göllum opins hugbúnaðar fyrir skólakerfið. Munu niðurstöður þessarar úttektar verða kynntar á árlegri ráðstefnu ráðuneytisins um upplýsingatækni og menntun,...

Opið bréf til menntamálaráðherra (16 álit)

í Linux fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Eftirfarandi bréf var sent menntamálaráðherra, Tómasi Inga Olrich, þann 26. janúar kl. 22:10. Hæstvirti menntamálaráðherra, Fyrst ber að taka fram að þetta er opið bréf til þín og mun það ásamt svari þínu við því verða birt á vefsvæðinu www.hugi.is undir Linux áhugamálinu (www.hugi.is/linux). Í kjölfar nýrra (og að margra mati vafasamra) notkunarskilmála Microsoft á vörum þess og nýlegrar niðurstöðu samkeppnisráðs um möguleg ólögmæti þeirra á Íslandi...

Fyrirspurn til menntamálaráðherra um opin hugbúnað (67 álit)

í Linux fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þar sem mikið hefur verið rætt en lítið gert um að auka veg og virðingu opins hugbúnaðar á Íslandi hef ég ákveðið að senda menntamálaráðherra opið bréf sem verður birt hérna á huga. Í anda opins hugbúnaðar hef ég ákveðið að birta drög að því hérna fyrst og biðja um álit ykkar og hugmyndir. Hæstvirti menntamálaráðherra, Fyrst ber að taka fram að þetta er opið bréf til þín og mun það ásamt svari þínu við því verða birt á vefsvæðinu www.hugi.is undir Linux áhugamálinu (www.hugi.is/linux). Í...

Kvikmyndagerð (13 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 22 árum
Til hamingju þið verðandi kvikmyndagerðafólk. Hagið ykkur vel.

Velkomin á Skátaáhugamálið (28 álit)

í Skátar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hagið ykkur vel börnin góð

Nokkur atriði varðandi spilamennsku (21 álit)

í Battlefield fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Battlefield virðist hitta nokkuð vel í mark hjá íslenskum leikmönnum og vonandi heldur sú þróun áfram með útgáfu leiksins. Eins og það er nú skemmtilegt að spila þennan leik eru mörg atriði varðandi spilamennsku sem betur mætti fara. Óþarfi er að ræða mikið um teamkillera og vanvita sem skemma flugvélar fyrir öðrum. Þið munuð brenna í helvíti um alla eilífð. Flugvélakamperar eru vægast sagt pirrandi. Oft verður maður var við 4 - 5 standandi eins og þursar á flugbrautum að bíða eftir...

Velkomin á Battlefield 1942 áhugamálið (21 álit)

í Battlefield fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hagið ykkur vel börnin góð og skemmtið ykkur vel

Núðlur dauðans (3 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Joe's Noodles Núðlupakki með hreinum núðlum fyrir 4 (ca. 150 - 200kr) 2 paprikur (rauð og græn t.d.) 1 - 2 gulrætur ein rófa (optional) Chilli+garlic sósa (fæst amk. í nóatúni) sesamolía (nóatún líka) Soyjasósa Kjöt (t.d. gúllaskjöt skorið í smátt en annars optional) 1 ferskur chilli (rauður eða grænn) Grænmetið saxað í smátt, gulrætur í skífur, rófur í stuttar lengjur eða teninga. Þvo hendur eftir að hafa skorið Chilli, slæmt að fá það í augu eða aðra viðkvæmari staði. Smá eldunarolía...

TrueType fontar í Linux (4 álit)

í Linux fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þar sem ég var að setja upp nýju RedHat betuna (limbo) var ég ekki nægilega sáttur við fontana sem fylgdu. Ég mundi eftir grein í Linux Format þar sem þetta var nokkuð vel skilgreint og ykkur til hægðarauka (og til að ég þurfi ekki alltaf að grafa upp helv. blaðið) ætla ég að lista upp hvernig bæta má TrueType fontunum sem fylgja með Windows í Linux. Aðferðin er nokkuð einföld og má gera í örfáum skrefum. Fyrst þarftu að afrita fontana úr /windows/fonts möppunni yfir í samsvarandi möppu í...

Ekki hægt að mæla með IBM 120MB GXP diskum (19 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Skv. frétt frá <a href="http://www.storagereview.com/">StorageReview</a > mælir IBM með því að IBM 120MB GXP harðir diskar séu EKKI í notkun lengur en 8 - 11 tíma á dag. Þetta mun vera í framhaldi af því að diskar í 75GXP seríunni hafa verið að hrynja eins og flugur (ekki minn þó..7,9,13) og meðfylgjandi lögsókn á hendur IBM. Því er mjög svo hæpið að mæla með þeim í netþjóna og aðrar vélar sem ganga lengi. Þetta er hin mesta synd því að á meðan þeir virka þá eru þetta hinir bestu diskar....

Gætið orða ykkar á netinu (41 álit)

í Netið fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Í Netheimum er oft ýmislegt látið flakka sem fólki liggur á hjarta..stundum illa ígrunduð orð (eins og alþingismaður einn fékk að prófa) sem ættu þó að flokkast undir “tjáningarfrelsi”. Í Bandaríkjunum, mekka málfrelsisins hefur þetta þó farið að taka á sig aðra mynd. Núna eru stórfyrirtæki farin að lögsækja þá sem láta frá sér slík orð á almannafæri. Þetta kallast víst “Strategic Lawsuits Against Public Participation” í bandaríkjunum eða SLAPP og eru um 19 fylki með lög sem hefta slíkar...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok