Í vikunni kom út svokallað Test 2 af Fedora Core 5 en það er að öllu líkindum næst síðasta prufuútgáfan áður en FC5 verður gefið út í miðjum Mars nk. samkvæmt útgáfuáætlun.

Helstu atriði sem einkenna FC5T2 eru eftirfarandi:
Tekið úr Fedora Core 5 test2 Release Notes

Nýtt útlit og nýtt lógó fyrir Fedora
Gnome 2.13.2 og KDE 3.5RC2
Gome orkustýringakerfi og Gnome skjáhvílur.
OpenOffice.org 2.0
Xorg X11R7 gluggakerfið
Mono forritunarmálið
Kjarni 2.6.14
Pup uppfærsluforritið (notar Yum)
Endurnýjað staðfæringarkerfi (i18n).
gcc 4.1
SELinux er gjörbreytt.
System Trap er mælingarkerfi fyrir afkastamælingar.
Frysk er mælingarkerfi fyrir keyrandi forrit og þræði.

Uppsetning.

Eins og áður var sagt er komið nýtt merki fyrir Fedora Core og sést það vel í uppsetningunni.
Mynd: Fyrsti skjárinn í uppsetningunni
Mynd: Búið er að breyta uppsetningu diska og disksneiða
Mynd: Tímabeltavalið hefur örlítið breyst
Mynd: Kominn Zoom fítus í tímabeltavalið
Mynd: Pakkavalstólið er gjörbreytt

Ný forrit
Mynd: Gnome viðmótið
Mynd: Evolution 2.5 prufuútgáfa er ekki fyrir skapstygga
Mynd: Pakkavalstólið er eins og það er í uppsetningunni
Mynd: Listi í pakkavalstólinu
Mynd: Þetta er greinilega enn bara prufuútgáfa
Mynd: TomBoy glósukerfið kemur með Mono
Mynd: Best er leitarviðmótið með Beagle leitarkerfinu sem kemur með Mono
Mynd: X-chat fær nýtt viðmót með Xchat-Gnome

Ég ætla ekki að fjalla nánar um virkni kerfisins að svo stöddu (enda bara skoðað í um klukkutíma) heldur að láta það bíða þar til full útgáfa er komin út.

Áhugasamir geta nálgast þessa prufuútgáfu á www.fedora.is
JReykdal