Breska gamanþáttaserían Skrifstofan (The Office) fékk tvenn Golden Globe-verðlaun á dögunum, sem besta gamanþáttaröðin og Ricky Gervais, höfundur og aðalleikari þáttanna, var kosinn besti leikarinn í gamanþáttum. Þættirnir verða á dagskrá í Sjónvarpinu frá og með næsta miðvikudagskvöldi, 4. febrúar. Fyrsti þátturinn verður kl. 21.15 en miðvikudagana þar á eftir hefjast þeir kl. 21.25. Sjónvarpið sýndi fyrri sex þátta syrpuna af Skrifstofunni fyrir réttu ári. Hún verður nú endursýnd og síðan koma sex nýir þættir í beinu framhaldi

Og á öðrum nótum….er áhugi fyrir gamanþáttaáhugamáli? (þið sem lesið þetta hljótið að hafa gaman af slíku :)
JReykdal