Næsta Skjálftamót verður í febrúar 2006 Eftir 30 móta úthald verður í fyrsta sinn hlé á hinni hefðbundnu fjögurra móta röð árlega og fellur því Skjálfti 4 | 2005 niður. Næsta mót er áætlað í byrjun febrúar 2006.

Ástæðurnar fyrir þessu hléi eru margar en meðal annars má benda á að nóvember og desember henta illa undir þessi mót vegna prófa og hátíðahalds eins og sést hefur á aðsókn á þau mót sem haldin hafa verið á þessum tíma. Einnig hefur orðið verið vart við örlitla þreytu í samfélaginu og því kjörið tækifæri til að byggja upp smá spennu fram að næsta móti.

Stefnt er á að halda úti stuttum netdeildum í helstu keppnisgreinum Skjálfta fram að næsta móti og er undirbúningur hafinn.
JReykdal