Battlefield virðist hitta nokkuð vel í mark hjá íslenskum leikmönnum og vonandi heldur sú þróun áfram með útgáfu leiksins.

Eins og það er nú skemmtilegt að spila þennan leik eru mörg atriði varðandi spilamennsku sem betur mætti fara.

Óþarfi er að ræða mikið um teamkillera og vanvita sem skemma flugvélar fyrir öðrum. Þið munuð brenna í helvíti um alla eilífð.

Flugvélakamperar eru vægast sagt pirrandi. Oft verður maður var við 4 - 5 standandi eins og þursar á flugbrautum að bíða eftir flugvélum þótt óvinurinn sé að ráðast á herstöðina af fullum mætti. Hundskist til að verja stöðina eins og menn.

Ökumenn. Reynið að koma sem flestum í bílana og ekki keyra alveg upp að óvininum. Það eykur hættuna á að þið farið allir ef bíllinn springur. Auk þess sem að það er betra að ráðast nokkrir saman á einn mann en 1 á móti 1.

Munið að flugvélarnar eru tiltölulega viðkvæmar. Nokkur vel valin skot með Assault vélbyssu (eða föstum byssum) duga til að senda þær í bútum niður. Of mikið er um að vélar fái að sprengja óáreittar.

Skipstjórar. Ekki hreyfa við skipunum nema þið ætlið að nota þau. Þó er ágætt að hreyfa við öðru þeirra svo að ein fallbyssa nái ekki báðum.

Scouts eru ekki bara sniperar heldur virka þeir einnig sem augu og eyru stórskotaliðs. Scout og aftari byssurnar á destroyer er banvæn blanda.

Nokkuð virðist vanta að menn spili sem engineers og lagi hluti. Nokkrir eru farnir að leggja mines (með misgóðum árangri þó) en það getur verið mikilvægt að laga eins og einn skriðdreka á raunastundu. Ef engineers eru að spila þá er nauðsynlegt að menn kalli eftir viðgerðum.


Ekki hlaupa einn og einn í átt að óvinum. Farið frekar nokkrir saman og dreifið ykkur örlítið (svo ein bomba taki ykkur ekki alla).

Spilið meira saman…talið saman og ekki verða fúlir þótt einhver byrji að skipa fyrir. Hlustið á hann og vinnið með honum, þá gengur allt vel. 5 manns sem stefna að sama markmiði og vita hvað hinir eru að gera virka margfalt betur en 5 manns í einkastríði.

Nota samskiptatækin betur. Sumir spamma “requesting pickup” 15 sinnum í röð. Haldið kjafti og gerið eitthvað skynsamlegra með samskiptatækjunum. Ef þið sjáið skip spawna…segið frá því. Segið frá því ef þið sjáið skriðdreka á hreyfingu. Þið lifið máski hann ekki af en ykkar skriðdreki eða flugvél veit þá af honum og mætir á staðinn.

Athugið muninn á “say all” og “say team” tökkunum. Spjallið inann liðsins um það sem ykkur vantar eða ætlið að gera. Gott að nota spawntímann í það.

Ég nenni ekki að hafa þetta lengra að sinni. Bætið við því sem ykkur finnst vanta.

JReykdal
JReykdal