Jæja, núna er maður loksins búinn að setja upp Redhat 9 upp aftur og í þetta sinn með nægt pláss til að geta sett inn leikina sína líka.

Þar sem að það þarf nokkur aukaskref til að gera Redhat 9 að “margmiðlunarhæfu” stýrikerfi þá datt mér í hug að krota hjá mér hvað ég geri og leyfa ykkur að fylgjast með.

Ég ætla ekki að kenna neinum að setja upp Linux og allt það sem hér á eftir kemur getið þið prófað á ykkar ábyrgð.

Ég mun ekki koma með þráðbeina linka á skrár því þær gætu auðveldlega breyst og uppfærst þegar þetta er lesið.

Til að byrja með þá sæki ég nokkrar uppfærslur, og þá aðallega nýjan Kernel og kernel headers. Skelli ég mér því inn á ftp://ftp.rhnet.is/pub/redhat/linux/updates/9/en/os og sæki það sem ég vil. Ég ætla að sækja mér kernel fyrir x686 og kernel source.
Rpm -ivh á kernelinn og rpm -Uvh á source og svo reboot

Á meðan ég er að því þá sæki ég mér Xchat 2 en ég vel það frekar en það sem kemur með Redhat 9 (1.8.11-7). Ég þarf að malla það frá grunni og hendi fyrst út gamla Xchat. Einnig hefur það þann eiginleika að hægt er að velja character encoding í server glugganum og sleppa þar með við þetta leiðinlega utf-8 vesen. En ég er að prófa þá aðferð í fyrsta sinn núna. Máski þarf ég meira til.
./configure && make && make install

Svo skelli ég mér á www.xmms.org og sæki það sem vantar til að RH9 geti spilað mp3 skjöl. Redhat ákvað að vera ekki með stuðning fyrir mp3 vegna vafa um réttindi til þess og þar sem alltaf er ráðist á þann stærsta þá er það líklega skynsamlegt hjá þeim.
Rpm -ivh

Næst er stefnan tekin á http://static.hugi.is/essentials/linux og sóttur nýjasti driverinn fyrir GeForce kortið mitt og hann settur inn. Gerður að executable með chmod+x skráarnafn og ræstur með ./skráarnafn. Þar leggur hann fyrir þig spurningar sem þú svarar og svo reynir hann að setja inn driverinn. Að svo loknu er farið í /etc/X11/XF86Config og henni breytt eftir kúnstarinnar reglum (aðallega að skipta út ‘nv’ fyrir ‘nvidia’ í section “device”. X skal svo endurræst.
Chmod +x, ræsa skrána, edita XF86Config og endurræsa X

Núna er komið að því að oss langi í smá hljóð með fínum gæðum og þá fer ég og sæki mér ALSA driverana fyrir hljóðkortið. Best er fyrir RH9 að skella sér á www.freshrpms.net og sækja sér eftirfarandi pakka:
alsa-driver (bæði driver og kernel pakkana)
alsa-lib (ekki verra að taka devel pakkann líka en ekki nauðsynlegt)
alsaplayer (þarf að taka með honum flac og xosd pakkana)
alsa-utils
alsa-xmms
Svo skellir maður bara öllu á einn stað og installar með stæl…rpm -ivh *.rpm :)

þegar installið er búið þarf að fara í /etc og edita modules.conf eftir því sem þitt hljóðkort þarf. Upplýsingar um þitt hljóðkort er að finna á www.alsa-project.org/soundcards.php3

En þar sem margir eru með Soundblaster Live/Audigy kort í dag þá skal ég láta fylgja mitt config:

#ALSA portion
alias char-major-116 snd
alias snd-card-0 snd-emu10k1
#module options should go here
options snd-emu10k1
# OSS/Free portion
alias char-major-14 soundcore
alias sound-slot-0 snd-card-0

# card #1
alias sound-service-0-0 snd-mixer-oss
alias sound-service-0-1 snd-seq-oss
alias sound-service-0-3 snd-pcm-oss
alias sound-service-0-8 snd-seq-oss
alias sound-service-0-12 snd-pcm-oss
post-install snd-card-0 /usr/sbin/alsactl restore >/dev/null 2>&1 || :
pre-remove snd-card-0 /usr/sbin/alsactl store >/dev/null 2>&1 || :

Best er að endurræsa vélina til að fá þetta vel í gang.

Jæja…þá fer þetta að verða áhugavert….okkur vantar almennilega Media spilara til að spila allt fína efnið á háhraða!
Skreppum aftur á www.freshrpms.net og sækjum nokkra pakka.
a52dec
aalib
faad2 (nauðsynlegt fyrir animatrix)
mplayer (libpostproc og mplayer)
mplayer-fonts
mplayer-skins
lame
libdv
li bdvdcss
libdvdnav
libdvdread
libdvdplay
libfame
li rc
lzo
ogle (betri í dvd en mplayer)
ogle-gui
xine (annar spilari..ágætur líka)
xine-lib
xine skins
xvidcore (xvidcore og xvidcore-static)

Þessu skal safnað á einn góðan stað og sett inn með rpm -ivh *.rpm

Svo förum við og sækjum nokkra pakka fyrir mplayer svo við getum nú spilað það sem okkur lystir. Nánast sama hvaða nafni það nefnist. Við förum: http://ftp.lug.udel.edu/MPlayer/releases/codecs/

Þar sækjum við:
Win32 codec pack
QuickTime6 DLL's
Quicktime Extra DLL's
RealPlayer 9 codecs
RealPlayer 9 win32 codecs
Xanim dll's
MJPEG 2000 DLL's (alveg möst fyrir animatrix)
win32/dmo codecs

Vonandi er ekki of mikil tvítekning í þessu. Athugið að Real hefur gefið út Real One fyrir Linux og gæti hann dugað fyrir ykkar notkun á þeirra skrám.

Það þarf svo að afpakka þessum skrám og veiða úr þeim innihaldið úr möppunum og afrita í /usr/lib/win32 (gæti þurft að búa hana til).


Svo er það bara að finna sér góða skrá og prófa með því að slá bara inn:
mplayer skráarnafn og horfa á.

En svo er það rúsinan í pylsuendanum (aldrei skilið þetta orðatiltæki) að geta horft á allt dótið á háhraða með Mozilla.

Það er nokkuð einfalt dæmi…sækjum bara plugin á: http://mplayerplug-in.sourceforge.net/ og keyrum það inn með rpm -ivh og endurræsum mozilla. Svo er bara að skella sér á háhraða og prófa!
Ef þið lendið í vandræðum með tengihraðann þá farið þið og lesið handbækurnar sem eru á vefsíðunni og sérstaklega varðandi config skrárnar.

Svo er eitt enn sem ég sá við komuna á huga en það er shockwave/flash. Það má finna á www.macromedia.com. Installerinn var með leiðindi hjá mér en það dugði að henda libflashplayer.so inn í /usr/lib/mozilla/plugins og þá gat ég séð “blessuðu” auglýsinguna á huga.

Jæja…er þetta ekki bara orðið gott í bili og þá dembi ég mér bara í það að reyna að setja upp Battlefield 1942 með aðstoð WineX :)

Skemmtið ykkur á háhraða.
JReykdal