Linux (eða GNU/Linux eins og púrítanar vilja kalla það) er í dag orðið samheiti yfir stýrikerfispakka sem nota Linux kjarnann og byggja á Unix uppbyggingu.

Linux býður upp á fullkomið og öruggt kerfi og er mjög notendavænt þótt það sé einnig gríðarlega öflugt.

Upphaf Linux má rekja til ársins 1991 þegar að ungur háskólanemi í Finnlandi, Linus Thorvalds, vildi æfa sig í að forrita fyrir Intel 386 örgjöfan og datt í hug að smíða sér lítið stýrikerfi. Hann bauð hverjum sem vildi að aðstoða sig og engan gat grunað afleiðingarnar af því boði en í dag eru þúsundir manna sem viðhalda kerfinu.

Linux kerfi eru það sem kallað er “Free Software” eða frjáls hugbúnaður. Með frjálsum hugbúnaði er öllum heimilaður aðgangur að grunnkóðanum til afnota og breytinga, gegn því að hann deili með sér hverju sem hann breytir.

Í dag er Linux miljarðamarkaður og öll stærstu tölvufyrirtæki heims selja og reka Linuxkerfi. Jafnt fyrir þjóna og einkatölvur.


Er linux fyrir mig?

Það er í raun ekkert svar til við þessu nema “líklega, prófaðu bara”.

Hvernig get ég prófað?

Einfaldasta leiðin er að sækja sér svokallaða “Live CD's” sem eru geisladiskar sem hægt er að ræsa tölvuna með og innihalda tilbúið Linux kerfi sem keyrir í minni án þess að þurfa að setja stýrikerfið inn á vélina. Þótt þessir diskar eru sniðugir þá hafa þeir þann galla að oftast eru þeir hægvirkir þar sem að það þarf stöðugt að afpakka hlutum af geisladisknum og nýta minnið í tölvunni sem er frekar takmörkuð auðlind.

Eftirfarandi Live CD skrár eru innanlands og þarf að brenna á geisladisk.
Ubuntu
Knoppix

Nánar:
Ubuntu heimasíðan
Knoppix heimasíðan

Jæja þetta er kúl hvað get ég gert meira?

Ef þig langar svo til að setja upp Linux á tölvu þá er spurningin hvort þú hafir lausa vél (sem er best), lausa disksneið(partition) eða lausan disk á vélinni þinni.

Ef þú ert með alveg lausa tölvu í verkið þá er ekkert sem þarf að spá í heldur bara brenna diskana og smella þér af stað, smella nokkrum sinnum á Next og kerfið er komið upp um það bil 45 mínútum síðar. Ef þú ert hins vegar með disksneið (partition) eða sér harðan disk þá þarf aðeins að hugsa málið þegar kemur að því að velja kerfinu stað á harða disknum en ef þú veist hvað disksneið er þá ættirðu að komast frekar klakklaust í gegnum það en ef þú ert í vafa þá ættirðu líklega að sleppa því frekar en að kála óvart Windows uppsetningunni. Og taktu afrit af öllu þessu merkilega í Windows :)

Hvað er Distró?

Linux er í sjálfu sér bara svokallaður “kjarni”. Grunnþáttur stýrikerfisins sem sér til þess að tölvan virki sem skildi. Til að gera svo eitthvað gagn þarf samansafn af hugbúnaði og þar koma hin svokölluðu Distró (Distributions) eða Dreifingar af Linux kerfum til sögunar.

Distró er samansafn af ýmsum hugbúnaði ásamt Linux kjarnanum sem ætlað er að mynda heilt stýrikerfi með öllu sem til þarf.

Það eru til mörg hundruð Distró en aðallega eru það örfá sem eru notuð í einhverju magni. Þau eru öll stíluð á mismunandi markhópa eftir tæknikunnáttu og þörfum en stefnan er samt hjá flestum í átt að einfaldleika með miklu afli.

Helstu Distróin í dag eru (í engri sérstakri röð):
Debian, SuSE, Fedora, Mandriva, Ubuntu, Slackware, Gentoo.

Hægt er að sækja flest þessara Distróa innanlands.

http://static.hugi.is/linux/distributions <– Aðallega diskmyndir af prufuútgáfum og sjaldgæfari distróum.
http://ubuntu.hugi.is <– Ubuntu spegill með öllu tengdu Ubuntu
http://www.fedora.is <— Fedora Core spegill
http://ftp.rhnet.is <– Risastór spegill með mjög mörgum Distróum og speglum.

Ef þú ert alveg óvanur Linux þá eru nokkur Distró sem eru hentugri en önnur og að öllum öðrum ólöstuðum þá myndi ég helst mæla með Ubuntu fyrir græningja en það er með frekar þægilegu uppsetningarkerfi og kemur á einungis einum disk.

Önnur kerfi sem koma til greina eru Fedora Core og SuSE. Ég mæli persónulega ekki með flóknari kerfum eins og Gentoo eða Debian fyrir algjöra græninga þótt án efa það séu mjög margir ósammála mér þannig að ég afþakka algjörlega öll comment um að X eða Y sé betra. Ég veit að menn hafa mismunandi skoðanir á hlutunum.

Nánar:
Distrowatch.com Fréttir af ýmsum Distróum.
Fedora Core
Ubuntu
Debian
OpenSuSE
Mandriva
Gentoo


KDE, Gnome, X, WTF?

Grafíska viðmótið í Linux kerfum er örlítið öðruvís en fólk á að venjast í t.d. Windows þar sem það er einungis um eitt viðmót að ræða. Til að skilja tilganginn og ástæður fyrir því þarf aðeins að fræðast um hvernig grafíska kerfið er sett upp.

Grafíska kerfið í Linux kallast X Window System eða X til styttingar. Það var upprunanlega hannað árið 1984 og hefur verið í þróun allar götur síðan þá á mismiklum hraða.

X er hannað til þess að virka yfir netkerfi og notar Miðlari/Biðlari(Server/Client) aðferðina til þess að sýna viðmótið.
Á hverri vél er keyrandi X þjónn og hvert grafískt forrit er svo X biðlari sem tengist við þjóninn.

En X er bara þjónn og ekkert annað og eitt og sér er það frekar óspennandi og ónothæft viðmót. Til þess að birta og stýra gluggum og slíku þarf svokallaðan gluggastjóra (Window Manager) og í kringum tvo slíka gluggastjóra hafa svo verið smíðuð heilsteypt umhverfi sem kallast Gnome og KDE.

Helsti munurinn á Gnome og KDE er hugmyndafræðin á bak við umhverfin og svo tæknin sem notuð er við að smíða þau.

Gnome byggir aðallega upp á einfaldleika í notkun á kostnað sveigjanleika á meðan KDE byggir upp á fjölhæfni á kostnað einfaldleikans. Það er þó ekki verið að segja að Gnome sé ekki fjölhæft eða að KDE sé flókið heldur eru þetta meginstefnurnar sem þróunarteymin hafa.

Flest stærri Distro leggja áherslu á annað hvort viðmótið sem dæmi þá er Fedora með áherslu á Gnome en SuSE með áherslu á KDE þótt bæði viðmótin séu til staðar í báðum Distróunum og virka fullkomlega rétt.

KDE og Gnome eru ekki einu umhverfin sem notendur hafa úr að velja heldur skipta þau tugum og hægt er að sérsmíða mörg þeirra allmikið eftir þörfum hvers og eins. Einnig henta önnur umhverfi betur fyrir eldri vélar en KDE/Gnome þar sem að þau eru orðin æði stór í dag.

Dæmi um önnur viðmót: Xfce, WindowMaker, AfterStep, Enlightenment.

Nánar:
Gnome
KDE
Gluggaumhverfi á Wikipedia
Gnome á Wikipedia
KDE á Wikipedia
Xfce á Wikipedia

Get ég spilað leiki á Linux?

Svarið við þessu er: Já, Nei, Kannski.
Já: Nokkrir leikir hafa komið út fyrir Linux. Má þar einna helst nefna Quake seríuna og Unreal.
Nei: Flestir leikir eru ekki gefnir út fyrir Linux og virka þar af leiðandi ekki.
Kannski: Til er forrit sem gerir kleift að keyra marga leiki á Linux með misgóðum árangri. Forritið er kallað Cedega og krefst það þess að þú kaupir áskrift af því en getur á móti haft áhrif á hvaða leikir eru valdir til að keyra á Linux.
Ef leikir eru stór hluti af tölvunotkun þinni þá mæli ég með að þú keyrir Windows samhliða Linux.

Nánar:
Cedega

Um Diskmyndir (CD Image).
Til að brenna diskmynd á geisladisk er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þetta er ekki venjuleg skrá heldur svokallað “Image” af heilum geisladisk.
Í t.d. Nero þarf að fara í Recorder valmyndina og velja þar “Burn Image”.
Það á EKKI að brenna þetta sem skjal á geisladisk.
JReykdal