Eins og kom fram í greininni hér á undan kom talsmaður Microsoft á Íslandi með nokkuð hæpnar staðhæfingar um Linux og Windows. Í sönnum samfélagsanda bið ég ykkur um að koma með mótsvör við þessu.

Ég bið s.s. um STAÐREYNDIR sem hægt er að sýna fram á að Linux sé einmitt notaður í “Mission Critical” vinnslu og að verðlagning Microsoft sé ekki alveg “hófleg”.

Ekkert fleim, ekkert “WINDOWS SÖKKAR!!” rusl heldur einungis staðreyndir og helst hlekki á þær á viðurkenndum miðlum.

Við erum máski ekki mörg hérna á Íslandi sem látum okkur þetta mál varða en guð hjálpi mér, við getum orðið hávær ef við viljum.
JReykdal