Joe's Noodles


Núðlupakki með hreinum núðlum fyrir 4 (ca. 150 - 200kr)
2 paprikur (rauð og græn t.d.)
1 - 2 gulrætur
ein rófa (optional)
Chilli+garlic sósa (fæst amk. í nóatúni)
sesamolía (nóatún líka)
Soyjasósa
Kjöt (t.d. gúllaskjöt skorið í smátt en annars optional)
1 ferskur chilli (rauður eða grænn)


Grænmetið saxað í smátt, gulrætur í skífur, rófur í stuttar lengjur eða teninga. Þvo hendur eftir að hafa skorið Chilli, slæmt að fá það í augu eða aðra viðkvæmari staði.

Smá eldunarolía (grænmetis, canolaolía eða eitthvað) sett í botninn á wok pönnu. Hitað upp.

Gulrótarskífur og rófubitar settir í olíuna og látnir steikjast.

Ef þér finnst of mikil olía vera í grænmetinu þá er gott að hella henni af fyrst frekar en að olíubera allt sem eftir á að koma í pönnuna.

Núðlum skellt í pott og vatn sett yfir. Hitað þar til vatnið sýður (eða núðlurnar orðnar mjúkar).

Kjötið brúnað á pönnu.

Núðlum skellt út í wok pönnuna og allt hrært saman.

2 - 3 msk. af chillisósunni sett út í (mjög ónákvæmt mælt hjá mér).

Hrært í sífellu í gumsinu.

Soyjasósa sett í og hrært þar til að fallegur ljósbrúnn litur kemur á núðlurnar. Annars bætt eftir smekk.

Chilli og papriku bætt útí.

Muna að hræra alltaf.

Krydda með chillikryddi ef þurfa þykir.

Þegar allt gumsið er sæmilega blandað og heitt má borða það.

Gott er að nota skálar og prjóna.
JReykdal