Eftirfarandi bréf barst í dag frá Tómasi Inga Olrich, menntamálaráðherra, vegna fyrirspurnar minnar um opinn hugbúnað.
Ekki er hægt að segja annað en að þetta sé nokkuð áhugavert svar.
———————————————— ——————
Heill og sæll,


Þakka þér fyrir orðsendinguna.

Menntamálaráðuneyti hefur falið Halldóri Kristjánssyni að gera úttekt á kostum og göllum opins hugbúnaðar fyrir skólakerfið. Munu niðurstöður þessarar úttektar verða kynntar á árlegri ráðstefnu ráðuneytisins um upplýsingatækni og menntun, UT2003, sem haldin verður á Akureyri 28. febrúar og 1. mars. Er þér hér með boðið að taka þátt í málstofu á ráðstefnunni þar sem niðurstöður úttektarinnar verða kynntar.

Með bestu kveðju,

Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra / Minister of Education, Science and Culture
Menntamálaráðuneyti / Ministry of Education, Science and Culture
150 Reykjavík / IS-150 Reykjavik
Ísland / Iceland
JReykdal