Eftir að hafa leitt mann í gegnum ferilinn að koma Fedora Core 3 upp þá datt mér í hug að krota hér niður nokkur atriði sem eru hálf nauðsynleg fyrir flesta til að nota FC3 í daglegt brúk.

Ég ætla ekki að fara í gegnum sjálfa uppsetninguna sem á að vera það einföld að hún útskýrir sig sjálf.

Uppfærslur

Fedora er í stöðugri þróun og koma oft uppfærslur fyrir kerfið. Til að spara tíma (og peninga) þá er hægt að sækja uppfærslur frá innlendum skráarþjóni og er það gert á eftirfarandi hátt:

Farið í console (“dos glugga” dótið).
Sækið rótarvöld með því að skrifa “su -”, ýta á Return og slá inn rótarlykilorðið.

[jreykdal@az03081 ~]$ su -
Password:
[root@az03081 ~]#

Farið inn í /etc/sysconfig/rhn möppuna:
[root@az03081 ~]# cd /etc/sysconfig/rhn

Opnið skrána sources með ritli (t.d. vi):
[root@az03081 rhn]# vi sources

Notkun á vi ritlinum er einföld í eðli sínu þegar að örfá atriði eru lærð.
Þegar þú opnar skjalið ertu í skoðunarham. Þú getur flakkað um skjalið með örvatökkunum. Finndu línur sem hafa ekki # merkið fremst og farðu þangað. Núna ýtir þú á i og ferð í svokallað “insert mode”. Nú getur þú átt við skjalið eins og í venjulegum ritli.
Bættu # fyrir framan þær línur sem ekki hafa það þegar:
#yum fedora-core-3 http://download.fedora.redhat.com/pub/fedora/linux/core/3/$ARCH/os/
#yum updates-released-fc3 http://download.fedora.redhat.com/pub/fedora/linux/core/updates/3/$ARCH/
Svo ferðu neðst í skjalið og bætir við 2 línum sem benda á innlendan spegil:
#RHNET
yum fedora-core-3-rhnet ftp://ftp.rhnet.is/pub/fedora/3/i386/os
yum fedora-core-3-updates-rhnet ftp://ftp.rhnet.is/pub/fedora/updates/3/i386/

Nú er komið að því að klára skjalið. Ýttu á ESC til að fara úr Insert Mode. Næst skrifarðu :w (kemur neðst á skjáinn) og ýtir á enter. Þá ætti að koma eitthvað svipað þessu neðst:
"sources" 46L, 2128C written 
Næst skrifarðu :q og hættir í skjalinu (þú getur líka skrifað :wq til þess að vista og hætta á sama tíma).

Núna ætti að vera hægt að láta kerfið uppfæra sig innanlands með up2date forritinu.

NTFS
Flestir þeir sem eru bæði með Windows og Linux á sömu vél vilja komast í gögn á Windowshlutanum. FC3 hefur ekki stuðning við NTFS skráarkerfið “úr kassanum” en það er auðvelt að bæta því við. ATHUGIÐ!
Þar sem stuðningur við skrif á NTFS diska er takmarkaður er einungis hægt að LESA þá með þessum rekli. Ég endurtek…þið getið EKKI skrifað á NTFS diska.

Vertu viss um að kerfið sé uppfært í botn og þá sérstaklega kjarninn. Endurræstu vélina ef þú þarft að virkja nýjan kjarna.
Þú þarft að vita hvaða kjarnaútgáfu þú ert með. Til að komast að því þá ferðu í console og skrifar “uname -a”.
[root@az03081 ~]# uname -a
Linux az03081 2.6.9-1.681_FC3 #1 Thu Nov 18 15:10:10 EST 2004 i686 i686 i386 GNU/Linux
Það sem þú ert að leita að er: 2.6.9-1.681_FC3
Athugið að þessar tölur breytast með hverri kjarnauppfærslu þannig að þú ert líklega að leita að einhverju svipuðu en ekki endilega nákvæmlega sama.

Næst ferðu inn á http://linux-ntfs.sourceforge.net/ en þar er að finna tilbúna pakka með NTFS stuðningnum. Þú finnur NTFS RPMS hlutann og smellir á “downloads” þar og að lokum Fedora Core 3 hlutann (http://linux-ntfs.sourceforge.net/rpm/fedora3.html).
Þar velurðu svo pakkann fyrir þína kjarnaútgáfu og örgjörva sem myndi að öllum líkindum falla undir “Single Processor i686”.
Þú sækir pakkann og hann vistast að öllum líkindum á þínu heimasvæði.
Þá er það að fara í console, sækja sér rótarréttindi (su -) og fara inn á heimasvæðið þitt (hjá mér /home/jreykdal). Svo þarf að setja inn pakkann sem var sóttur með rpm skipuninni. Athugið að í stað þess að slá inn allt skráarnafnið þá er hægt að stytta sér leið með því að skrifa bara byrjunina og ýta svo á TAB til að klára.

[jreykdal@az03081 ~]$ su -
Password:
[root@az03081 ~]# cd /home/jreykdal/
[root@az03081 jreykdal]# rpm -ivh kernel-module-ntfs-2.6.9-1.681_FC3-2.1.20-0.rr.3.3.i686.rpm
Preparing...        ########################################### [100%]
  1:kernel-module-ntfs-2.6.########################################### [100%]
[root@az03081 jreykdal]#

Núna er stuðningur við NTFS kominn inn í kjarnann. Athugði samt að þetta þarf að endurtakast við hverja kjarnauppfærslu (sækja nýjan pakka, setja inn etc.).

Einhverstaðar þarf að komast í windows hlutann. Hefðbundna leiðin er að búa til möppu undir /mnt möppunni og “mounta” disknum þar en í FC3 er búið að búa til /media möppu undir þetta hlutverk. Er ekki með lógíkina fyrir því á hreinu en það er bara þannig :)
Við skulum malla möppu undir /media fyrir windows hlutann og hleypa öllum inn í þá möppu.

[root@az03081 ~]# cd /media/
[root@az03081 media]# mkdir windows
[root@az03081 media]# chmod 777 windows
[root@az03081 media]#

Næst skulum við prófa hvort allt virki ekki sem skyldi:
[root@az03081 media]# mount -t ntfs /dev/hda1 /media/windows/
[root@az03081 media]# cd windows/
[root@az03081 windows]# ls
Hérna á að koma innihald windows disksins.
[root@az03081 windows]# cd ..
[root@az03081 media]# umount windows/
[root@az03081 media]#

Ég “mountaði” drifið. Fór inn og skoðaði hvort það sýndi sig ekki, fór út og “unmountaði”.

Næst göngum við frá því að drifið sé mountað í ræsingu og að venjulegur notandi geti komist inn á það.
Farið í console, rótarréttindi sótt, farið í /etc möppuna og skráin fstab opnuð með vi:
[jreykdal@az03081 ~]$ su -
Password:
[root@az03081 ~]# cd /etc/
[root@az03081 etc]# vi fstab

Í fstab skránni er skilgreint hvar diskahlutarnir lenda í skráarkerfinu og ýmsar stillingar.
við förum neðst í skjalið, förum í insert mode og bætum við eftirfarandi línu:
/dev/hda1        /media/windows     ntfs,  ro,umask=0222  0 0
Athugið að bilin á milli eru gerð með TAB en ekki bilslánni.
Svo vistið þið skrána (ýtið á ESC, skrifið :wq og ýtið á enter).
Núna á að vera hægt að gera bara mount /media/windows og galdurinn gerist sjálfkrafa við næstu ræsingu). Prófaðu að fara í gegnum skráarkerfið með grafísku viðmóti sem venjulegur notandi og athugaðu hvort þú komist ekki í skjölin.

MP3 og margmiðlun
Vegna ýmissa lagalegra ástæðna er enginn MP3 stuðningur í FC3 úr kassanum. Einnig er takmarkaður stuðningur við ýmiss algegn vídeósnið.
Við bætum úr því.
Farið inn á http://freshrpms.net/ og þar inn í APT hlutann (http://freshrpms.net/apt/).
APT er pakkastjóri ættaður úr debian dreifingunni og er fjári öflugur. Við ætlum að nota hann fyrir pakka frá Freshrpms (erlendis eins og er).
Sækið nýjasta apt pakkann frá freshrpms (http://ftp.freshrpms.net/pub/freshrpms/fedora/linux/3/apt/).
Athugið að nafnið endar á .rpm og er merktur á þessari síðu sem “binary x86 rpm package”.
Console, rótarvöld, heimasvæði.
Setjum hann inn með rpm skipuninni og svo förum við og breytum aðeins stillingunum:
[jreykdal@az03081 ~]$ su -
Password:
[root@az03081 ~]# cd /home/jreykdal/
[root@az03081 jreykdal]# rpm -ivh apt-0.5.15cnc6-1.1.fc3.fr.i386.rpm
warning: apt-0.5.15cnc6-1.1.fc3.fr.i386.rpm: V3 DSA signature: NOKEY, key ID e42d547b
Preparing...        ########################################### [100%]
  1:apt          ########################################### [100%]
[root@az03081 ~]# cd /etc/apt/
[root@az03081 apt]# vi sources.list

Í sources.list skránni er sagt hvaðan og hvað á að sækja með atp forritinu. Við ætlum að breyta línunni: rpm http://ayo.freshrpms.net fedora/linux/3/i386 core updates freshrpms
Við tökum út “core updates” og skiljum bara eftir freshrpms (svo að bara freshrpms pakkar komi í gegnum þessa leið).
Muna…stjórna með örvatökkum, ýta á i, edita, ýta á ESC, :wq.
Línan á s.s. að verða:
rpm http://ayo.freshrpms.net fedora/linux/3/i386 freshrpms
Næst “fyllum við á” atp með apt-get update skipuninni:
[root@az03081 apt]# apt-get update
Get:1 http://ayo.freshrpms.net fedora/linux/3/i386 release [1820B]
Fetched 1820B in 0s (7530B/s)
Get:1 http://ayo.freshrpms.net fedora/linux/3/i386/freshrpms pkglist [232kB]
Hit http://ayo.freshrpms.net fedora/linux/3/i386/freshrpms release
Fetched 232kB in 1s (183kB/s)
Reading Package Lists... Done
Building Dependency Tree... Done
[root@az03081 apt]#
Svo setjum við inn forrit sem heitir synaptic með apt-get install:
[root@az03081 apt]# apt-get install synaptic
Reading Package Lists... Done
Building Dependency Tree... Done
The following NEW packages will be installed:
 synaptic
0 upgraded, 1 newly installed, 0 removed and 0 not upgraded.
Need to get 0B/1497kB of archives.
After unpacking 5321kB of additional disk space will be used.
Committing changes...
Preparing...        ########################################### [100%]
  1:synaptic        ########################################### [100%]
Done.
[root@az03081 apt]#

Synapic er grafískt viðmót fyrir apt og gerir þægilegt að bæta við og henda út forritum. Það er ræst annað hvort úr valmyndinni eða með því að skrifa “synaptic” í console.

Við skulum samt halda okkur við skelina enn sem komið er (það er svo gaman) og skellum inn nokkrum hlutum til að létta lundina.

Við skellum inn xmms, xmms-mp3 og mplayer

[root@az03081 apt]# apt-get install xmms xmms-mp3 mplayer
Reading Package Lists... Done
Building Dependency Tree... Done
The following NEW packages will be installed:
 mplayer xmms xmms-mp3
0 upgraded, 3 newly installed, 0 removed and 0 not upgraded.
Need to get 0B/8852kB of archives.
After unpacking 22.0MB of additional disk space will be used.
Committing changes...
Preparing...        ########################################### [100%]
  1:xmms          ########################################### [ 33%]
  2:mplayer        ########################################### [ 67%]
  3:xmms-mp3        ########################################### [100%]
Done.
[root@az03081 apt]#

Þá er það málið að setja inn smá stuðning fyrir myndbönd. Til þess þarf að sækja svokölluð “codec” fyrir mplayer.
Þau eru að finna á static.hugi.is:
http://static.hugi.is/linux/mplayer/codecs/
Sækið “all” pakkann og vistið á heimasvæðinu ykkar.
Næst búum við til möppu fyrir codecana, og afpökkum þeim þangað.
[root@az03081 ~]# cd /home/jreykdal/
[root@az03081 jreykdal]# mkdir /usr/lib/win32
[root@az03081 jreykdal]# tar xvjf all-20041107.tar.bz2
Hér kemur svo listi yfir afpakkaðar skrár
[root@az03081 jreykdal]# cd all-20041107
[root@az03081 all-20041107]# mv * /usr/lib/win32
[root@az03081 all-20041107]#
Þá er kominn inn mplayer og xmms með mp3 stuðningi.
Prófum aðeins.
Sækjum mynd og hljóðskrá.
http://static.hugi.is/misc/movies/montypythonlg.mov <– Monty Python Lego
http://static.hugi.is/misc/monkey_developers.mp3 <– Steve Ballmer remix

Opnið myndskrána með mplayer (skrifði mplayer nafnáskrá í skel) og opnið mp3 skjalið með t.d. xmms.

Þá er bara eftir að bæta við viðbót við vafrann sem gerir ykkur kleift að skða allt fallega dótið á háhraða með vafranum ykkar.

http://prdownloads.sourceforge.net/mplayerplug-in/mplayerplug-in-2.75-0.FC3.i386.rpm?download <– Sækið það hér
skel, rót, heimasvæði, setja inn[jreykdal@az03081 ~]$ su -
Password:
[root@az03081 ~]# cd /home/jreykdal/
[root@az03081 jreykdal]# rpm -ivh mplayerplug-in-2.75-0.FC3.i386.rpm
Preparing...        ########################################### [100%]
  1:mplayerplug-in     ########################################### [100%]
[root@az03081 jreykdal]#

Endurræsið nú vafrana og prófið að skoða vídeóklippur á háhraða.

Jæja…eigum við ekki að segja þetta ágætt í bili og vonandi er þetta nógu ítarlegt fyrir alla.

Góðar stundir.
JReykdal