Þann 21. nóvember, næsta sunnudag, verður haldinn stofnfundur spilafélags í Reykjavík. Spilafélagi þessu er ætlað að vera grundvöllur fyrir alla spilamenningu á höfuðborgarsvæðinu og mun m.a. sjá um að halda mót. Unnið hefur verið í að tryggja húsnæði fyrir félagið, húsnæði sem spilafélagið mun alltaf hafa aðgang að og félagsmenn geta nýtt sér undir spilastarfsemi sína.

Fundurinn fer fram kl. 20 í spilasal Nexus, við Hverfisgötu, og hvet ég alla spunaspilara til að mæta. Að miklu leyti tel ég að verið sé að brjóta blað í sögu spilamenningar í Reykjavík og að þetta muni hafa virkilega góð áhrif á spilasamfélagið í heild sinni.

Spilafélag þetta mun ná yfir alla þætti spilasamfélagsins, þ.e. RPG, borðspil, safnkortaspil, herkænskuspil og svo mætti áfram lengi telja. Ætlunin er að halda úti félagsheimili, þar sem félagsmenn geta komið og verður þar boðið upp á aðstöðu til spilamennsku í öllum þessum áhugamálum.

http://www.facebook.com/events/create.php?gid=42106933161#!/event.php?eid=142215432495944