Lengi hefur verið rætt um að halda stórt spilamót og nú er stefnan sett á slíkt. Hugmyndin er að halda nokkuð stórt og gott spilamót í kringum páskana. Einnig verður reynt að halda það miðsvæðis í Reykjavík, annað hvort í miðbænum eða í hverfunum þar í kring, en ekki fara út í úthverfin.

Það er ósk skipuleggjenda að þetta leggist vel í mannskapinn og mæting verði með eindæmum góð. Nú er um að gera og athuga hvort ekki sé hægt að losa um eina helgi eða svo í kringum páska svo það verði hægt að mæta. Reynum öll að leggjast á eitt í að skapa álíka stórt mót og gömlu Fáfnismótin voru.