Jæja, hér kemur listinn fyrir mótið. Þar sem framboð stjórnenda er mjög takmarkað að þessu sinni, þá ákváðum við að hafa bara eitt tímabil á laugardagskvöldinu. Mótið byrjar kl. 19 og verður fram eftir nóttu. Það kostar 500 kr. að taka þátt.

Mein Zombie!

Stjórnandi: Ísleifur Egill
Kerfi: World of Darkness
Aldurstakmark: 15+
Spilarar: 6
Reykingapásur: Fáar

Árið er 1945. Seinustu 12 mánuði hafa uppvakningaherir Þriðja ríkisins snúið stríðinu algerlega við. D-dags innrásin misheppnaðist algjörlega, Bretland er fallið og Þjóðverjar einbeita sér nú að fullum mætti gegn Sovétríkjunum. Spilara tilheyra sovéskri sérsveit sem sinnir leyniverkefnum í fremstu víglínu. Apocalyptic stemmning í bland við hasar og góðan slurk af geðveiki. Ath: Ef þið eigið D10 teninga, endilega koma með þá.


Kerfi/Spil: Houses of the Blooded
Nafn Stjórnanda: Tómas Gabríel
Aldurstakmark: 16+ (búist er við að spilarar hafi þroska til að spila í roleplay-intensive spili og hafi frjótt ýmindunarafl)
Sími: 6161611
Reykingapásur: Fáar
Lýsing: Spilarar eru allir riddarar, hirðmenn og lénsmenn greifa og þurfa bæði að sjá um undirbúning og gæslu afmælisveislu greifa þeirra. Greifinn hefur safnað að sér mörgum óvinum í gegnum tíðina og ákvað að spara ekkert þegar kemur að öryggi síns og gesta sinna.

Kerfið er mjög einfalt og hefur fengið góðar viðtökur hér á landinu, en lesa má um það hér. Fær hver og einn spilari mun meiri völd í eigin hendur en gengur og gerist í öðrum spunaspilum og er lögð áheyrslan á spunann.


M&M/DC Universe
Stjórnandi: Jens F.B.
aldurstakmark:15
Lýsing: Meðlimir Justice League þurfa að glíma við nýa ógn frá the Legion of Doom.


Scepter tower of Spellgard
Kerfi: D&D 4th
Aldurstakmark: 16 ára
Reykingapásur: Fáar
Spilarar: 6
Stjórnandi: Hakkabuff (huganotandanafn)
Þetta byrjaði allt á því að hetjurnar voru fengnar til að verja birgðar vagna sem voru á leið til klaustursins við Spellgarde rústirnar. Það komust ekki allir af vögnunum á leiðarenda því það var mikið af ræningjum sem reyndu ,og sumum tókst, að ræna vagnana. Söguperónurnar kynntust vel á leiðinni sem tók um það bil viku og þegar þeir komu á leiðarenda blasti við þeim turninn sem nefndur er “Scepter Tower”, eina mannvirkið sem stendur enn í Spellgarde rústunum. Um kvöldið færist talið að turninum og þeim fjársjóðum sem í honum leynast og drauginum Lafði Saharel sem sumir segja að sjái framtíðina. Hetjurnar ákveða að skoða turninn nánar og sjá hvort ekki leynist eitthvað verðmætt þar inni.

 
Heimkoma:
Víkingar á heim leið úr víking ferðast meðfram ströndum Noregs. Þreyttir eftir ferðina bíða þeir eftir að komast heim. Óvænt uppákoma byndur enda á von þeirra um kyrrláta heimkomu og þurfa þeir að taka á sínum stóra áður en að ferðinni líkur.
Stjórnandi: Óskar Freyr Hinriksson
Kerfi: Shadowrun 3rd ed. með smá heimalagfæringum.
Aldurstakmark: Ekkert
Reykingarpásur: Í samræmi við aðra spilara.


Star Wars D6
Kerfi: d6 west end games
Stjórnandi: Þorsteinn Mar
Aldurstakmark: 16 ára
Reykingapásur: Afar takmarkaðar
Fjöldi spilara: 6
Lýsing: Frést hefur að hið illa keisaraveldi hefur hafið smíði á risastórri geimstöð sem á að hafa það mikinn skotkraft að hún getur sprengt heila reikistjörnu í tætlur. Uppreisnarliðar reyna komast að því hvort sögusögnin á við rök að styðjast og hvað hægt sé að gera í því.
Ævintýrið gerist á milli episode 3 og 4 og spilarar leika uppreisnarliða sem rannsaka sögusagnir um the Death Star.