Eins og margir hafa tekið eftir, þá hafa tvær ólíkar fylkingar tekist töluvert á hérna á spunaspil að undanförnu. Rifist hefur verið um hvort sé betra rollplay eða roleplay, hvort min-maxarar geti spilað persónu osfrv. Mig langar til að koma með hugleiðingar mínar um þetta málefni, en frábið mér öll flamewar, trollskap og annað rugl. Þeir sem ætla að svara þessari grein eru vinsamlegast beðnir um að halda sig innan efnismarka hennar og vera málefnalegir í svörum.

Að mínu mati kemur þetta allt saman niður á einum hlut. Experience points. Því miður er kerfið hannað með það í huga að spilarar/persónur fá reynslustig sín út úr bardögum. Auðvitað eru til variant reglur sem bjóða upp á rp xp (50xlvl persónu skv. DMG) eða story xp (spilarar fá xp að loknum ákv. köflum í ævintýri eða fyrir að hafa náð ákv. marki).

Flestir að mér vitandi spila með það kerfi sem lagt er upp með í core bókunum, þ.e. að persónur fái reynslustig sín út úr bardögum. Þetta hefur það í för með sér að spilarar neyðast til að tryggja að persónur sínar séu tilbúnar að fást við EL sem er að amk. jafnt ef ekki tveimur lvl hærra en þeirra eigin lvl er. Sumar hetjur ráða jafnvel við EL sem er tvöfalt þeirra lvl. Í raun má því segja að kerfið kalli eftir því að persónur séu buffaðar svolítið upp, að spilarar þekki og eigi auðvelt með að setja saman feat compo, velji réttu skillin osfrv. Allt gengur út á að ná í reynslustig úr bardaga og maður fær víst fá stig ef maður er dauður. Nú skiptir allt í einu miklu meira máli að vera með góð save, gott AC, marga HP og góðan AB. Skillar skipta ekki jafn miklu máli, nema kannski tumble. Í AD&D voru ekki skillar, heldur proficiencies. Þá þurftu spilarar að safna upplýsingum í gegnum rp (ekkert gather info), þurftu að múta (ekkert diplomacy/bargain), þurftu að hóta (ekkert intimidate) og ljúga (ekkert bluff) í alvöru og reyna sannfæra stjórnandann, sem var þá í hlutverki npc'a. Upp úr þessu kom spuninn, ekki úr bardögum. Enda var bardagakerfið frekar gallað, þó auðvelt væri að læra á það.

Hvaða máli skiptir þá sagan ef reynslustigin felast í bardögum við skrýmsli? Sagan er þá ekki orðin annað en afsökun fyrir fleiri bardögum. Áhersla á persónusköpun er engan veginn sú hin sama. Áherslan felst í að ná í stigin og þar skiptir meira máli að vera hæfur í bardaga en að vera með ríka og djúpa persónugerð. Með þessu er ég ekki að segja að spilarar geti ekki gætt slíkar persónur lífi, heldur hvernig áherslan er frá kerfinu sjálfu. Sagan er að hverfa í einhvern endalaust djúpan pitt bardaga sem hafa oft á tíðum ekkert vægi í sögunni. Ég sakna sögunnar í mörgum af þeim ævintýrum sem hafa komið út nýlega, jafnvel gömlu góðu ævintýrin hafa verið uppfærð og gerð að einhverjum bardagahrúgum (hér undanskil ég Dragons of Autumn sem er að mínum dómi eitthvert besta D&D ævintýri sem hefur verið uppfært fyrir 3.5 úr AD&D). Kannski er þetta bara nostalgía í mér, en svona upplifi ég þetta bara.

Það er því ekki skrýtið að eldri spunaspilarar hlægi og geri jafnvel lítið úr reiknileikjum þeirra yngri. Þessi eltingarleikur við reynslustigin var ekki í AD&D, sælla minninga, heldur voru þau meira undir stjórnanda komin en í núverandi kerfi. Auk þess þá leveluðu clössin á mismunandi tímum, þurftu mismikið á milli lvl.

Mig langar þó að vekja athygli spilara á annari leið, sem er reyndar líka nefnd í DMG, til að gefa reynslustig. Story XP. Ég er að stjórna núna ævintýri sem leggur upp að þessi aðferð sé notuð. Ég lét mína spilara vita af þessu áður en við byrjuðum, þetta hafði gríðarlega mikil áhrif á persónusköpun sem og hvernig spilast hefur úr ævintýrinu. Það er ekki lengur jafn mikill tilgangur með bardögum og oftar en ekki reyna spilararnir að finna aðrar leiðir en endilega að hlaupa í hvern bardaga sem í boði er. Ég hvet stjórnendur til að kynna sér þetta til hlítar, því ég er viss um, að flestir geti nýtt sér þetta að einhverju leyti.