Helgina 5.-6. febrúar verður haldið spilamót í spilasal Hugleikjafélags Reykjavíkur. Spiluð verða 2 tímabil, húsið opnar um kl. 14 en fyrra tímabil hefst um kl. 15:30 og stendur til miðnættis. Þá tekur við seinna tímabil, þar sem áhersla er lögð á hrollvekjur.

Það kostar 1500 kr. að taka þátt á mótinu, en félagsmenn fá 1000 kr. afslátt af gjaldinu. Hægt er að fræðast um þau borð sem í boði er með því að skoða heimasíðu Hugleikjafélags Reykjavíkur http://hugleikjafelagid.wordpress.com/dagskra/spunaspilamot-5-6-februar/