Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Deildin í sumar

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 12 mánuðum
KR vinnur deildina örugglega, því eins og einhver sagði svo eftirminnilega: Lið sem getur sent annan flokk gegn meistaraflokksliði og unnið hlýtur að vera ósigrandi. Fylkismenn og Grindvíkingar raða sér í næstu sætin, en Reykjavíkurstórveldin FYRRVERANDI, Fram og Valur munu verða skilin fljótlega eftir á botni deildarinnar.

Re: Breiðablik Reykjavíkurmeistari kvenna

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Ég biðst afsökunar á villu, Blikarnir urðu að sjálfsögðu deildarbikarmeistarar en ekki Reykjavíkurmeistarar.

Re: EKKI stela myndum af KR.is!!!

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Já, þeim er eitthvað illa við að verið sé að taka myndir af þeirra síðu. visir.is var meira að segja að stela myndum þaðan, bara verið að leggja kr.is í einelti!

Re: Sigurður ekki með FH gegn ÍA

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Þetta er mikill missir fyrir FH-inga og þeir verða örugglega í basli í upphafi móts.

Re: Fréttir af Grindavík

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Einhver verður að hlaupa í skarðið fyrst að Grindvíkingar vilja ekki sjálfir skrifa greinar um þetta. Og hvaða miðil er betra að lesa en Morgunblaðið???

Re: Liverpool bikarmeistari!!!!

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Seinni hálfleikur var frábær skemmtun og Owen fór algerlega á kostum.

Re: Neðsta sæti í Eurovision

í Deiglan fyrir 23 árum
Ég var alveg viss um það fyrir keppni að þetta yrði ekki lag sem fók ætti eftir að muna eftir þegar að kosningunni kæmi. Og sú varð raunin. Mér fannst danska lagið skemmtilegast af þessu og Eistar voru líka ágætir, að mínu mati.

Re: Meðalaldur.

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Það hefur hingað til ekki skipt nein lið neinu máli, þetta Reykjavíkurmót. Þetta eru bara æfingaleikir sem öllum er alveg sama um hvernig fara.

Re: Spáin. (Mín)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Það er rétt hjá þér að það séu ekki allir sammála þessu og ég er einn af þeim. Þetta er mín spá: 1. KR 2. Fylkir 3. ÍA 4. Grindavík 5. ÍBV 6. Keflavík 7. FH 8. Breiðablik 9. Fram 10. Valur (Setti þessa spá á korkinn um daginn)

Re: Fylkis og ÍBV síður að fæðast...

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Það er ekki enn hægt að senda inn greinar eða skoðanakannanir. Ég er sem fyrr alfarið á móti þessu og skora á hugara að sækja ekkert þessa vefi, þó svo að ekkert verði úr því..

Re: Spá fyrir mótið

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Ég held að það sé mjög ólíklegt að Keflvíkingar falli í ár, með þann mannskap sem þeir eru með. Ég held að Fram verði meðal 1. deildarliða á næsta ári, en ef Fram fellur ekki með Val þá verður það Breiðablik. Keflvíkingar tel ég að verði um miðbik deildarinnar.

Re: Valur - Fylkir í kvöld kl.20

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Mér er alveg nákvæmlega sama um þetta Reykjavíkurmót. Ég held að almennur áhugi sé mun meiri hvað deildarbikarinn varðar og því þætti mér fáránlegt að spila úrslitaleik þeirrar keppni á gervigrasi en úrslitaleik Reykjavíkurmótsins við betri aðstæður.

Re: Draumaliðsleikur DV hafinn

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Þótt ég væri Framari væri ég ekki með neinn þess félags í liðinu mínu. Framarar eru ekki með hóp til að gera neitt í sumar og ég spái þeim falli. Ég er með einn FH-ing í mínu liði, þrjá KR-inga, tvo Fylkismenn, tvo Eyjamenn, einn Skagamann, einn Keflvíking (Gunnleifur) og einn Blika.

Re: Heimasíður félaganna í efstu deild

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Þessar síður nægja mér alveg. Ég er alfarið á móti því að koma upp síðum fyrir öll félögin hér á hugi.is

Re: Valur og Bolton KR fær Skota

í Knattspyrna fyrir 23 árum
David Winnie, skoski varnarmaðurinn hjá KR segist þekkja til Sweeney og segir hann geta nýst KR-ingum vel í sumar. Sweeney mun leika tvo æfingaleiki með KR í þessari viku.

Re: Fylkismenn fá liðsstyrk

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Auðvitað sá ég þessa grein í Mogganum en ég las hana og skrifaði svo sjálfstætt og með breyttu orðalagi síðar.

Re: 2. flokkur KR sigrar FH og tekur deildarbikarinn

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Við KR-ingar megum þakka Kristjáni Finnbogasyni sigurinn. Hann varði alla skothríðina sem á hann dundi og skoraði meira að segja fyrir okkur í vítaspyrnukeppninni.

Re: Valur Reykjavíkurmeistari kvenna

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Þetta Reykjavíkurmót hefur eiginlega farið algerlega fram hjá manni, ég sá eitthvað smá um þetta á kr.is, en það er ekkert talað um þeitta í fjölmiðlunum. Liðin virðast heldur ekki taka þessu alvarlegar en aðrir.

Re: Neitar KR að spila á gervigrasinu?

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Þið eruð nú á flæðiskeri stödd, í bókstaflegri merkingu þarna í Eyjum, en burt séð frá því, þá byrjar meistaraflokkur KR að æfa á grasi á morgun. Hér við KR-heimilið höfum við þrjá grasvelli og einn malarvöll auk lítils gervigrasvallar, sem hlotið hefur viðurnefnið “frímerkið” kannski ekki að ástæðulausu.

Neitar KR að spila á gervigrasinu?

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Völlurinn í Eyjum hefur ávallt komið frábærlega undan vetri. Vallarmeistarinn þar er sagður bera eitthvert “leyniefni” á hann og hefur margsinnis verið reynt að komast að leyndarmáli hans, en ekki tekist (enn þá).

Re: Léttismenn sigruðu KR-inga

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Það er ekki rétt að aðeins þrír hafi ekki leikið með meistaraflokki, heldur voru þeir einnig átta. Þetta voru sextán manna lið, en ég veit svosem ekki hversu margir voru inná hversu stóran hluta leiks. KR-ingar voru einum fleiri frá 19. mínútu.

Re: Vantar góð áhorfendasvæði

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Hjá Fylki er einungis brekka sem áhorfendur eru í, en til stendur að bæta það. Mér finnst aðstaðan á Keflavíkurvelli ekki með verstu völlunum, þeir hafa nú stúku, þó svo að hún sé ekki upp á marga fiska. Hjá Blikum eru aðstæður ágætar, þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. Uppi á Skaga eru góðar aðstæður (a.m.k. sjávarmegin), en ég hef aldrei orðið fyrir neinum verulegum truflunum vegna lélegra aðstæðna á völlum landsins, þetta eru yfirleitt svo fáir sem sækja þessa leiki.

Re: Svart/hvítur úrslitaleikur

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Ég mun mæta á völlinn (í Laugardalinn) og hvetja mína menn, KR-inga, til dáða. Hlutlaust held ég að KR-ingar ættu nú að vinna Fimleikafélagið.

Re: Heimasíður félaganna á Huga

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Ég er sammála Keeper, ég tel það algerlega óþarft að stofna sér síður fyrir hvert einasta félag, þetta er fínt eins og það er.

Re: KR eru aumingjar

í Knattspyrna fyrir 23 árum
KR og Fylkir eigast auðvitað einnig við síðar í sumar og þá í Vesturbænum. Verið er að tala um að spila fyrsta leikinn í Mosfellsbæ, vegna þess að Fylkisvöllurinn er ekki orðinn nægilega góður.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok