Blikar urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar kvenna í knattspyrnu, er þær lögðu Val, 4:2 eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan jöfn, eitt mark gegn einu. Í vítaspyrnukeppninn fór mikið fyrir Þóru Björgu Helgadóttur, markverði Blika, en hún varði tvær spyrnur Vals auk þess að skora úr einni fyrir Blika. Það var Margrét Ákadóttir sem kom Breiðablik yfir í leiknum en Dóra Stefánsdóttir jafnaði fyrir Val eftir að hafa komið inná sem varamaður.