2. flokkur KR sigrar FH og tekur deildarbikarinn KR og FH mættust í kvöld á gervigrasvellinum í Laugardal. KRingar höfðu mótmælt því að spila á gervigrasinu og vildu fá að spila á alvöru grasvelli. KSÍ tók ekki vel í þá beiðni og ákvað að leikurinn skyldi fara fram á gervigrasinu.
KR mætti með sérkennilegt lið á völlinn. Úr 1. deildarliði KR mátti þekkja 3 kappa, þá Gunnar Einars, Kristján Finnboga og Arnar Jón, restin af leikmönnum KR eru leikmenn sem spila með 2. flokki.

Þá að leiknum.

Smá hik og reiðileysi var á leik KR fyrstu 10 mín og hefðu FHingar átt að komast yfir á þeim tíma. David Winnie aðstoðarþjálfari KR kvatti sína menn óspart áfram í vörninni og má segja að Gunnar Einars hafi skellt vörninni saman við það. FH var mun sterkari aðilinn í þessum leik og það er einungis stórkostlegri markvörslu Kristjáns Finnbogasonar í marki KR að FH náði ekki að koma boltanum inn. Logi Ólafsson gerði 3 breytingar á liði sínu og sú áhrifamesta var þegar Jón Gunnar Gunnarsson kom inná og hleypti nýju lífi í frekar bragðlausan sóknarleik FHinga. Kristján varði með tilþrifrum aftur og aftur og hélt aftur af sprækum sóknarmönnum FH.
0-0 að loknum venjulegum leiktíma og höfðu 2. flokks mennirnir í KR haldið aftur af meistaraflokki FH með ótrúlegum hætti. Í framlengingu var FH mun meira með boltan og oft mátti litlu muna að boltin læki inn í markið hjá Kristjáni Finnboga eins og svo oft áður í leiknum. Strákanir náðu að halda markalausu út framlenginguna og því var komið að vítaspyrnukeppni.
KR sigraði í henni með 5 mörkum gegn 4 mörkum FHinga og því er KR deildarbikarmeistari þetta árið. Frábær framistaða hjá 2.flokki og þeim Gunnari, Arnari og Kristjáni.

Til hamingju KR vonandi er þetta bara upphafið að frábæru summri.