Valskonur urðu í gærkveldi Reykjavíkurmeistarar þegar þær sigruðu KR 4-1 í úrslitaleik. Það var fyrst og fremst góð liðssamvinna sem skóp þennan sigur, en Valsliðið yfirspilaði KR-ingana í síðari hálfleik. KR komst yfir á 11. mínútu með fallegu marki Ásdísar Þorgilsdóttur en Valsstúlkur skoruðu sín mörk á síðasta hálftímanum. Ásgerður Ingibergsdóttir skoraði 2 mörk en hin mörkin skoruðu þær Dóra Stefánsdóttir og Linda Persson. Þessi tólfti sigur kvennaliðsins á Reykjavíkurmótinu er kærkomin afmælisgjöf til félagsins á afmælisárinu en Valur verður 90 ára á föstudaginn.

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts mfl. karla fer fram á Þriðjudagskvöld kl.20 á Gervigrasinu í Laugardal.
Valur - Fylkir