Jæja þá hafa atkvæðin verið talin og Eistar sitja uppi sem sigurvegarar. Á hinum pólnum sitjum við Íslendingar ásamt frændum vorum Norðmönnum í seinnasta sæti. Það voru 23 þjóðir sem að tóku þátt að þessu sinni og því er þessi árangur nú sá allra lélegasti fyrir Ísland frá því að þátttaka okkar í þessari keppni hófst. Páll Óskar lenti “bara” í 22. sæti á sínum tíma.
Það voru frændþjóðir okkar Noregur og Danmörk sem að gáfu Íslandi stig. Noregur 1 stig og Danmörk 2. Það er því ljóst að Íslendingar taka ekki þátt í keppninni að ári sem haldin verður í Eistlandi. Við þurfum að sitja hjá (aftur). Það er kannski sigur í sjálfu sér?

Two Tricky til hamingju með þennan árangur, þó að hinar þjóðirnar sáu ekki snilli ykkar þá gerum við það hérna heima. Hjá mér fáiði 12 stig. Ég get ekki beðið eftir breiðskífu hópsins.
Ég er farinn að hella í mig.

ÁFRAM ÍSLAND!!!

Xavie