Nú er aðeins ein vika þangað til að deildakeppnin byrjar og er deildarbikarinn búinn, en þar vann KR eftir vítaspyrnukeppni FH.
Ég hef ákveðið að birta spá um hvernig liðunum á eftir að ganga í sumar og er ég búinn að setja mikið og spá í þessu. Þannig lítur hún út:

1. KR
2. Grindavík
3. ÍA
4. Fram
5. Breiðablik
6. Fylkir
7. ÍBV
8. FH
9. Keflavík
10. Valur

Baráttan um titilin á eftir að verða hörð í sumar þar sem sennilega KR, Grindavík, ÍA og Fram eiga eftir að berjast. En mín spá er sú að KR taki titilinn því þeir eru einfaldlega bestir. Það sást best í deildarbikarnum þegar þeir unnu og voru nánast flestir úr 2. flokki. Grindavík eru mjög öflugir og í staðinn fyrir að fagna veru sinni í deildinni í síðustu umferðini eins og sem oft áður eiga þeir kannski eftir að fagna einhverju öðru.
Hin liðin eiga sennilega eftir að vera að ströggla. Breiðablik og Fylkir verða sennilega alltaf skrefinu framar en hin liðin og slepa því við fall en ÍBV, FH, KEflavík og Valur eiga eftir að vera berjast við falldrauginn.
Það eru kannski ekki allir sammála mér í þessu en ég sat lengi yfir þessu og taldi þetta vera líklegast.