KR og Léttir áttust við í Reykjavíkurmótinu í dag og þótt ótrúlegt sé, unnu Léttismenn. Leikurinn fór 3:5. Skýringin á tapi KR er sú að þeir tefldu fram leikmönnum annars flokks, en átta leikmannanna höfðu spilað áður með meistaraflokki. Einn þeirra, Egill Atlason, skoraði tvö marka KR en það þriðja skoraði Kristinn Magnússon. Með þessum þremur mörkum jöfðnuðu KR-ingar leikinn, en Léttismenn höfðu komist í 3:0 á fyrstu 40 mínútunum. Í síðari hálfleik gerðu Léttismenn tvö mörk í viðbót og unnu leikinn með fimm mörkum gegn þremur.
Þá ber að geta þess að KR vann ÍBV, 5:3 í meistaraflokki kvenna, Reykjavíkurmótinu.