Meðalaldur. *Fann þetta á valur.is

Til gamans
Í umsögn DV um leik Vals og KR í Reykjavíkurmóti kvenna var hægt að lesa að KR liðið hefði verið alveg sérstaklega ungt. Þar sem þetta kom mörgum á óvart var farið útí útreikninga og varð niðurstaðan eftirfarandi:
Meðalaldur KR liðsins sem tók þátt í Reykjavíkurmótinu var rúmlega 246 mánuðir (20,5 ár), en Valsliðsins tæpir 246 mánuðir (20,4 ár).

Meðalaldur byrjunarliðs KR í úrslitaleiknum var 250 mánuðir (20,9 ár), en Valsliðsins 254 mánuðir (21,1 ár).

Þetta er svona meira til gamans, en sýnir samt að stundum skrifa fjölmiðlar meira út frá tilfinningu en staðreyndum :)