Myndir á heimasíðu KR hafa verið notaðar í heimildarleysi á öðrum netmiðlum. Fjórar myndir hafa verið notaðar á hugi.is. Netmiðillinn hefur ekki heimild fyrir birtingu myndanna. Að sögn KR.is þá er framkoma fyrirtækisin gagnvart heimasíðu KR ekki ásættanleg og er verið að kanna lögfræðilega hlið þessa máls.

Þeir sem hafa áhuga á að nota myndir af síðunni eiga að hafa samband við umsjónarmann heimasíðunnar.

Þessar upplýsingar fann ég á www.kr.is (Vona að ég megi nota þær!)