Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

sigzi
sigzi Notandi frá fornöld Karlmaður
4.314 stig

Teaser fyrir Matrix framhöldin er kominn! (21 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég veit að þetta er ekki mjög merkileg grein en það mikilvægt að ég varð að senda þetta inn. Loksins er kominn teaser trailer fyrir væntanlegu stórmyndirnar The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions! Til þess að geta spilað teaserinn þurfið þið Quicktime. Ef þið eruð ekki með Quicktime getið þið nálgast Quicktime 5 <a href="http://www.apple.com/quicktime/download/“>hérna</a>. THE MATRIX RELOADED & THE MATRIX REVOLUTIONS - <a href=”http://progressive.stream.aol.com/wbonline/reloa...

Terminator 2: Judgement Day (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Svona í tilefni þess að T3 er í tökum ætla ég að skrifa hérna smá grein um fyrri myndina, Terminator 2: Judgement Day. Hún er ein besta mynd sem ég hef séð og langbesta hasar- og spennumyndin mín. Þeir Arnold og Cameron geta einfaldlega ekki klikkað þegar þeir eru saman. Það er allt fullkomið við myndina, frábær hasar, góð tónlist, fínn leikur, brautryðjandi tæknibrellur (á þeim tíma) og síðast en ekki síst, T-1000. Terminator 2 er framhald af vinsælli kvikmynd frá ’84, The Terminator þar...

Arnold og Mostow ræða nánar um Terminator 3 !!! (11 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það var verið að taka upp atriði í. Við erum í kirkjugarði, reyndar eru blóm og sólskin þar en einnig legsteinar, byssukúlur og sprengingar. Í þessu atriði brýst T-800 (Schwarzenegger) í gegnum glermálverk með líkkistu á öxlunum. Dáldið fyrr í atriðinu þá voru John Connor (Nick Stahl) og T-800 að heimasækja hvelfinguna þar sem Sarah Connor (mamma John) er grafin. Þá koma sérsveitarmenn og byrja að skjóta og þá þarf T-800 að flytja kistuna á meðan hann skýtur í gríðarlegri vélbyssu. Hellingur...

Back to the Future í DVD pakka (21 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Aðdáendur trílogíunnar Back to the Future geta farið að fagna því talsmaður Columbia Pictures lýsti yfir aukaefninu og sagði hvenær pakkinn myndi koma út. Nákvæmar dagsetningar komu ekki en pakkinn er áætlaður að koma út í september á þessu ári. Öll ríki í Bretlandi munu gefa út pakkann ásamt öllum þremur myndunum og líka fyrstu myndina sér á DVD en hin tvö framhöldin verða ekki gefin út sér á DVD. Engin af myndunum hefur verið gefin út á DVD áður. Það er ekki hægt að segja þetta án þess að...

Brad Pitt (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Grænmetisætan Brad Pitt er einn eftirsóttasti maðurinn í heiminum í dag og er búinn að vera það lengi. Ferill hans byrjaði hægt á 10. áratugnum og var rétt að nást á almennilegt flug núna fyrir nokkrum árum. Brad hefur sýnt að hann er ekki bara fallegi strákurinn heldur er hann fallegi strákurinn með leikhæfileikana. Með myndum eins og Se7en, Twelve Monkeys, Fight Club og Seven Years In Tibet sannar hann að hann getur vel leikið.. og það vel. Rétta nafn Pitt’s er William Bradley Pitt. Brad...

Russell Crowe (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Leikarinn Russell Crowe sem kom sá og sigraði með kvikmyndinni Gladiator árið 2000 er búinn að vera gera það mjög gott undanfarið. Á stuttum tíma er hann orðinn einn launahæsti leikari í heimi en hann fær núna $20 milljónir fyrir mynd. Crowe hefur leikið í mörgum góðum myndum og ber þá helst á myndunum Romer Stomper, L.A. Confidential, The Insider, Gladiator og A Beautiful Mind. Russell fæddist 7. april 1964 á Nýja-Sjálandi en ekki Ástralíu eins og flestir halda. Þegar Crowe var aðeins...

Sean Connery (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Sean Connery, einn af frægustu leikurum okkar tíma. Þekktastur fyrir hlutverk sín sem njósnari hennar hátignar, James Bond. Hefur hann þó leikið í mörgum öðrum frægum myndum eins og Highlander og The Untouchables. Sean fæddist 25. ágúst 1930 til fátækra en duglegra og heiðarlegra foreldra. Pabbi Sean’s vann sem vörubílstjóri. Sean á einn bróðir, Neil Connery. Sean entist ekki lengi í skóla, hann hætti 13 ára gamall. Eftir það gekk hann í Konunglega sjóherinn en varð að hætta útaf magaverkjum...

Robert De Niro (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Þegar maður hugsar um nafnið Robert De Niro kemur aðeins eitt orð upp í hugann á manni, ‘snillingur’. Feiminn í æsku, gengismeðlimur á unglingsárum og stjórstjarna á seinni árum. Miðað við feril Robert De Niro hefur hann margoft sannað hversu frábær leikari hann er. Þekktastur fyrir að leika vonda gaura, sérstaklega í mafíunni þá. En þó hefur hann sýnt að önnur hlutverk ss. Í gamanmyndum er ekkert mál fyrir hann. Það mætti segja að þegar Robert De Niro fæddist árið 1943, þann 17. ágúst hafi...

Braveheart (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Myndin fjallar um þjóðhetjuna William Wallace og baráttu hans um frelsi. Eftir að eiginkona Wallace’s er myrt byrja hefndaraðgerðir hans fljótlega að snúast um frelsi land síns, Skotlands. Það hafa verið gerðar margar stríðsmyndir en það er óhætt að segja að Braveheart sé með þeim bestu. Önnur myndin sem Mel Gibson leikstýrir, hin myndin var The Man Without A Face. Og verð ég að segja að Braveheart er bara mjög vel heppnuð mynd. Góðir leikarar, frábær tónlist, einstakar orrustur og margt...

We Were Soldiers - Gagnrýni (34 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég fór á frumsýningu myndarinnar í Smárabíói í gær, og var það fámennasta frumsýning sem ég hef séð, heilir tveir á myndinni og þar er ég talinn með. Stríðsmyndunum rignir yfir Hollywood og er enn ein stríðsmyndin komin. Og ein væntanleg, Windtalkers með Nicholas Cage í aðalhlutverki. John Woo leikstýrir. We Were Soldiers er skrifuð af Randall Wallace, sá sami og skrifaði Braveheart og Pearl Harbor. Þess vegna telst það stórt skref niður á við þegar hann gerði Pearl Harbor handritið. We Were...

William Dafoe (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Maðurinn sem er þekktur fyrir krefjandi og ögrandi hlutverk, leikarinn hefur leikið Jesús Krist, vampíru, hassreykjandi liðþjálfann og mikið fleira af minnistæðum hlutverkum. Dafoe er 47 ára í dag og fæddist þá 1955 þann 22. júlí. Fór hann 17 ára að aldri í Háskólann í Wisconsin. En hann náði ekki að útskrifast, því hann tók þátt í klámmyndagerð innan skólans og varð það til þess að hann varð rekinn úr skólanum. Seinna gekk Dafoe í leiklistarhópinn Theatre X. Svo eftir töluverð ferðalög útum...

Hollow Man (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Conceptið í Hollow Man er nokkuð sniðugt, ef maður er ósýnilegur þá getur maður allt, enginn sér mann, enginn getur náð manni og maður getur auðveldlega orðið valdasjúkur. Maður myndi freistast til að fara inní kvennaklefann í Árbæjarlauginni og svona. En þetta er orðið svo auðvelt allt að maður gæti auðveldlega farið útí öfgar með svona hæfileika. Sebastian Caine er á launum hjá Ríkinu til að hanna lyf sem gerir fólk ósýnilegt ásamt starfsmönnum sínum, aðalega ELISABETH SHUE. Lyfið á að...

Fight Club (25 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Leikstýrð af David Fincher, einum áhugaverðasta leikstjóra síðustu ára. Hann á frábærar myndir að baki ss. Alien3, The Game, Se7en og fleiri. Næsta mynd hans sem kemur í bíó á næstunni er trillirinn Panic Room. Með aðalhlutverk fara þar Jodie Foster og Jared Leto, sem lék einnig í Fight Club eða ljóshærði gaurinn sem Edward Norton lamdi alveg í klessu. Með aðalhlutverk í Fight Club fara Edward Norton, Brad Pitt og Helena Bonham Carter. Fight Club fjallar um Jack (Norton). Jack á við mjög...

Skylmingarþrælar (20 álit)

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þú ert staddur í Colloseum, stærsta hringleikahúsi í Róm, fimmtíuþúsund áhorfendur eru í kringum þig, öskrandi og æpandi, inná völlinn kemur annar maður svipaður og þú. Þið berjist báðir hetjulega en að lokum nærðu að fella andstæðinginn, hann er vopnlaus og getur ekki barist meira. Blóðþyrstir áhorfendur öskra á þig “Drepa, drepa, drepa” þú lítur á keisarann og hann beinir þumalputtanum niður, þú lítur niður á vesælt andlit andstæðingsins og veitir honum banahöggið. Þetta er hlutverk þitt,...

The Silence of the Lambs (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ein allra besta kvikmynd sögunnar er án efa Silence of the Lambs. Hún er meðal tveggja annara kvikmynda sem eru þær einu sem hafa hlotið alla fimm helsu óskarana, Besta myndin, besta leikstjórn, besti leikari, besta leikkona og besta handritið. Þær myndir sem hafa líka fengið þessa Óskarar eru ‘It Happend One Night’ og ‘One Flew over the Cuccos Nest’. Clarice Starling er lærlingur hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI (Federal Bueru of Investigation). Hrottalegur morðingi sem er kallaður...

What's Eating Gilbert Grape? (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Myndin er byggð á sögu Peter Hedges og er um Gilbert Grape (Johnny Depp) sem er einangraður í smábæ í Endora og fjölskyldu hans. Bróðir hans Arnie er þroskaheftur (leikinn af Leonardo DiCaprio), mamma hans er alltof feit og hefur ekki farið úr húsi síðan maður hennar hengdi sig i kjallaranum og systir hans er á gelgjuskeiðinu. Alla ævi sína hefur Gilbert þurft að sjá um fjölskyldu sina, sækja Gilbert úr einhvers konar turni, sem bróðir hans lofar alltaf þegar Gilbert sækir hann að klifra...

Lord of the Rings sigurvegarinn á BAFTA (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
The Lord of the Rings stóð uppi sem aðalsigurvegarinn á BATFA (British Academy Film Awars) verðlaunahátíðinni í Bretlandi. Verðlaunin voru veitt rétt í þessu. Lord of the Rings vann samtals 5 verðlaun, besta myndin, besti leikstjórinn, bestu tæknibrellurnar, besta förðunin og kvikmynd ársins að mati ‘fólksins’. Moulin Rouge fékk samtals 3 verðlaun, bestu kvikmyndatónlistina, besta hljóðið og besti leikari í aukahlutverki, Jim Broadbent. A Beautiful Mind fékk bara 2 verðlaun, besti leikari í...

Showtime (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þá er enn ein myndin með Robert De Niro að koma. Síðasta myndin sem hann tók að sér var hin stórgóða 15 minutes. Miðað við söguþráðinn þá minnir myndin mig mjög mikið á hana. Robert deNiro leikur Mitch Preston, löggu sem talar ekki mikið en lætur frekar verkin tala og vill sérstaklega vinna einn. Sama sagan er ekki að segja um Trey Sellars (Eddie Murphy). Trey er frekar svekktur leikari sem eyðir deginum í smá vasaþjófnað en á kvöldin æfir hann línurnar sínar fyrir framan spegil. Eitt sinn...

Black Hawk Down (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
3. október, 1993 biðu Bandaríkjamenn sinn mesta ósigur síðan Víetnam. 123 bandarískir hermenn, “The Rangers”, voru sendir í leiðangur til Mogadishu. Markmið ferðarinnar var að handsama tvo Sómalíska hryðjuverkamenn. Verkefnið átti að taka u.þ.b. eina klst en allt fór úr böndunum, ein þyrlan þeirra, Svarthaukur, varð fyrir skoti og féll til jarðar. Þar sem aðalinntak þessa liðssveitar er að skilja ekki við neinn félaga sinn, hvort sem hann er dáinn eða lifandi þá breyttist verkefnið úr að...

Hindberjaverðlaunin (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég ætla aðeins að segja frá Hindberjaverðlaununum eða The Golden Raspberry verðlaununum. Flestir vita að verðlaun eru oftast veitt fyrir besta árangurinn en þessi verðlaun ganga ekki útá það. Hindberjaverðlaunin ganga útá það að finna langverstu frammistöðuna, myndina og flest sem tengist því. En ég ætla ekki að blaðra mikið lengur, heldur kemur hér hvaða myndir hljóta þann vafasama heiður að fá þessar tilnefningar. Versta myndin - Driven - Freddy got Fingered - Glitter - Pearl Harbor - 3000...

SAG verðlaunin (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Besti leikari í aðalhlutverki -Russell Crowe, A Beautiful Mind -Kevin Kline, Life as a House -Sean Penn, I Am Sam -Denzel Washington, Training Day -Tom Wilkinson, In the Bedroom Besta leikkona í aðalhlutverki -Halle Berry, Monster's Ball -Jennifer Connelly, A Beautiful Mind -Judi Dench, Iris -Sissy Spacek, In the Bedroom -Renée Zellweger, Bridget Jones's Diary Besti leikari í aukahlutverki -Jim Broadbent, Iris -Hayden Christensen, Life as a House -Ethan Hawke, Training Day -Ben Kingsley,...

Sir Ian McKellen (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Á litlum smábæ í Norður-Englandi árið 1939, 25. maí klukkan hálfníu fæddist Ian Murray McKellen. Ian á eina systur sem er 5 árum eldri en hann, hún heitir Jean. Foreldrar hans hétu Dennis og Margery. Faðir hans vann sem verkfræðingur. Seinna meir flutti móðir hans til Wigan, sem er aðeins stærri bær en sá sem þau bjuggu í áður. Þau bjuggu í Wigan meðan seinni heimsstyrjöldin reið yfir. Þau hafa verið fyrir öllu búnin fyrst að Ian þurfti að sofa undir sprengiþolnu matarborði fyrstu ár ævi...

One Night at McCool's (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
One Night at McCool's Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart. Fyndin, margar skemmtilegar flækjur og litríkar persónur. Matt Dillon leikur Randy, hálfglataðan barþjón sem drekkur bjór úr drullusokki. Hann býr einbýlishúsi mömmu sinnar og það eina sem honum þykir vænt eru tvær snjókúlur. John Goodman leikur Dahlman, einmana rannsóknarlögreglumann. Paul Reiser leikur Carl, langskemmtilegustu persónuna í myndinni. Hann er ríkur og vel settur lögmaður en hefur samt ekki fundið (eins og margir í...

Uppáhaldsleikarar (65 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hverjir eru uppáhaldsleikararnir ykkar? 1. Robert De Niro * Hafiðið séð annan eins leik og og í Raging Bull? Hann tekur þessa persónu alveg í gegn og gerir hana svo trúverðugua að það hálfa væri alveg nóg. Hann setti líka met með þessari mynd um að þyngja sig, mesta þyngd sem hefur verið lögð á sig fyrir eina mynd. Mig minnir að það hafi verið eitthvað um 20-30 kg. 2. Ian McKellen * Þessi virti leikari brá sér í hlutverk gamla vitringsins Gandalf í hinni frábæru Lord of the Rings. Hlutverk...

The Postman (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Núorðið getur maður dæmt myndir fyrirfram ef Kevin Costner leikur í þeim, þær eru einfaldlega langflestar hundlélegar. Og þessi er ekki undantekning. Árið er 2020, heimurinn nýlagður í rúst eftir einhverja gereyðingu. Holnistarnir svokölluðu leiða hóp Betlehems (Will Patton) sem er blóðþyrstur hershöfðingi. Hungursneyð er náttúrlega daglegt ‘brauð’. Einn dag þegar hungrið sækir mest á fréttir Betlehem af einhverju ljóni og vill auðvitað fá það. Hann fær sjálfboðaliða (Costner) til þess að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok