Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

sigzi
sigzi Notandi frá fornöld Karlmaður
4.314 stig

Óskarinn 2003 (20 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Þá er 75. Óskarsverðlaunahátíðinni lokið og verð ég að segja að álit mitt á Akademíunni hækkaði örlítið við nokkrar afhendingar, sérstaklega þegar þeir ákvaðu að verðlauna Roman Polanski sem besta leikstjóra en fara ekki auðveldu leiðina og velja Rob Marshall sem besta leikstjóra. Þó fannst mér þeir ekki standa sig með að velja Chicago sem bestu myndina. Að venju fór snillingurinn Steve Martin á kostum og dró fram hvern snilldarbrandarann á eftir öðrum og fékk salinn til að öskra úr hlátri....

Óskarstilnefningar 2003 (88 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þá eru tilnefningar fyrir stærstu hátíð ársins komnar. Þar best hæst að nefna að söngvamyndin Chicago hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Akademíunni því hún hlaut alls 13 tilnefningar sem jafnast á við Fellowship of the Ring í fyrra en Two Towers fær ekki nema 6 tilnefningar í þetta sinn og fær eflaust ekki nema ein eða tvenn verðlaun. Nokkuð augljóst er hvaða mynd mun vinna, eða að mínu mati allavega, en ég held að Chicago muni fara sem sigurvegarinn af þessari hátíð sem verður haldin...

Hindberjaverðlaunin 2003 (39 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þá eru tilnefningar ‘eftirsóttustu’ kvikmyndaverðlauna ársins komnar í ljós. Það virðist sem mynd Britney Spears, Crossroads ætli að fara sem verst út úr þessu með alls 8 tilnefningar. Þá næst fylgir Star Wars Episode II og kvikmynd Guy Ritchie og Madonnu, Swept Away. En svona lítur listinn út. Versta myndin - Pluto Nash - Crossroads - Pinocchio - Star Wars: Episode II - Swept Away Versti leikarinn - Roberto Benigni - Pinocchio - Adriano Gianni – Swept Away - Eddie Murphy...

Peter O'Toole fær Heiðursóskarinn (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Einn mesti leikari allra tíma, sjálfur Peter O’Toole mun hljóta Heiðursverðlaunin þetta árið á Óskarsverðlaunahátíðinni. Það var líka kominn tími til, O’Toole hefur verið tilnefndur ekki sjaldnar en sjö sinnum en aldrei hefur hann fengið að fara heim með styttuna. Frægastur er hann fyrir hlutverk sitt sem T.E. Lawrence í epíska meistaraverkinu ‘Lawrence of Arabia’. Sú mynd færði honum sína fyrstu Óskarstilnefningu. Þær áttu eftir að fylgja í röðum en aðrar myndir sem...

Golden Globe 2003 (21 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Cecil B. DeMille verðlaunin hlaut Gene Hackman að þessu sinni en það var Harrison Ford sem fékk þennan heiður í fyrra. Ford var þó augljóslega mjög stressaður þegar komið var uppá svið. En svona fór verðlaunaafhendingin þetta árið Besta dramamyndin var The Hours Aðrar tilnefndar voru… About Schmidt Gangs of New York The Lord of the Rings: The Two Towers Besti leikarinn var Jack Nicholson - About Schmidt Aðrir tilnefndir voru… Adrien Brody - The Pianist Daniel Day-Lewis - Gangs of New York...

The Lord of the Rings: The Two Towers (32 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Núna þegar margir landsmenn hafa séð þessa stórmynd finnst mér ágætt að hefja aðra umræðu en umræðurnar sem snerust aðeins í kringum þessar forsýningar fyrir jól. Þá er ég loksins búinn að sjá annan hlutann í mestu kvikmyndatrilogíu allra tíma en ég ætla ólíkt öðrum ekki að kvarta undan óþægindum eða slíku, því það var ekki við neinu að kvarta. Ekki get ég sagt að þessi hluti, The Two Towers, sé síðri eða betri en fyrsti hlutinn, Fellowship of the Ring, því þær eru hálfólíkar á sinn hátt....

Golden Globe 2003 (22 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
60. árlegu Golden Globe verðlaunin verða afhent 19. janúar. - Besta myndin About Scmidt Gangs of New York The Hours The Lord of the Rings: The Two Towers The Pianit - Besta leikkona í aðalhlutverki Diane Lane – Unfaithful Julianne Moore – Far From Heaven Meryl Streep – The Hours Nicole Kidman – The Hours Salma Heyek – Frida - Besti leikari í aðalhlutverki Adrien Brody – The Pianist Daniel Day-Lewis – Gangs of New York Jack Nicholson – About Schmidt Lenonardo DiCaprio – Catch Me If You Can...

Lord of the Rings: The Two Towers (30 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum
Eins og áður er ég hérna með gagnrýni af ComingSoon.net en að þessu sinni er það stórmyndin Two Towers og er þessi gagnrýni sú fyrsta sem sést á netinu. <a href="http://www.comingsoon.net/cgi-bin/archive/fullne ws.cgi?newsid1038318469,57634,“>Gagnrýnin á ensku</a>. ATH. Þetta er brot af annari gagnrýni, hana má finna á síðunni hér til hliðar. ”Eitt orð sem tilkynnir mesta afrek myndarinnar, ‘Gollum’. Tilkomumesta notkun á CGI tæknibrellum sem sést hefur. Síðan eru tvö önnur orð sem standa...

Bestu illmennin (111 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Eitt það sem verður að vera í öllum spennu- hasarmyndum er góður vondur kall, þá meina ég vel leikinn en ekki góðan. Þið skiljið. Eitt það sem einkenndi tvær fyrstu Die Hard myndirnar var illmennið. Í fyrstu myndinni var illmennið eitt það besta sem ég hef séð en svo aftur á móti það leiðinlegasta í næstu mynd og dró það myndina niður. Ég ætla hérna að telja upp þau illmenni sem eru mér minnistæð en ekki í neinni sérstakri röð. Dr. Hannibal Lecter í Silence of the Lambs - Þarf að segja...

Road to Perdition (29 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Það hlýtur að vera draumur hvers leikstjóra að byrja eins vel og hann Sam Mendes eða leikstjóri Road to Perdition. Hans fyrsta leikstjóraverkefni var myndin American Beauty sem sló í gegn hér árið 1999. Hún fékk ekki aðeins gríðarlegt lof áhorfenda og gagnrýnenda heldur vann hún fimm Óskarsverðlaun, þ.ám. fyrir bestu myndina, besta leikstjórann og besta leikara, Kevin Spacey. Hún átti þetta allt vel skilið. Síðan var gaman að sjá hvað var næst á dagskrá hjá Mendes. Margir hafa líklega verið...

Robin Williams (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Einn allra frægasti og skemmtilegasti grínleikari okkar tíma er hann Robin Williams. Sérstaklega þekktur fyrir frábæran hæfileika á spunasviðinu. Robin McLaurus Williams fæddist í Chicago árið 1952, þann 12. júní. Pabbi hans, Robert, var framkvæmdastjóri Ford Motor Company og mamma hans, Laurie, var tískumódel. Þótt að foreldrar hans hafi átt nokkur börn úr fyrri hjónaböndum þá var Robin einkabarn. Hann hafði því mikinn tíma með sjálfum sér, þeim tíma eyddi hann mikið með því að leggja á...

Red Dragon (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hérna er ég með eina mjög jákvæða gagnrýni um prequel Silence of the Lambs, Red Dragon. Gagnrýnin er þýdd af <a href="http://www.comingsoon.net“>ComingSoon.net</a>. Myndinni er leikstýrt af leikstjóra Family Man og Rush Hour 1 & 2, Brett Ratner. Ég var ekkert mjög bjartsýnn á framhaldið en fór þó aðeins að birta þegar ég las að Anthony Hopkins myndi snúa aftur sem mannætan Dr. Lecter en varð þó enþá ánægðari þegar ég sá að ekki aðeins snillingurinn Edward Norton heldur líka bresku...

Uppáhaldsatriðin þín? (109 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Þar sem er ekki mikið líf á Kvikmyndir þessa dagana þannig að mér datt í hug að senda inn svona upptalningargrein þar sem allir geta sagt sína skoðun varðandi málefnið og talið upp sitt uppáhald. Allir eiga sér uppáhaldsatriði í kvikmyndum. Hérna á eftir langar mig að telja upp mörg atriði sem mér eru mjög minnistæð úr fjölmörgum bíómyndum sem ég hef séð. ***Stór Spoiler í flestum atriðum*** Ekki í neinni sérstakri röð, nema það fyrsta. * Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring - Þegar...

The Godfather; Part II (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Flestir kannast við að framhald er oftast eitthvað sem ætti ekki að vera gera. Stundum koma góð framhöld sem gera það gott. En stundum koma hræðileg framhöld með það eina markmið að græða peninga. En einu sinni kom framhald, The Godfather, Part II. Það var sko framhald í lagi. En að kalla það framhald er ekki alveg rétt, hún er bæði framhald og forhald (prequel) í einu. Hún gerist 10 árum seinna með Michael Corleone við völd og uppvaxtarár Don Vitos og leið hans til valda. Persónulega finnst...

The Godfather (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Einhver dáðasta kvikmynd allra tíma, The Godfather. Meistaverk Francis Ford Coppola er talin vera ein besta kvikmynda sögunnar að mati flestra gagnrýnenda. Margar frægustu setningar kvikmyndasögunnar eru eimmitt komnar úr Godfather. Ekki er hún aðeins ótrúlega vel gerð í alla staði, heldur er þvílíkur stjörnuleikur hjá hverjum leikara en þó sérstaklega þeim Marlon Brando og Al Pacino. Handritið bakvið myndina er skrifað af Francis Ford Coppola ásamt hjálp frá Mario Puzo sem var sjálfur...

Minority Report (56 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég er einn af þeim sem ekki fannst A.I. Artificial Intelligence góð og var því dáldið efasamur fyrst þegar ég heyrði um Minority Report. A.I. fannst mér alltof róleg og langdregin, svo gerðist ekkert merkilegt eða skemmtilegt í henni. En hvað um það, allt það sem A.I. er ekki, það er Minority Report! Hún er hröð, spennandi, fyndin, með frábæran söguþráð, pottþétta leikara, magnaða tónlist og Spielberg í toppformi! Hvað getur maður hugsanlega beðið um meira? Myndin gerist í framtíðinni, árið...

Oasis lendir í bílslysi (22 álit)

í Fræga fólkið fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Noel Gallagher, Andy Bell og Jay Darltington lentu í bílslysi þegar þeir voru í leigubíl sem klessti á annan bíl. Allir þrír voru sendir á spítala með sjúkrabíl þar sem þeir fengu meðferð við skurðum og sárum. Hljómborðsleikarinn Darltingon er með hendina í gifsti og Noel, sem var í framsætinu, hlaut mikla áverka á andliti og skurð af öryggisbelti. Enginn af þeim er nógu vel farinn til að halda áfram með tónleikana og er þeim skipað samkvæmt læknisráði að hvílast næstu tvo sólarhringana....

xXx (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Hérna fyrir neðan hef ég komið með þýðingu á mjög jákvæði gagnrýni um nýjustu mynd Vin Diesel’s, xXx. Hún virðist ætla fá fína dóma sem frábær hasarmynd og spennumynd. Enda hlaut að koma að því að Kanarnir myndu fara gera sína eigin James Bond mynd. Eins og áður með Signs greinina þá fæ ég þetta allt frá <a href="http://www.comingsoon.net“>ComingSoon.net</a>. Gagnrýnina má finna <a href=”http://www.comingsoon.net/reviews/xxx.php">hérna</a>. – Einkun = 8/10 Hópur fyrrverandi Sóvíethermanna...

Attack of the Clones DVD diskurinn (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Tveggja diska Episode II diskurinn verður fáanlegur í bæði fullscreen og anamorphic widescreen. Á báðum útgáfunum verður meira en 6 klst af aukaefni. Diskur 1 mun bjóða uppá Dolby 5.1 EX hljóðrás, lýsing frá leikstjóra/handritshöfundi George Lucas í fullri lengd, einnig verður lýsing frá framleiðanda Rick McCallum, hljóðhönnuði Ben Burtt, Industrial Light + Magic leikstjóra teikningar Rob Coleman og ILM yfirmenn tækibrella Pablo Helman, John Knoll og Ben Show. Seinni diskurinn er hlaðinn...

DVD útgáfur næstu mánuði (19 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Hérna hef ég safnað saman helstu útgáfum næstu mánuðina á DVD. Þeir sem safna mikið af myndum ættu að finna einhverjar myndir til að bæta við í safnið þegar þar að kemur. ATH. Allar dagsetningar eiga við R1 útgáfur eða útgáfur í Bandaríkjunum og Kanada. 6. ágúst - Hot Shots! - Hot Shots! Part Deux - The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring - The Simpsons: The Complete Second Season - Star Trek II: The Wrath of Khan (Director's Edition) 13. ágúst - The Accidental Spy - The Alec...

Fyrsta Signs gagnrýnin (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þessi gagnrýni er þýðing af <a href="http://www.comingsoon.net“>ComingSoon</a> og má finna hana <a href=”http://www.comingsoon.net/reviews/signsb.php">hérna</a>. – Einkun: 9/10 <b>Það sem virkaði:</b> M. Night Shyamala hefur oft verið kallaður meistari spennumynda þegar kemur að leikstjórn og handritsskriftum. Ef eitthvað er, þá sannar hann það enn betur með Signs. Allt frá tónlistinni, myndatökunni, hljóðbrellunum og handritinu er magnþrungið. Ég var alla myndina á sætarbrúninni meðan ég sá...

The Terminator (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Arnold Schwarzenegger og leikstjórinn James Cameron þóttu nú ekki stórir í Hollywood áður en Terminator kom til sögunnar árið 1984. Svokölluð ‘low-budget’ mynd eða mynd sem er gerð með litlum pening og frekar takmörkuð. Upprunalega hugmyndin var seld eiginkonu Jim Cameron’s, Gale Ann á lítinn $1. Kostaði ‘ekki nema’ tæpar $7 milljónir dollara að gera, eða 600 milljónir króna, sem telst mjög lítið. Arnold kom ekki fyrst upp í huga Cameron’s þegar átti að taka Tortímandann sjálfan fyrir,...

Se7en (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ofát. Græðgi. Leti. Öfund. Reiði. Stolt. Losti. Af þeim myndum sem David Fincher hefur gert er þetta án efa sú besta. Það er allt svo vel heppnað í þessari mynd. Ég var ekki að horfa á hana í fyrsta sinn í kvöld en samt var ég alveg eins og þegar ég sá hana fyrst. Allt spilar saman í þessari mynd, leikurinn er frábær, tónlistin passar alveg við myndina og umhverfið, persónurnar frábærar og magnþrungin spenna í lofinu. Þeir Morgan Freeman og Brad Pitt eru hreint frábærir í hlutverkum sínum....

Speed (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hver man ekki eftir stórsmellinum Speed sem sló svo óvænt í gegn árið 1994? Frábær spennumynd sem hristi vel upp í bíóáhorfendum. Myndin skartar stjörnum eins og Keanu Reeves, Söndru Bullock (sem urðu stórstjörnur eftir þessa mynd) og hinum sígilda Dennis Hopper. Speed hefur verið líkt við Die Hard, “Die Hard on a Bus” hafa margir sagt enda er Speed spennu- og hasarmynd af bestu gerð. Hún kostaði ekki nema $30 milljónir í framleiðslu en halaði svo inn tæpum $300 milljónum og varð óvæntur...

Michael Jackson er varúlfur (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Konungur poppsins (og lýtaaðgerðana), Michael Jackson mun leika varúlf í sinni fyrstu mynd. Myndin verður kölluð “Wolfed”. Rick Baker. Förðunarmeistari sem hefur verið tilnefndur til 10 óskarsverðlauna og unnið 6 af þeim, þ.ám. fyrir The Grinch, MIB, Nutty Professor og An American Werewolf in London. Einnig bjó hann til “Thriller” myndbandið með Michael Jackson og búningana í Planet of the Apes ’01. Myndin, Wolfed, er byggð á lítið þekkri skáldsögu eftir Alexandre Dumas, The Wolf Leader....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok