Hollow Man Conceptið í Hollow Man er nokkuð sniðugt, ef maður er ósýnilegur þá getur maður allt, enginn sér mann, enginn getur náð manni og maður getur auðveldlega orðið valdasjúkur. Maður myndi freistast til að fara inní kvennaklefann í Árbæjarlauginni og svona. En þetta er orðið svo auðvelt allt að maður gæti auðveldlega farið útí öfgar með svona hæfileika.

Sebastian Caine er á launum hjá Ríkinu til að hanna lyf sem gerir fólk ósýnilegt ásamt starfsmönnum sínum, aðalega ELISABETH SHUE. Lyfið á að vera ný hernaðaraðferð sem gerir hermennina ósýnilega, þetta yrði auðvitað hin fullkomna aðferð til að vinna stríð. Caine virðist vera á góðri leið með að þróa lyfið, prófar það á górillu og allt virðist ganga eins og í sögu. Næsta dag ákveður Caine að prófa lyfið á sjálfum sér, starfsmönnum sínum ekki til mikils ánægju. Hann prófar lyfið á sér og verður ósýnilegur en þegar á að fara setja mótefnið á hann sem á að gera hann sýnilegan fer eitthvað úrskeðis, hann verður ekki sýnilegur heldur ennþá ósýnilegur. Caine verður þá að vera ósýnilegur á meðan samstarfsfélagar hans reyna að laga mótefnið. En smám saman meðan Caine er ósýnilegur verður hann valdasjúkari og bjálaðri. Hann nýtir sér þennan hæfileika aðalega á konum samt, brýst inn til nágrannakonu sinnar sem hann kíkti alltaf á þegar hann var sýnilegur og þar hefur hann líklega nauðgað henni þótt það hafi ekki sést mikið af atriðinu. Samstarfsfélagar hans verða smám saman varir við þessa breytingu við Caine og freista þess að fara og segja yfirvöldum frá þessu.. en það gerist ekki meðan Caine lifir.

Hugmyndin bakvið Hollow Man er mjög góð, en ekki nógu vel nýtt. Það mætti eiginlega segja að hún hafi byrjað vel en endað alveg hræðilega. Caine var farinn að verða meira og meira súpermenni því hann lifði hvað sem er af, ss. íkveikju í sér, rafmagnslost og fall niður á lyfu. Leikstjórinn bakvið Hollow Man er kannski líka ekkert svo alltof frábær, Paul Verhoven, maðurinn bakvið Starship Troopers, Basic Instict og eina af hötuðustu myndum allra tíma, Showgirls. Kevin Bacon stendur sig alveg vel sem brjálaði Sebastian Caine og Elisabeth Shue líka allt í lagi. Það sem stendur efst uppúr Hollow Man eru tæknibrellurnar, þær eru alveg ótrúlega flottar! Svona í heildina er þetta ágætis afþreying sem hefði getað orðið mikið betri en er því miður ekkert meira en það sem hún er. Þið sem ekki hafið séð Hollow Man þá er hún sýnd á Stöð 2 kvöld. Hollow Man fær **½ hjá mér.