William Dafoe Maðurinn sem er þekktur fyrir krefjandi og ögrandi hlutverk, leikarinn hefur leikið Jesús Krist, vampíru, hassreykjandi liðþjálfann og mikið fleira af minnistæðum hlutverkum. Dafoe er 47 ára í dag og fæddist þá 1955 þann 22. júlí. Fór hann 17 ára að aldri í Háskólann í Wisconsin. En hann náði ekki að útskrifast, því hann tók þátt í klámmyndagerð innan skólans og varð það til þess að hann varð rekinn úr skólanum. Seinna gekk Dafoe í leiklistarhópinn Theatre X. Svo eftir töluverð ferðalög útum Bandaríkin og Evrópu með hópnum flutti Dafoe til New York 22 ára og gekk í annan virtari leiklistarhóp þar, Wooster hópinn. Þar átti hann eftir að hitta núverandi konu sína, Elizabeth LeCompe. En þau kynni voru ekki góð til að byrja með, LeCompe vildi fyrst láta reka Dafoe úr einu leikriti og ráða annan leikara í staðinn. Það gleymdist fljótlega því í dag eiga þau son, Jack og eru ennþá saman.

Fyrsta kvikmyndin sem Dafoe lék í var ‘Heaven’s Gate’ mynd eftir Michael Cimino. En af einhverri heppni ákváðu framleiðendur myndarinnar að klippa allt sem tengdist Dafoe úr myndinni rétt áður en hún var gefin út. Þeir sögðu víst að þeir vildu hlífa honum við skömminni sem fylgdi við að leika í þessari mynd eða eitthvað slíkt. Seinni myndir voru myndir eins og ‘The Hunger’ árið ’93 og ‘Live and let Die’ árið ’85. Það var ekki fyrr en árið ’86 þegar Dafoe sló fyrst almennilega vel í gegn og það var þegar mynd Oliver Stone’s var sýnd, ‘Platoon’. Myndin færði Dafoe óskarstilnefningu og myndin sjálf vann sem Besta mynd og Stone bestu leikstjórn. Tveimur árum seinna lék Dafoe í einni af umdeildustu myndum allra tíma, ‘The Last Temptation of Christ’ leikstýrt af ekki ófrægari leikstjóra en sjálfum Martin Scorsese. Ári seinna lék hann í mynd með Tom Cruise, ‘Born on 4th of July’. Þar lék Dafoe, eins og Cruise, lamaðan fyrrverandi Víetnam hermann en er ekki það mikið í myndinni. Árið ’93 tók Dafoe sér smá hlé var alvarlegum myndum og lék í ‘Body of Evidence’. Þar lét hann Madonnu sjálfa hella sjóðandi vaxi yfir líkama sinn og virtist ekkert vera neitt á móti því. Næsta ár kom Dafoe í mynd með Harrison Ford, ‘Clear and President’s Danger’ lék hann þar málaliða. ‘94 lék hann í mikið lofaðri mynd, ‘Tom & Viv’ og tveimur árum seinna í nífaldri óskarsverðlaunamynd, ‘The English Patient’. ‘Speed’ það muna margir eftir henni, enda stórsmellur bíóhúsa árið ’94 en svo þurfti auðvitað að koma framhald eins og af flestum góðum myndum og eyðileggja myndina þar með. ‘Speed 2: Cruise Control’ er meðal verri myndum sem ég hef séð. Dafoe stelur auðvitað senunni þar samt sem tölvuvæddi brjálæðingurinn sem ætlar að sprengja skipið. Árið ’99 komu tvær myndir með honum. ‘The Boondock Saints’ sem margir telja vera eina bestu mynd seinni ára og þar á meðal ég. Hin myndin ‘eXistenZ’ frá leikstjóra hinnar fáránlegu mynd ‘Crush’, sjálfur David Cronenberg færir okkur ‘eXistenZ’. Á árinu 2000 kom Dafoe með eina aðra, ‘American Pyshco’. Lék hann þar ekki mjög stórt hlutverk en var samt skemmtilegur þar. Og svo árið ’01 kom hin frábæra ‘Shadow of the Vampire’. Væntanleg mynd með Dafoe kemur í sumar en það er engin önnur en ‘Spider-Man’. Leikur Dafoe þá Green Goblin.

Dafoe hefur tvisar sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna. Fyrir leik sinn í ‘Platoon’ og ‘Shadow of the Vampire’. En fékk hann hvorug verðlaunin, ég skil ekki af hverju Dafoe fékk ekki óskarinn fyrir túlkun sína á Orlock greifa en þetta er bara mjög gott dæmi um það hvað akademían velur ekki hlutverk lengur eftir gæðum heldur af einhverjum fáránlegum ástæðum. Ég sver það ef ég þyrfti að segja allt það sem mér fannst um hlutverk hans í ‘Shadow of the Vampire’ þá þyrfti ég margar blaðsíður í viðbót. En í staðinn ætla ég bara að tala smá um það og svo líka um ‘The Boondock Saints’. ‘The Boondock Saints’ er mynd sem ekkert alltof margir hafa séð, enda fékk hún verðlaun hjá árlegu veislu SamBíóanna að hún væri óvæntasta mynd ársins og er það ekki að ástæðulausu, hún er með skemmtilegt handit, frábærar persónur, sérstaklega Dafoe og leikur hann það svo innilega vel og að lokum flotta spennumynd. ‘Shadow of the Vampire’ er hins vegar mikið betri. Þeir sem hafa lesið grein SBS um ‘Shadow of the Vampire’ vita hversu góð hún og leik Dafoe’s í henni en ég ætla bara að segja nokkur orð um það. Ég hef aldrei séð jafngóðan leik og þarna, Dafoe lifir sig svo alveg nákvæmlega inní hlutverkið rétt eins og Max Schreck gerði þá í ‘Nosferatu’. Leikur hans einfaldlega ólýsanlegur.