Terminator 2: Judgement Day Svona í tilefni þess að T3 er í tökum ætla ég að skrifa hérna smá grein um fyrri myndina, Terminator 2: Judgement Day. Hún er ein besta mynd sem ég hef séð og langbesta hasar- og spennumyndin mín. Þeir Arnold og Cameron geta einfaldlega ekki klikkað þegar þeir eru saman. Það er allt fullkomið við myndina, frábær hasar, góð tónlist, fínn leikur, brautryðjandi tæknibrellur (á þeim tíma) og síðast en ekki síst, T-1000. Terminator 2 er framhald af vinsælli kvikmynd frá ’84, The Terminator þar sem Arnold er í aðalhlutverki sem T-800 í vondu skapi og Cameron bakvið myndavélina í góðu stuði. Myndin er ein besta sci-fi (vísindaskáldsaga) allra tíma að marga mati og þar er ég ekki ósammála.

Eins og flestir vita, þá reyndi T-800 (Arnold) að drepa Söruh Connor (Linda Hamilton) í The Terminator (’84). Í Terminator 2 er T-800 sendur aftur til fortíðar frá árinu 2029 til að vernda John Connor, son Söruh Connor. John mun verða mikilvægur leiðtogi í framtíðinni þegar alvarlega mun reyna á. Verkefni T-800 er að vernda John. En frá hverju? Nýrri frumgerð vélmenna sem geta breytt sér í vökvaform og breytt sér í hvern sem er. T-1000 (Robert Patrick) er einn af þeim og er sendur eins og T-800 en ekki með sama markmið og hann, heldur á T-1000 að drepa John. En vandamálið er að T-800 er einfaldlega úreltur miðað við T-1000, sem er einfaldlega óstöðvandi.

James Cameron leikstýrir þessu af þvílíkri snilld og gerir að mínu mati mikið betur heldur en með The Terminator. Arnold er einnig mikið svalari í T2 með sólgleraugun, haglarann, leðurjakkann og mótorhjólið sitt. Edward Furlong sem leikur John Connor leikur hann vel. Schwarzenegger þarf ekki að sýna neinn stórleik (hefur reyndar aldrei gert það) enda leikur hann vélmenni án tilfinninga. Samt, þrátt fyrir það er hann alveg magnaður í hlutverkinu. Gaman að sjá hann lyfta köllum, henda þeim útum glugga, taka í sig 100 skot á mínútu og þannig. Hún Linda snýr aftur í þessari mynd ásamt Arnold, en hún var þá mestan tímann hlaupandi á undan Arnold í The Terminator þegar hann var að reyna drepa hana. Hún stendur sig mjög vel og er ekki hægt að kvarta.

Myndin er tæknilega mjög vel gerð. Það er reyndar í flestum myndum í dag þar sem maður sér svona brellur en munum að myndin er gerð fyrir 11 árum og þá voru svona tæknibrellur eins og Matrix hér fyrir 3 árum. Árið 1992 og þá var hún að keppa við Backdraft og Hook á Óskarnum um bestu tæknibrellurnar (Börn náttúrunnar var að keppa um bestu erlendu myndina þetta árið). T2 var með ótrúlegar tölvubrellur sem T-1000 kom oftast ef ekki alltaf við sögu sem fljótandi málmur. Og auðvitað vann hún þessi verðlaun, og þrjú önnur að auki. Með bestu tæknibrellunum var það besta hljóðið, besta hljóðklipping og besta förðunin. Hún var einnig tilnefnd fyrir bestu myndatökuna og bestu klippinguna, þess má geta að Matrix var tilnefnd til sömu verðlauna og vann þau líka. Tónlistin er alveg frábær. Brad Fiedel tókst mjög vel hérna, hann gerði einnig tónlistina í True Lies sem er með Cameron og Arnold. Aðalstefið er alveg brilliant! Það er alveg fullkomið þegar það er verið að spila það í endann meðan T-800 bræðir sjálfan sig í kvikunni þegar John og Sarah horfa á. Frábært atriði, eitt af mínum uppáhalds.

Þegar ég heyrði fyrst að það ætti að gera Terminator 3 og að James Cameron myndi ekki leikstýra þá hugsaði ég fyrst “Nei!”. Þá hugsaði ég að það væri bara einn maður sem hefur þessa Tortímanda náðargáfu og það er James Cameron. Fyrst hann myndi ekki leikstýra henni varð ég mjög neikvæður útí T3. Heldur var það einhver Jonathan Mostow sem nánast enginn hefur heyrt um. En nýlega hefur maður lesið að hann leggi mikið í myndina og reyni ekki gera hana eins og langflestar framhaldsmyndir í Hollywood, stórar og lélegar. Þess vegna leggur hann mikla áherslu á söguna en ekki stærðargráðu myndarinnar. Þannig að ég held að við getum átt von á góðri mynd en efast um að hún eigi eftir að slá út T2, en hver veit?

Það er einnig þess virði að minnast á DVD diskinn en hann er að margra mati einn besti DVD diskur sem gefinn hefur verið út. Til dæmis eru tveir mismunandi endar, endirinn í bíó og sérstakur endir. Svo er audio-commentary sem inniheldur 28 manns! Eitt commentary eru 26 manns, fólkið bakvið myndina. Svo eru tvö önnur frá James Cameron og hitt með Arnold Schwarzenegger. Hellingur af aukadóti, 6 klst aukaefni og óteljandi möguleikar. Myndgæðin og hljóðið er eitt það albesta sem sést/heyrst hefur.

Og svona í lokin er vert að koma með allskonar fróðleik um T2. Til dæmis þá var mini-gun byssan sem Arnold notaði í Cyberdyne til að rústa öllum lögreglubílunum, hún var of þung til þess að nokkur maður gæti haldið á henni. Arnold var sá eini á svæðinu sem gat haldið henni. Tekið var upp yfir milljón feta löng filma en mikið minna en 1% af því sést í myndinni. Cameron tók sér svo góðan tíma að taka upp að Edward Furlong (John Connor) fór í mútur meðan myndinni stóð og er hann mikið yngri í eyðimörkinni td. en í öðrum atriðum. Þegar þið sáuð tvífara í myndinni voru það tvíburar. Atriðið með næturverðina á sjúkrahúsinu, það voru tíburar og einnig þegar Linda Hamilton var öskrandi í draumi sínum á ‘sig’, það var tvíburasystir hennar, Lesie Hamilton. Hún var einnig notuð í endann þegar T-1000 átti að hafa líkt eftir henni. Atriðið þegar T-800 var að skera af sér hendina var mikið nákvæmara en var mikið tekið af því. Þegar Arnold sagði í endann, “I need a vacation”, það var ekki í handritinu, heldur sagði hann það í spuna. En hann sagði þetta einnig í Kindergarten Cop, mynd sem kom ári áður. Nokkur atriði þar sem Reese (góði kallinn í The Terminator) talar við Söruh var hent.

****/****