Skylmingarþrælar Þú ert staddur í Colloseum, stærsta hringleikahúsi í Róm, fimmtíuþúsund áhorfendur eru í kringum þig, öskrandi og æpandi, inná völlinn kemur annar maður svipaður og þú. Þið berjist báðir hetjulega en að lokum nærðu að fella andstæðinginn, hann er vopnlaus og getur ekki barist meira. Blóðþyrstir áhorfendur öskra á þig “Drepa, drepa, drepa” þú lítur á keisarann og hann beinir þumalputtanum niður, þú lítur niður á vesælt andlit andstæðingsins og veitir honum banahöggið. Þetta er hlutverk þitt, hlutverk skylmingarþrælsins. Annaðhvort varstu fær eða heppinn þegar þú lifðir af hvern einasta leik, oftast kom nú færnin í þann stað.

Fyrstu skylmingarþrælaleikarnir voru haldnir 264 fk. Synir Julius Brutus héldu fyrsta leikinn í minningu föður síns. Árið 174 fk. voru 37 skylmingarþrælar á þriggja daga leikum. Rómverska þingið takmarkaði fjölda þeirra eftir 300 manna leik sem var haldinn af Julius Ceasar. Domitian keisari hélt árið 90 (ekki fk.) bardaga milli kvenna og dverga. Trajan konungur hélt langstærstu leika skylmingaþræla árið 107 til að fagna grimmri orrustu, þeir leikar innhéldu 5000 skylmingarþræla. Konstantín hinn mikli bannaði síðan leikanna 325 ek. En svo voru síðustu leikarnir haldnir þangað til snemma á 5. Öld eftir Krist.

Skylmingarþrælarnir voru allir karlmenn. Oft voru þeir dæmdir glæpamenn, stríðsfangar. Góðir skylmingarþrælar voru oft heiðraðir af ljóðum, myndir af þeim birtust á hinum og þessum vösum og styttum. Og margar konur tilbáðu þá einnig. Þeir sem lifðu af marga bardaga og fengu heiðranir, þeim var sleppt án allra aukabyrða. Stundum fóru frjálsir menn og óbreyttir borgarar inní hringinn, einnig gerði hinn brjálaði keisari, Commodus.

Skylmingarþrælar voru mismunandi búnir, sumir voru þungklæddir brynjum og vopnum og sumir í lítilli brynju og sverð. Sumir skylmingarþrælar voru búnir litlum búnaði en héldu á neti, svo þegar andstæðingurinn kemur nær þá hreppir hann hinn í netið og drap hann þannig.

Það hefur líklega verið ágætt að vera farsæll skylmingarþræll, því vinsæll skylmingarþræll hlaut hylli múgsins, allir dáðu hann, konurnar dýrkuðu hann og allt virtist vera frábært að utanskildu einu, þeir voru ennþá fangar og lifðu ekki eigin lífi. Farsælir skylmingarþrælar, þeas. þeir sem börðust hetjulega inn í hringnum og lifðu af margar hættulegar árásir, þeir fengu sérstakar viðurkenningar. Frelsun frá keisaranum.

Aðalhúsið sem skylmingarþrælarnir börðust í er eitt mesta mannvirki sögunnar, auðvitað er ég að tala um Collouseum. Byggt af emjandi þrælum og föngum, niðurstaðan var stærsta hringleikahús sögunnar og eitt frægasta mannvirki allra tíma. Collouseum hringleikahúsið mælist fimmtíum metrar á hæð eða 165 fet, lengdin þar sem hún mælist mest er hundraðáttatíuogfimm metrar eða u.þ.b. 600 fet. Collousem fór létt með það að rúma fimmtíuþúsund blóðþyrsta og öskrandi áhorfendur þegar það var sett 80 eftir krist. Opnunar hátíð Colloseum var engin smáveisla, heldur entist hún í heila tíu daga samfleytt og voru 9000 dýrum slátrað þennan dag sem Colloseum opnaði árið 80 AD eða eftir Krist.

Skylmingarþrælar börðust ekki aðeins við hvor aðra, heldur voru dýr oft notuð í bardaga, ss. Ljón, nashyrningar, tígrísdýr, birnir, vísunda, fílar og krókódílar voru stundum settir í vatn og sá sem féll útum var einfaldlega étinn. Vegna þess leika var alveg hellingur af dýrum eytt, ýmsar tegundir gereyddust. Til dæmis þá hurfu nashyrningarnir frá Egyptalandi, ljónin sásust ekki lengur í Assíríu og engir fílar bjuggu lengur í Norður-Afríku.

Það var ekki bara til ein tegund af skylmingarþræli, það voru til nokkrar tegundir af þeim, þeir höfðu mismunandi takta, búninga og vopn. Ég ætla hér á eftir að taka þá sem ég fann og segja frá þeim. Því miður get ég ekki greint frá íslensku þýðingunum á þessum nöfnum, en það verður bara að hafa það.

* Samnite – Nafnið er komið frá bæjarbúum sem kölluðu sig þetta, þeir fóru í stróð við Rómverska her Capuan’s og herklæðnaðurinn sem þeir báru er sá sami og þessir skylmingarþrælar notuðu. Þeir báru risavaxinn skjöld sér til verndunar og annað hvort soðna leðurhlíf eða járnhlíf á vinstri fætinum. Einnig báru þeir risastóran hjálm og að lokum auðvitað, sverð.

* Thracian – Þessir menn voru með lítinn ferhyrndan skjöld svo voru þeir annað hvort með fullvarinn hjálm eða opinn hjálm með stóru hattbarði. Vopnið sem þeir báru var skorið bjúgsverð eða sverð sem var einfaldlega beygt í endann.

* Secuter – Nafnið er komið frá mönnum Samnitea, eða hálfgerðir “pursuer”, sem myndi þýða á slæmri íslensku, “eltari”. Þeir voru komnir af fólki Samniteum. Oftast börðust þeir allsnaktir með stóran hringlóttan skjöld. Venjulega voru þeir sköllóttir og voru með hjálm sem náði nokkuð vel í kringum hausinn eða mjög vel varinn og verndaðan hjálm. Hendur þeirra var oftast varið með leðurböndum utan um úlnliðina og olbogann. Aðalvopn þeirra var langt og einfalt sverð, en það kom fyrir að þeir börðust með rýtingum.

* Retiarius – Þessir skylmingarþrælar áttu að minna mann á fiskimenn, enda gerðu þeir það. Aðalástæðan fyrir því var aðalega netið sem þeir voru með. Það notuðu þeir til þess að fanga andstæðinginn í og drepa hann þar sem hann var varnarlaus. Þeir börðust án allra hjálma og notuðu mest litla hnífa og túnfisksskutla. Þessi tegund af skylmingarþrælum voru ekki mjög hátt settar meðal almennings vegna skorts á vopnum.


Óhætt er að segja að frægasti skylmingarþrællinn sé Spartakus, hann fór í stríð við Rómverska herinn. Spartakus og herinn hans unnu marga sigra á Rómverskum herdeildum en tapaði loks. Voru þá Spartakus og her hans krossfestir svo þúsundum skiptir meðfram löngum þjóðvegi til Rómar. Það er til mjög flott atriði í kvikmyndinni Spartakus með Kirk Douglas í aðalhlutverki þegar keisarinn gengur eða ríður hesti eftir þessum veg, atriðið varir í nokkrar mínútur.

Skylmingarþrælar og annað sem fylgdi Róm hefur verið nokkuð vinsælt kvikmyndarefni í Hollywood. Því miður er staðreyndin sú að flest það sem kemur frá Hollywood er hrein og bein sögufölsun, en þrátt fyrir það vantar ekki uppá að þetta gefur manni góða mynd hvernig þetta var svona fyrir rúmlega tvöþúsund árum. Líklega er besta myndin sem gerð hefur verið um skylmingarþræla er Ben-Húr. Hún er frá árinu 1959 og með Charlton Heston í aðalhlutverki. Myndin sem fékk 12 óskarsverðlaun segir frá skylmingarþrælnum Judah Ben-Hur sem lendir í ýmsu á sínum ferli sem skylmingarþræll, hann hittir meðal annars Jesú sjálfan. Árið 2000 kom út kvikmyndin Gladiator, margir telja að hún sé sögufölsun og ekki rétt. Kannski er hún það, en bardagaatriðin í myndinni eru svo flott og sýndi myndin vel hvernig skylmingarþrælar börðust þarna inní hringnum fyrir lífi sínu.

Já, svona voru eimmit íþróttirnar í gamla daga, að drepa mann og annan. Þetta hefur víst ekki verið mjög heilsusamleg íþrótt fyrir þá sem töpuðu bardaganum en bardagarnir héldu áhorfendur og múgnum ánægðum. Svo langar mig líka að minnast á það að ef þú heyrir eitthvað um að Kristnum mönnum hafi oft verið fleygt fyrir ljónin, þá er það ekki rétt. Það var bara eitthvað sem kom frá myndinni Gladiator, en það var allavega eitt af því sem ég las.

sigzi