Hindberjaverðlaunin Ég ætla aðeins að segja frá Hindberjaverðlaununum eða The Golden Raspberry verðlaununum. Flestir vita að verðlaun eru oftast veitt fyrir besta árangurinn en þessi verðlaun ganga ekki útá það. Hindberjaverðlaunin ganga útá það að finna langverstu frammistöðuna, myndina og flest sem tengist því.
En ég ætla ekki að blaðra mikið lengur, heldur kemur hér hvaða myndir hljóta þann vafasama heiður að fá þessar tilnefningar.

Versta myndin
- Driven
- Freddy got Fingered
- Glitter
- Pearl Harbor
- 3000 Miles to Graceland

Versti leikarinn
- Ben Affleck fyrir Pearl Harbor
- Kevin Coster fyrir 3000 Miles to Graceland
- Tom Green fyrir Freddy got Fingered
- Keanu Reeves fyrir Hardball og Sweet November
- John Travolta fyrir Domestic Disturbance og Swordfish

Versta leikkonan
- Mariah Carey fyrir Glitter
- Penelope Cruz fyrir Blow, Captain Corelli's Mandolin og Vanilla Sky.
- Angelina Jolie fyrir Tomb Raider og Orginal Sin
- Jennifer Lopez fyrir Angel Eyes og The Wedding Planner
- Charlize Theron fyrir Sweet November

Versta parið
- Ben Affleck og annaðhvort Kate Beckinsale eða Josh Hartnett í Pearl Harbor
- Brjóstin á Mariah Carey í Glitter
- Tom Green og hvaða dýr sem er sem hann misnotar í Freddy got Fingered
- Burt Reynolds og Sylvester Stallone í Driven
- Kurt Russell og annað hvort Kevin Costner eða Courtney Cox í 3000 Miles to Graceland

Versti leikari í aukahlutverki
- Max Beesley fyrir Glitter
- Charlton Heston fyrir Cats & Dogs, Planet of the Apes 2001 og Town & Country.
- Burt Reynolds fyrir Driven
- Sylvester Stallone fyrir Driven
- Rip Torn fyrir Freddy got Fingered

Versta leikkona í aukahlutverki
- Drew Barrymore fyrir Freddy got Fingered
- Courtney Cox fyrir 3000 Miles to Graceland
- Julie Haggertu fyrir Freddy got Fingered
- Goldie Hawn fyrir Town & Country
- Estella Warren fyrir Driven og Planet of the Apes 2001

Versta endurgerð eða framhald
- Crocodile Dundee in LA
- Jurassic Park III
- Pearl Harbor
- Planet of the Apes
- Sweet November

Versti leikstjórinn
- Michael Bay fyrir Pearl Harbor
- Peter Chelsom fyrir Town & Country
- Tom Green fyrir Freddy got Fingered
- Vondie Curtis Hall fyrir Glitter
- Renny Harlin fyrir Driven

Versta handritið
- Driven
- Freddy got Fingered
- Glitter
- Pearl Harbor
- 3000 Miles to Graceland


Og sú mynd sem virðist standa uppúr er án vafa Freddy got Fingered með 8 tilnefningar, svo kemur Driven með 7, Glitter með 6, Pearl Harbor með 6, Planet of the Apes með 3, Sweet November með 3 og að lokum Town & Country með 3.

22. Hindberjaverðlaunin verða afhent 23. mars kl. 11:30 AM.