Back to the Future í DVD pakka Aðdáendur trílogíunnar Back to the Future geta farið að fagna því talsmaður Columbia Pictures lýsti yfir aukaefninu og sagði hvenær pakkinn myndi koma út. Nákvæmar dagsetningar komu ekki en pakkinn er áætlaður að koma út í september á þessu ári. Öll ríki í Bretlandi munu gefa út pakkann ásamt öllum þremur myndunum og líka fyrstu myndina sér á DVD en hin tvö framhöldin verða ekki gefin út sér á DVD. Engin af myndunum hefur verið gefin út á DVD áður.

Það er ekki hægt að segja þetta án þess að lýsa myndunum aðeins en þær fjalla um tímaflakk í fyrsta lagi. Helstu leikendur eru Michael J. Fox, sem er núna að berjast við Parkison veikina sem hann fékk og svo Christopher Lloyd. Leikstjóri og höfundur allra þriggja myndanna er enginn annar en Robert Zemeckis. Myndirnar eru frábærar að mínu mati og sýna skemmtilega hvað gæti gerst við tímaflakk, með bestu vísindaskáldsögum sem ég hef séð.

Fyrsta myndin frá ‘85 fjallar um Marty McFly (Fox), vísindamanninn Doc Brown (Lloyd) og tímaflakk þeirra á 9. áratugnum. Doc býr til tímavél úr gömlum DeLorean og Marty lendir óvart aftur til árins 1955. Þar eru foreldrar hans ungir og hafa ekki ennþá átt Marty. Marty truflar stundina þar sem þau ákveða að verða saman en verður að breyta því, því annars verður Marty ekki til í framtíðinni.
****

Önnur myndin frá ’89 fjallar um Marty, Doc og Jennifer (kærustu Marty’s). Þau fara “fram” til ársins 2015 til að sjá hvað framtíðin ber í sér. En þá stelur Bill Tannen bílnum og lætur sig á yngri árum fá 50 ára gamla bók sem inniheldur alla íþróttaatburði til ársins 2015. Bill notar þessa bók á yngri árum til að vinna í öllum veðmálum og íþróttaviðburðum. Það hefur í för með sér að faðir Marty’s lifir í helvíti allt sitt líf. Þá fara Marty, Doc og Jennifer aftur til 1955 til að stela bókinni af Marty og bjarga pabba Marty’s frá ömurlegu lífi.
***½

Þriðja myndin frá ‘90 gerist í villta vestrinu. Marty McFly fer í björgunarferð aftur til ársins 1885 til að bjarga Doc frá því að meðlimur í Tannen ættinni drepi hann. En það eru nokkrir hlutir sem geta komið í veg fyrir að þeir komist aftur heim. Í fyrsta lagi er skortur á bensíni fyrir DeLorean, byssuglaðir kúrekar og ást kennslukonu á Doc.
***

Diskur I
* Back to the Future, fyrsta myndin.
* Upprunalega gerð myndarinnar, sjaldséðar senur við tökur myndarinnar.
* Litið er á leikarana og liðið bakvið myndina.
* Audio-Commentary (fólk að tala meðan myndin er um hvað er að gerast) af Michael J. Fox, Robert Zemeckis og Bob Gale.
* Fyndnar tökur sem mistókust.
* Eyddar senur.
* Upprunalegt förðunarpróf
* ‘Svifbrettið’ (önnur myndin) meðan tökum stóð
* Vissuru þetta? Teiknuð myndasaga, horfðu á myndina og lærðu meira af athyglisverðum staðreyndum.
* Myndir, teikniborðið og leikmunir.
* Huey Lewis & The News tónlistarmyndband, “Power of Love”.

Diskur II
* Back to the Future III
* Upprunalega gerð myndarinnar, sjaldséðar senur við tökur myndarinnar.
* Litið er á leikarana og liðið bakvið myndina.
* Fyndnar tökur sem mistókust.
* Eyddar senur.
* Myndir, teikniborðið og leikmunir.

Diskur III
* Back to the Future III
* Litið er á leikarana og liðið bakvið myndina.
* Fyndnar tökur sem mistókust.
* Eyddar senur.
* Myndir, teikniborðið og leikmunir.
* ZZ Top tónlistarmyndband, “Doubleback”.

Athugið að myndin sem fylgir af mjög sjaldgæfu VHS safni sem var gefið út í sárafáum eintökum, þetta er ekki væntanlegt DVD safn.