The Postman Núorðið getur maður dæmt myndir fyrirfram ef Kevin Costner leikur í þeim, þær eru einfaldlega langflestar hundlélegar. Og þessi er ekki undantekning.

Árið er 2020, heimurinn nýlagður í rúst eftir einhverja gereyðingu. Holnistarnir svokölluðu leiða hóp Betlehems (Will Patton) sem er blóðþyrstur hershöfðingi. Hungursneyð er náttúrlega daglegt ‘brauð’. Einn dag þegar hungrið sækir mest á fréttir Betlehem af einhverju ljóni og vill auðvitað fá það. Hann fær sjálfboðaliða (Costner) til þess að leita af því. En eitthvað fer ekki á réttan veg og Costner flýr. Einn í hellirigningu og ískulda finnur hann bíl, og í bílnum er beinagrind í góðum fíling. Þessi beinagrind var starfsmaður Bandaríska póstsins, eða bara pósturinn eins og maður segir. Costner finnur þarna ýmis bréf og les þau um nóttina. Þegar hann fer burt tekur hann með sér bréfatöskuna og búninginn, og væntanlega þykist hann vera Póstmaðurinn. Seinna með tímanum verður hann þjóðhetja, maðurinn sem reisti Bandaríkin uppá nýtt.. en ekki ef Betlehem fær einhverju ráðið.

Þessi mynd er án efa sú langdregnasta og leiðinlegasta sem ég hef séð, eina ástæðan fyrir því að ég ætlaði að sjá hana var að Seinfeld var á eftir henni.
Postman minnir mig dáldið á WaterWorld sem er svipuð þvæla.
Samt er ég ekki á því að Costner sé svona hræðilegur leikari, það er bara að hann er líklega sá versti leikari sem ég veit um að velja sér myndir. Hann var td. mjög góður í The Untouchables og Dances With Wolves.
En hann er nú nánst búinn að rústa ferlinum með myndum eins og A Message in a Bottle og For the Love of the Game… og náttúrlega þessari.

1/2 / ****