The Silence of the Lambs Ein allra besta kvikmynd sögunnar er án efa Silence of the Lambs. Hún er meðal tveggja annara kvikmynda sem eru þær einu sem hafa hlotið alla fimm helsu óskarana, Besta myndin, besta leikstjórn, besti leikari, besta leikkona og besta handritið. Þær myndir sem hafa líka fengið þessa Óskarar eru ‘It Happend One Night’ og ‘One Flew over the Cuccos Nest’.

Clarice Starling er lærlingur hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI (Federal Bueru of Investigation). Hrottalegur morðingi sem er kallaður Buffalo Bill hefur verið að myrða konur síðustu daga, aðferðir hans eru frekar ógeðfelldar, hann húðflettir þær. Clarice fær þetta mál í hendurnar en reynist heldur erfitt að leysa málið. Hún fer þá til manns að nafni Hannibal Lecters eða frekar Dr. Hannibal Lecter, hann var nefnilega sálfræðingur.. áður en hann var fangelsaður fyrir mannát. Buffalo Bill er fyrrverandi sjúklingur Hannibals og er því mikil hjálp í honum. Clarice talar við Hannibal og hann hjálpar henni með því skilyrði að hún segi honum alltaf smá upplýsingar úr æsku sinni og þá lætur hann hana alltaf fá upplýsingar um Buffalo Bill. En saman myndast þarna eitt sérstakasta samband í kvikmyndasögunni milli Clarice og Hannibals.

Silence of the Lambs er að flestu leyti fullkomin kvikmynd og átti þessa óskara alla vel skilið. Þó er aðalega Sir Anthony Hopkins og Jodie Foster að þakka hvað myndin varð góð. Túlkun Hopkins á frægasta og hryllilegasta illmenni kvikmyndasögunnar ef ekki sögunnar er ótrúleg. Ekki var leikur hans í Hannibal jafn góður en þó það eina sem stóð uppúr henni. Jodie Foster sýndi frábæran stjörnuleik sem Julianne Moore hefði aldrei getað náð og fáar leikkonur munu geta. Leikstjórnin er í sama gæðaflokk og leikarararnir náðu, Jonathan Demme náði að skapa góða stemningu í myndinni sem hélt sér vel. Buffalo Bill eða Ted Levine er frekar lítið þekktur leikari, lék smáhlutverk í Evolution, einhver lögreglustjóri eða eitthvað álíka. Howard Shore, sá sem samdi tónlistina í Lord of the Rings gerði hana líka hér og var ekki verri hér en þar. Framhaldið af myndinni, Hannibal, sem er nýbúið að gera grein um er ekki næstum því jafn góð og fyrri myndin. Myndin var ekki nógu góð fyrir minn smekk. Spennan komst aldrei í gang, sum atriðin voru of öfgafengin og lítið um að vera í handritinu. En Hannibal gerði það gott að vekja meiri athygli á fyrri myndinni, þegar Hannibal var að koma í bíó og meðan hún var í bíó voru margar leigur með allar sínar Silence of the Lambs spólur í útleigu, fólk vildi sjá fyrri myndina áður en það sæi nýju.

Upprunalega átti Gene Hackman að fá hlutverk Hopkins sem Hannibal en ekki bara það, Gene átti líka að leikstýra myndinni. Eftir að Jonathan Demme kom og tók yfir sem leikstjóri ætlaði hann líka að fá Michelle Pfeiffer í hlutverk Clarice Starlings. Scott Glenn, hinn gamli og góði leikari eyddi miklum tíma í að stúdera persónu sína, Jack Crawford. Hún er nefnilega byggð á alvöru manni, rannsóknarlögreglumanninum John Douglas. Þeir tveir voru mikið saman að æfa sig. Það mætti segja að Buffalo Bill hafi verið til, en þó ekki. Hann er nefnilega samansettur úr þremur raðmorðingjum, þeir voru Ed Gein sem húðfletti fórnarlömb sín, Ted Bundy sem notaði gifs á hendurnar sínar til þess að lokka þær uppí skutbílinn sinn og að lokum Gary Heidnick sem geymdi konurnar í holu í kjallaranum sínum.

Ég mæli stranglega með Silence of the Lambs fyrir þá sem hafa ekki séð hana og segi við þá að drífa sig að leigja hana strax, þeir verða nefnilega ekki fyrir vonbrigðum. Silence of the Lambs fær fullt hús hjá mér eða fjórar af fjórum stjörnum. Svo læt ég hér fylgja eina frægustu kvikmyndasetningu allra tíma..

'I'm Having an old Friend for Dinner'