Sir Ian McKellen Á litlum smábæ í Norður-Englandi árið 1939, 25. maí klukkan hálfníu fæddist Ian Murray McKellen. Ian á eina systur sem er 5 árum eldri en hann, hún heitir Jean. Foreldrar hans hétu Dennis og Margery. Faðir hans vann sem verkfræðingur. Seinna meir flutti móðir hans til Wigan, sem er aðeins stærri bær en sá sem þau bjuggu í áður. Þau bjuggu í Wigan meðan seinni heimsstyrjöldin reið yfir. Þau hafa verið fyrir öllu búnin fyrst að Ian þurfti að sofa undir sprengiþolnu matarborði fyrstu ár ævi sinnar. Aðeins þriggja ára, þegar Ian var nýbúinn að ná sér eftir barnaveiki, þá fóru foreldrar hans með hann á ‘Peter Pan’ leikrit og heillaðist Ian alveg uppúr skónum. Svo seinna tók systir hans Ian á Shakespeare leikrit, ‘Twelfth Night’. Með árunum sem liðu átti Ian eftir að verða einn besti Shakespeare leikari sögunnar, en hann gerði meðal annars þátt um þetta ‘Acting Shakespeare’.

Árið 1961 ákvað Ian að hann skyldi verða leikari eða orðaði það skemmtilega svona: ‘I wasn’t fit for anything else'. Hann sleppti því alveg að fara í leiklistarskóla og lék í fyrsta leikriti sínu á sviði sem Roper í ‘A Man For All Seasons’. Og eitt annað, Ian var einn af þeim fyrstu til þess að leika draghlutverk, í ‘The Beauty Contest’ leikur hann stelpu sem svindlar sér inn í fegurðarsamkeppni. Þremur árum seinna lék hann í sínu fyrsta leikriti í London í ‘Scent of Flowers’. Þegar Ian var að leika á Broadway ('80-'81) gerði hann það svo gott að hann hirti öll tiltæk verðlaun sem hægt var að fá, ss. Tony verðlaunin fyrir leik sinn sem Peter Shaffer í Amadeus. Eins og flestir sem ganga í gegnum þennan bransa fara þeir úr leikritum yfir í sjónvarp og það gerði Ian líka, ‘66 lék hann í ’David Copperfield'. Á eftir sjónvarpinu komu kvikmyndirnar, fyrsta myndin hans, ‘Priest of Love’ kom út árið 1981 og lék hann persónuna D.H. Lawrence. Aðrar vel heppnaðar kvikmyndir voru ss. ‘Scandal’, ‘And the Band Played on’, ‘Cold Comfort Farm’, ‘Bent’ og ‘Swept Away from the Sea’. Ian kom einnig fram sem Dauðinn í ‘Last Action Hero’ ('93) með Arnold. Í ‘Restoration’ lék Ian brytann hans Robert Downey's Jr. Svo lék Ian í Richard III, þar öðlaðist hann einnig mikið lof gagnrýnenda að venju. En svo árið ‘98 komu tvær mjög vel heppnaðar myndir, ’Apt Pupil' og ‘Gods and Monsters’.

Hann fékk mjög margar viðurkenningar og verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Bill Condor í ‘Gods and Monsters’, td. Óskarinn sem besti leikari í aðalhlutverki. Tveimur árum seinna sneri Ian aftur með sama leikstjóra og í ‘Gods and Monsters’, Brian Synger og lék í X-Men. Þar lék hann Magneto. Árið 1991 var Ian krýndur sem riddari af Elísabetu Englandsdrottningu. Svo skulum við ekki gleyma hverju Ian var að vinna í síðustu 18 mánuðum! Einhverju stórkostlegasta kvikmyndaverk sem ég hef séð, Lord of the Rings. Þar stal Ian senunni ótrúlega sem Gandalfur Grái. Það hafa allir sem hafa séð Fellowship of the Ring hrósað Ian fyrir stórkostlegan leik sinn, og ég verð afar svekktur ef Ian verður ekki allavega tilnefndur til Óskarsins sem besti leikari í aukahlutverki. Ian er svo væntanlegur í X2 eða X-Men 2 árið 2003.

Það sem kannski flestir vita ekki er að Sir Ian McKellen er samkynhneigður. Fyrstu árin hélt hann því frekar leyndu því honum fannst það ekki koma neinum við nema sjálfum sér og ástvini sínum. Ian lét það kyrrt liggja að segja fjölskyldu sinni frá því. Árið 1964 bjó Ian með tveimur skoskum Terrier hundum og elskhuga sínum, Brian Tayler, sögukennari í Bolton. Átta árum seinna skildu þeir og bjó Ian einn í átta ár í viðbót. Ian var samkynhneigður heima hjá sér og í vinnunni en lét það ógert að segja fjölmiðlunum og fjölskyldu sinni frá því. Ian orðaði það svona “Neither of whom showed much interest in my sexuality, whatever it might have been. Propably because for most people in England, sex is a trickey topic.” Svo flutti Ian í nýtt hús og kynntist öðrum manni, Sean Mathias. Árið 1988 urðu svo mikil skakkaskipti því Ian gaf það upp í beinni útsendingu að hann væri samkynhneigður í þætti á BCC, ‘Radio 4’. Í kjölfar þess gekk hann í samtök homma og lesbína sem börðust við lögin í Bretlandi þar sem samkynheigðum var mismunað. Hann er aðstoðarfjármagnari í ‘Stonewall’ sem sérhæfir sig í að auka jöfn réttindi fólks. Þessa dagana er Ian meira en viljugur að svara allskonar spurningum sem tengjast hans málefni meðan þær tengjast ekki einkalífi hans og fólkinu þar.