Sean Connery Sean Connery, einn af frægustu leikurum okkar tíma. Þekktastur fyrir hlutverk sín sem njósnari hennar hátignar, James Bond. Hefur hann þó leikið í mörgum öðrum frægum myndum eins og Highlander og The Untouchables. Sean fæddist 25. ágúst 1930 til fátækra en duglegra og heiðarlegra foreldra. Pabbi Sean’s vann sem vörubílstjóri. Sean á einn bróðir, Neil Connery. Sean entist ekki lengi í skóla, hann hætti 13 ára gamall. Eftir það gekk hann í Konunglega sjóherinn en varð að hætta útaf magaverkjum og illindum. Fyrst það gekk ekki upp byrjaði Sean að stunda lyftingar og var orðinn ágætlega massaður þegar hann fór sem fulltrúi Skotlands í keppnina um Hr. Alheim. Sean endaði í þriðja sæti sem telst bara mjög góður árangur. Sean starfaði líka sem einkalífvörður, módel (nektarmódel í listaskólanum í Edinburgh), verkamaður í erfiðisvinnu, bollahreinsir og mjólkurburðarmaður.

Árið 1956, eftir að hafa birst í þónokkuð mörgum leikritum birtist hann fyrst í sjónvarpi. Svo seint á 6. áratugnum kom hann fram í mynd. En svo 1962, eftir að hafa leikið í tug smárra mynda lék hann hlutverkið sem hann er þekktastur fyrir í dag og leiddi af sér sjö myndir með honum. Eins og allir vita þá er það fyrsta James Bond myndin, Dr. No. Sean náði hlutverkinu þótt að fleiri frægari og stærri leikarar sóttu um, ss. Roger Moore, Rex Harrison, Cary Grant og Patrick McGoohan svo fleiri séu nefndir. Þess má einnig geta að sjálfur höfundur 007’s, Ian Flemming, hafði ekki ímyndað sér James Bond sem Sean Connery. En hlutverkið fékk Sean og gerði hann að stórstjörnu á 7. áratugnum. Eftir að hafa leikið næst í The Longest Day, mynd sem var troðfull af stórleikurum sem gáfu Sean lítið tækifæri til að athafna sig, lék Sean í næstu James Bond myndinni, From Russia With Love. Þá komu inná milli ýmsar myndir ásamt hinum Bond myndunum, Goldfinger, Thunderball, You Only Live Twice og Diamonds are Forever. Sean hætti að leika Bond eftir You Only Live Twice og þá kom nýliðinn George Lazenby í staðinn sem Bond og var það gersamlega misheppnað. Þá ákváðu framleiðendur Bond’s að gera hvað sem er til að fá Sean aftur. Þeir borguðu honum eina hæstu upphæð þessa tíma fyrir að snúa aftur í Diamonds are Forever, upphæðin nam $1,2 milljónum og haf Sean hana til góðgerðarmála. Svo árið 1983 kom Sean aftur í síðasta skiptið sem Bond í Never Say Never Again, en myndin er ekki opinber Bond mynd því hún var framleidd af Kevin McClory en ekki Eon. Myndin gerði ekki gott á milli Bond framleiðandans Clubby Broccoli.


Sean lék í nokkrum myndum eftir meistara Alfred Hitchcock, þær eru Marnie (’64), A Fine Madness (’66) og The Molly Maguires (’70) en flestar þeirra græddu ekki nógu mikið í miðasölunum. Árið 1960 lék hann fanga í herfangelsi í The Hill sem margir telja hans besta verk. Highlander, ein af frægari fantasíu myndum sögunnar átti ekki eftir að gera mikið meira en að bæta feril hans þegar hann lék Juan Sanchez Villa-Lobos Ramirez ásamt Christopher Lambert. Svo kom The Name of the Rose sem varð fræg mynd. Eini óskarinn sem Sean vann kom árið 1987 þegar hann lék írsku götulögguna Jim Malone í The Untouchables eftir Brian DePalma. Sean stal senunni frá öllum stórleikurum myndarinnar, þá tel ég Robert de Niro með. Margar vel heppnaðar myndir áttu eftir að fylgja þar á eftir. Eins og Indiana Jones and the Last Crusade. Þar leikur Sean pabba Harrison Ford’s, stelur senunni af sjálfum Ford. The Hunt for the Red October, vel heppnuð kafbátamynd með Sean kom út árið 1990, þar lék Sean kapteininn Marcus Ramius. Í Dragonheart fer Sean með rödd drekans Draco í frekar misheppnaðri mynd. Í The Rock er Sean eini maðurinn sem hefur flúið illræmda fangelsið Alcatraz. Í The Rock er Sean aftur kominn í stuð sem hann var sem James Bond og sannar að aldurinn hefur ekkert að gera með svona lagað. Entrapment, Sean meistaraþjófur sem ætlar að stela málverki, Caterine Zeta Jones er mótleikkona hans. Sean fékk litlar $20 milljónir fyrir hlutverkð. Svo síðasta myndin hans, Finding Forrester, sem er tiltölulega róleg mynd og er í frekar ósamræmi við fyrri myndir hans. Svo hefðum við getað séð Sean Connery sem Gandalf the Gray í mynd sem allir ættu að hafa séð, The Lord of the Rings. Sean var boðið að leika galdrakallinn en hafnaði því. Hann nennti ekki að taka upp trilogíuna 18 mánuði í einu á Nýja-Sjálandi.


Sean hefur oftar en ekki verið kosinn kynþokkafyllsti karlmaður heims. Þrátt fyrir háan aldur (71 árs í dag) heldur hann ennþá góðri forystu. Árið 1989 var hann kosinn af People tímaritinu ‘Kynþokkafyllsti karlmaður á lífi”. Svo aftur árið 1995 var hann kosinn 7. ‘Kynþokkafyllsti karlmaður í kvikmyndasögunni’ af Empire tímaritinu svo árið 1999 var hann kosinn ‘Kynþokkafyllsti karlmaður aldarinnar’. Á meðan tökum stóð á Bond myndinni Never Say Never Again tók Sean nokkur sjálfsvarnarnámskeið. En svo reitti hann kennarann til reiði þannig að kennarinn úlnliðsbraut Sean. Sean hélt að þetta væri bara smáverkur og hélt hann það í nokkur ár. Kennarinn var enginn annar en Steven Seagal. Sean var krýndur til riddaratignar af Elizabeth Englandsdrottninu árið 1999. Sean var krýndur þrátt fyrir að hafa verið hafnað tvisar áður vegna pólitískra ástæðna. Sean setti allt á hvolf þegar hann tilkynnti það í spjallþætti Barböru Walters þegar hann sagði að það væri í lagi að slá konur ef þær ættu það skilið eða til að segja þeim að bíða í röð. Sean hefur tvisar verið giftur og er ennþá giftur. 1962-1974 var Sean giftur Diane Cilento og eignaðist með henni eitt barn, Jason Connery. Hann giftist Micheline Rougebure árið 1975 og er ennþá giftur henni í dag. Uppáhaldstómstundaiðja Sean’s er golf, en hann lærði golf meðan tökum stóð á Goldfinger. Sean er með hárkollu í öllum Bond myndunum sínum því skallinn byrjaði snemma að segja til sín eða þegar Sean var 21 árs. Orðrómar gengu um að Sean væri dáinn því hann hafði verið að kvarta undan hálsmeiðslum og fór í geislameðferð útaf því. En eins og þið sjáið þá er Sean alveg sprelllifandi í dag. Svona í lokin ætla ég að minnast á það að Sean er með tattú á annari hendinni þar sem stendur á ‘Mum and Dad’.