Uppáhaldsleikarar Hverjir eru uppáhaldsleikararnir ykkar?

1. Robert De Niro
* Hafiðið séð annan eins leik og og í Raging Bull? Hann tekur þessa persónu alveg í gegn og gerir hana svo trúverðugua að það hálfa væri alveg nóg. Hann setti líka met með þessari mynd um að þyngja sig, mesta þyngd sem hefur verið lögð á sig fyrir eina mynd. Mig minnir að það hafi verið eitthvað um 20-30 kg.

2. Ian McKellen
* Þessi virti leikari brá sér í hlutverk gamla vitringsins Gandalf í hinni frábæru Lord of the Rings. Hlutverk hans stóð mikið uppúr myndinni, nánast allir aðrir meðleikarar stóðu sig líka vel en Ian skyggði á alla þarna.

3. Kevin Spacey
* Í American Beauty gerði Kevin nafnið Lester Burnham ódauðlegt. Í hvert sinn sem þetta nafn kemur uppí hugann koma ótal skemmtileg atvik uppí hausinn á manni. “<i>Uh, who's car is that out front?
Mine. 1970 Pontiac Firebird. The car I've always wanted and now I have it. I rule!</i>”

4. Al Pacino
* Al hefur nú ekki fengið ófáar óskarstilnefningar og góðar ástæður fyrir því. Sem blindi hershöfðinginn í Scent of a Woman fékk hann hinn langþráða Óskarinn. Önnur hlutverk sem gera hann að svo frábærum leikara eru meðal annars Godfather I & II og Heat.

5. Edward Norton
* Líkt og með Kevin Spacey, kom sá og sigraði. American History X, People vs. Larry Flint, Fight Club og Primal Fear eru allar frábærar myndir og átti Edward ekki lítinn hlut í því að gera þær að því sem þær eru. Var hann þá tilnefndur 2x til óskarsverðlauna, fyrir American History X og Primal Fear.

sigzi