Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Framtíð höfuðborgarinnar (50 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum
Framtíð Höfuðborgarinnar Ég blindast! Sólin og snjórinn ætla að æra mig. Ég hafði gleymt að draga fyrir gluggatjöldin í gærkvöldi. Ég dreg sængina yfir höfuð og vil sofa lengur. Skyndilega hríslast um mig ónotatilfinning. Það var óvenjulega bjart úti miðað við undanfarna daga. Skelfingu lostin lít ég á klukkuna. Alltof seinn! Þeysist fram úr rúminu. Með fótinn í annarri skálminni og þambandi mjólk beint úr fernunni velt ég fram á gang í blokkinni minni. Ef ég hleyp niður stigana og upp í...

Kínverska (27 álit)

í Tungumál fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Oftar en ekki þegar fólk er beðið um að hugsa um eitthvað framandi og erfitt tungumál þá kemur því til hugar kínverska. En ekki eru margir sem gera sér grein fyrir hverslags tungumál kínverskan er, hverjir eru það sem tala tungumálið, hvar og af hverju. Kína er margslungið menningarríki sem hefur mótast í aldirnar fyrir tilverknan útþennslustefnu keisara, styrjalda og ýmissa byltinga. Landið er fjölþjóðlegt; innan landamæra þess eru varla hægt að tala um einhverja einsleita þjóð sem kallast...

Drykkurinn hennar Katrínar (9 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Katrín yggldi sig geipilega. Svakalega var þetta rammur drykkur. Hún rétt saup á honum, náði rétt svo að kyngja og ullaði svo. Nei þetta langaði henni ekki. Fólkið allt í kringum hana virtist ekki hafa álíka óbeit á sínum drykkjum. Sumir höfðu há glær glös með litríkum vökvum og augljóst var af andlitsvipnum að um unaðslega sætar veigar var að ræða. Á meðan sumir supu af áfergju löptu flestir upp seyðið sitt eins og það væri ósköp ómerkilegt. En Katrín sá að engan hryllti eins og henni við...

Svartur (12 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ef við lifðum í skýjunum væri líf okkar styttra. Kannski mínúta og þó varla svo lengi. Því himinninn er alltaf að breytast, og ef við lifðum lengur villtumst við bara. Þessi sjötíu, áttatíu ár sem okkur mönnunum er úthlutað eru einmitt rétt nægileg til þess að fólk trúi því að jörðin sé kyrr. Svartur bjó í klefa 23. Þeir höfðu hoggið til fangelsi í berginu. Rammgerðasta fangelsi ríkisins. Svartur hafði verið þarna, samkvæmt skrám, frá fyrsta ári. Það var langt síðan, og í sannleika sagt þá...

Miklihvellur (23 álit)

í Geimvísindi fyrir 18 árum, 1 mánuði
Miklihvellur Miklahvells líkanið svokallaða er almennt viðtekinn kenning um tilurð og þróun alheimsins. Hún segir til um það að fyrir um 14 milljörðum ára síðan hafi sá hluti alheimsins sem er okkur sjáanlegur í dag aðeins verið fáeinir millimetrar í þvermál og að síðan þá hafi alheimurinn þanist út og kólnað og sá raunveruleiki sem við þekkjum orðið til. Þrátt fyrir nafnið er ekki rétt að líkja miklahvelli við sprengingu. Hann sprakk ekki frá einhverri sérstakri staðsetningu út í eldri...

Ofan frá (7 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 1 mánuði
Um sjöleitið finnur maður matarlyktina liðast upp stigaganginn og þröngva sér inn um skilningarvitin. Húsmóðir á einhverri hæðinni fyrir neðan lætur kássu malla og sýður kartöflur. Ég fæ mér 1944 rétt. Fyrir sjálfstæða íslendinga. Í huganum sest ég til borðs með fjölskyldunni og snæði með þeim. Að lokinni máltíð leggst ég upp í beddann minn og bíð. Bráðlega laumast þeir inn um skráargatið og upp í gegnum gólfið, tónarnir, einn af öðrum. Fyrst dauflega, síðan hærra og af æ meiri ákafa....

Þegar goðin sökkva - 4. hluti (1 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 3 mánuðum
[Fyrirvari: Farið er frjálslega með sagnfræðilegar staðreyndir. Reyndar mætti segja að ég níðist algerlega á öllu sem heitir sagnfræðilegar staðreyndir.] Jón virti fyrir sér Alexander. Hann var ungur maður með gömul augu. Hann var kinnfiskasoginn, frekar dökkleitur yfirlitum, þungbrýnn, langt og mjótt nef og þunnar litlausar varir. Það seitlaði blóð út um munnvik hans. Æ, allar sögurnar sem þessi maður hlýtur að búa yfir, hugsaði Jón með sér. Hann veitti því eftirtekt að Alexander starði á...

Þegar goðin sökkva - 3. hluti (1 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 3 mánuðum
[Fyrirvari: Farið er frjálslega með sagnfræðilegar staðreyndir. Reyndar mætti segja að ég níðist algerlega á öllu sem heitir sagnfræðilegar staðreyndir.] „Komdu nú Grímur minn, farðu ekki of nálægt brúninni,“ sagði Jón Sæmundsson nýorðin doktor í læknisfræði blíðlega við son sinn. Það var mollulegt úti, heiðskýrt og glaðasólskin. Heitir suðrænir vindar höfðu fylgt bátnum upp með golfstraumnum. Jón þóttist þó finna af og til fyrir köldum blástri af norðan sem minnti hann á móðurland sitt....

Þegar goðin sökkva - 2. hluti (0 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 4 mánuðum
[Fyrirvari: Farið er frjálslega með sagnfræðilegar staðreyndir. Reyndar mætti segja að ég níðist algerlega á öllu sem heitir sagnfræðilegar staðreyndir.] Evrópa er sú álfa heimsins sem Ísland tilheyrir. Um þessar mundir logaði hún og iðaði af átökum. Í vari vestan Atlantshafsins mókti Ameríka í hægindum sínum og Jón Sæmundsson frá Íslandi lærði læknisfræði. Lengst í austrinu, austar en hið vestræna auga eygir áttu sér stað miklar tilfærslur fólks. Þjóðflutningar. Milljónir og fleiri...

Þegar goðin sökkva - 1. hluti (0 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 4 mánuðum
[Fyrirvari: Farið er frjálslega með sagnfræðilegar staðreyndir. Reyndar mætti segja að ég níðist algerlega á öllu sem heitir sagnfræðilegar staðreyndir.] Sævar sneri baki í sjóinn og horfði upp í heiðina. Hann hugsaði heim, um æskuna og heittelskaðan bróður. Innan skamms kæmi hann frá Ameríku á ný og þá yrðu fagnaðarfundir. Engan mann á jarðríki dáði hann jafn mikið og yngri bróðir sinn. Hann hafði á sjálfsdáðum rifið sig frá baslinu og barist til mennta. Nú var hann orðinn doktor í...

Tilefni til heimsendis (7 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Þamm, þamm…. Þammm. Viftan snýst en sífellt hægar. Fluga þyrlast í gegnum mollulega skólastofuna. Birgir stærðfræðikennari stendur upp við töflu í gullnum sápuóperuljóma og þylur upp fræðin taktfast. Sífellt hægar. „Skilgreining punktur. Stysta leiðin á milli tveggja punkta er lína punktur. Sönnun, tvípunktur: Sést af fyrstu frumsendu…“ Flugan virtist lítið mark taka á þessari svokölluðu frumsendu. Hún lagði sig í líma við að komast sem lengstu leið frá A til B. Það er sannkölluð list og...

Rökvillur -Hættum að þræta, rökræðum (14 álit)

í Heimspeki fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég er ekki viss um hvort þessi grein eigi heima á heimspeki en læt samt slag standa. Þrátt fyrir allt þá er rökfræðin hluti heimspekinnar en viðfangsefni þessa ritkorns er nefnilega rökvillur. Í daglegri orðræðu erum við sífellt að lenda í eða verða vitni að rökræðum af ýmsum tagi. Um slíkt er ekkert annað en gott að segja enda er ábyggilega fátt sem býður upp á frjórri jarðveg fyrir ferskar hugmyndir en uppbyggileg rökræða. Á hinn bóginn verður að viðurkennast að það er algengara en ekki að...

Fanta - Í gegnum súrt og sætt (6 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Nú er ég á leiðinni í stúdentspróf í frönsku í fyrramálið eins og gengur. Því miður vill samt þannig til að ég hef ekki enn ómakað mig við það að dýfa nefinu ofan í kennslubækurnar. Eftir því sem nær dregur prófinu verð ég máttlausari í olnbogabótunum og löngunin til þess að læra verður minni. Eins og flestir sem hafa verið í þessari aðstöðu þekkja þá gerir maður yfirleitt einmitt allt það sem maður ætti ekki að gera frekar en að fara að læra. Nú þar sem ég hef lokið að rekja tildrög...

Fóstureyðing er ekki manndráp (59 álit)

í Heimspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Það er ekkert sorglegt við dauða ef ekki væri fyrir þær minningar og atburði sem sá látni tók þátt í. Líf sem var aldrei lifað er ekki líf. Fólk sem reyndi að skilgreina líf á þann hátt er að skálda tilgátur. Líf er ekki líffræðilegt ferli (eins undarlega og það kann nú að hljóma). Líf er ekki guðdómlegt ferli (nema þú kjósir að trúa öðru). Líf er einfaldlega það sem gerist á milli þess að þú opnar augun í fyrsta skipið og lokar þeim í það síðasta, allt sem þú nemur og meðtekur og gefur...

Í gegnum gleraugun (1 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég hef vægast sagt átt í vandræðum með sjónina í gegnum tíðina. Hún kemur og fer; týnist ýmist eða eyðileggst á milli þess sem ég kaupi mér ný gleraugu. Loks var svo komið að ég var hættur að reyna. Gleraugun máttu fara á vit allra veraldar, ég undi mér vel í minni þægilegu þoku sem gerðist æ þéttari. Ef ég heimti gleraugun úr helju, sem gerðist iðulega af og til, þá fannst mér það frábært. Heimurinn small allt í einu í fókus og allt var svo skýrt og tært. Meira að segja mjúkar Maríuvoðir...

Bókasafnslöggur (18 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
„Fyrr í vikunni voru sjö bíræfnir glæpamenn allsstaðar af landinu handteknir fyrir ólöglegan rekstur á neðanjarðarbókasöfn sem staðsett voru í öllum helstu byggðarkjörnum landsins og fáeinum hverfum Reykjavíkur. Eru þetta, samkvæmt fréttatilkynningu embættis ríkislögreglustjóra, umfangsmestu aðgerðir lögreglunar gegn slíkri starfsemi síðan útgáfa prentverks hóft í fyrsta skipti hér á landi í upphafi árs 1997. Í sérstakri úttekt sem Síðdegisblaðið birtir varðandi málið í dag kemur m.a. fram...

Ríkið (9 álit)

í Heimspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Úff… ég ætlaði að skrifa eitt stykki grein hingað á hugi.is/heimspeki til þess að reyna að koma skipulagi á hugrenningar mínar síðan í gær. Með það í huga kveikti ég á þeirri eðlu afurð Microsoft risans, ritvinnsluvöndulinn Word en það er alveg með ólíkindum hvað það andlausa apparat er fljótt að drepa niður hverja einustu frumlegu hugsun. Svo ég biðst fyrirfram afsökunar á fremur þvinguðum skrifum. Ég og faðir minn áttu sem sagt í dálítilli orðasennu í gærmorgun varðandi hlutverk Ríkisins í...

Deus ex machina (25 álit)

í Tolkien fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Deus ex machina -Guðinn úr vélinni Það er orðið dálítið síðan ég las Hringadróttinssögu síðast. Á sínum tíma var maður gjörsamlega heltekin en eftir því sem á hefur liðið hefur bjarminn um þetta stórkostlega bókmenntaafrek dofnað í minningunni. Ég var ekki nema tólf ára þegar ég las allt eftir Tolkien þrisvar sinnum í striklotu og mig var farið að dreyma drauma frá Miðgarði á nóttunni. Þá lá líka við að maður brysti í grát eftir að hafa klárað Hilmir snýr heim í hvert skiptið, enda var það...

Er jafnrétti æskilegt? -þankar (24 álit)

í Heimspeki fyrir 19 árum, 9 mánuðum
“Ef allir hugsa um sig í samhengi við aðra og hætta að gera undantekningu fyrir sjálfa sig, þá búum við í samfélagi þar sem hver sýnir öðrum virðingu. Ef allir láta sig náungann varða, þá búum við í þjóðfélagi þar sem ríkir samkennd.” Ég var að lesa grein á Sellunni. Ágætis grein og umhugsunarverð. Ég tók sérstaklega eftir ofangreindri málsgrein. Ég las hana tvisvar yfir. Hún er falleg en… það var eitthvað við hana sem ég hnaut um. Kannski var það þetta? "[Í] samhengi við aðra og hætta að...

Eldey 2/2 (6 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 9 mánuðum
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ ELDEY -Ann ar hluti af tveimur e. nologo Ég var að prófa mig í því að skrifa sögu í þriðju persónu þátíð sem gerist í fortíðinni á Íslandi. Það getur verið að það virki tilgerðarlegt og slappt, en þetta er hvort sem er bara tilraun. Söguþráðurinn er lauslega byggður á gamalli þjóðsögu. ++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ Sólin skein í heiði. Aragrúi flagsandi máfa fylltu heiðbláan himininn gargandi. Sölvi brosti sínu blíðasta og studdi...

Davíð velkominn í kjöltu Bush (57 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Forsetin býður forsætisráðherra Íslands velkominn í Hvíta húsið —- BUSH forseti: Það er mér heiður að bjóða forsætisráðherra Íslands velkominn á Forsetisskrifstofuna. Herra forsætisráðherra, takk fyrir komuna. Ég mun byrja á að flytja yfirlýsiningu; hann mun gera hið sama; því næst munum við svara svo sem tveimur spurningum. - George W. Bush Bandaríkjaforseti fundaði með Davíð Oddsyni, forsætisráðherra Íslands í forsetisskrifstofunni, þriðjudaginn 6. júlí 2004. BUSH: Ég man eftir fyrsta NATO...

Eldey 1/2 (7 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 10 mánuðum
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ ELDEY -Fyr sti hluti af tveim e. nologo Ég var að prófa mig í því að skrifa sögu í þriðju persónu eintölu sem gerist í fortíðinni á Íslandi. Það getur verið að það virki tilgerðarlegt og slappt, en þetta er hvort sem er bara tilraun. Söguþráðurinn er lauslega byggður á gamalli þjóðsögu. ++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ Guðmundur troddi tóbaki í pípuna. Hann var maður aldraður og var farið að grána vel á honum hárið. Djúp viskuhrukka var...

Síðustu þrjúþúsund fetin (4 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Ég missi allt tak. Á sjálfum mér, líkama mínum og sál. Hausinn á mér og hugsanir urðu eftir upp í háloftunum og við tók hvínandi tómið, fullt skelfilegum hryllingi. Rjómaosturinn er heitur og smjörkenndur og það glansar á hann í morgunskímunni. Ég virði hann fyrir mér og smyr svo heilhveitibrauðið með honum. Tek upp lögulegan eldhúshníf og fer að saxa velþroskaða tómatanna og ég finn hvernig blóðleitt maukið flekar hendur mínar. Ó guð, hvenær? “Þetta er alltílæi Halldór. Reyndu bara að hætta...

Flugið til Boston (5 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 1 mánuði
Jafnvel þótt að þau séu bæði fífl þá get ég ekki annað en elskað þau. Ískaldur vindurinn blæs á andlitið á mér frá niðadimmri auðninni. Þrátt fyrir nóttina má sjá af flötandi ljósunum og fólkinu að flugstöðin var langt frá því að vera sofandi. Flugstöðvar sofa ekki. Ég vef mig inn í kápuna til þess að verjast kuldanum. Mér finnst sem tárið frjósi á kinn minni. Ég vildi óska þess ég hefði bílpróf og ætti bíl svo ég gæti beygt af þessu heimskulegu áformum og keyrt heim. En það verður ekki...

Dauðinn, sjálfið og tilveran (10 álit)

í Heimspeki fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Kæri KJ Þú trúir ekki á líf eftir dauðann. En samt sem áður trúir þú á “eitthvað” eftir dauðann. Ég sá ekki betur á skrifum þínum en svo að þú tryðir því að eftir dauðan færu allar áhyggjur á vit veraldar, maður fengi loksins frið. Í þessum orðum hlýtur að felast viðurkenningu á varðveislu sjálfsins umfram ævilengdina, því að ef sjálf þitt tortímdist á dauðastundinni þá fengiru aldrei frið, áhyggjurnar fengju aldrei að hverfa. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hvað sjálfið sé í raun og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok