Framtíð höfuðborgarinnar Framtíð Höfuðborgarinnar

Ég blindast! Sólin og snjórinn ætla að æra mig. Ég hafði gleymt að draga fyrir gluggatjöldin í gærkvöldi. Ég dreg sængina yfir höfuð og vil sofa lengur. Skyndilega hríslast um mig ónotatilfinning. Það var óvenjulega bjart úti miðað við undanfarna daga. Skelfingu lostin lít ég á klukkuna.

Alltof seinn! Þeysist fram úr rúminu. Með fótinn í annarri skálminni og þambandi mjólk beint úr fernunni velt ég fram á gang í blokkinni minni. Ef ég hleyp niður stigana og upp í næst einekju þá næ ég kannski seinni fyrirlestri dagsins.

Það er nístingskalt úti og ég var ekki í utanyfirflík. Beint fyrir framan blokkina var einekjustöð. Ég tipla yfir planið blár af kulda. Það tekur mig um tvær mínútur að labba og á sama tíma sé ég um 10 einekjur þjóta hjá, hangandi í loftbrautinni. Þær minntu mig á vatnsdropa sem drjúpa ein af öðrum niður úr krana.
Margar þeirra eru tómar núna utan háannatíma.

Ég er ekki fyrr kominn á stöðina og búinn að ýta á græna takkann þegar næsta einekja kemur í hlað. Það tók ekki nema 7sekúndur. Satt best að segja hef ég aldrei þurft að bíða lengur en í tæpa mínútur eftir vagni, meira að segja á morgnanna þegar fólk beið í röðum eftir að komast í vinnuna. Með hryllingi hugsa ég til gömlu strætóana sem voru þegar ég var í grunnskóla.

Inn í hlýrri einekjunni eru þægileg leðursæti og pláss fyrir fjóra. Ég er einn núna en verðið er ekki það hátt að það komi að sök. Ég vel Háskólann á kortinu og einekjan þýtur af stað. Ég halla mér aftur og horfi rólegur yfir borgina út um flennistóra gluggana. Veðrið er kalt og heiðskýrt og nístandi falleg. Borgin er hvít. Fyrir mér eru þetta bestu stundir dagsins… smá stund til að íhuga í amstri hversdagsins. En lengi varir það ekki. Einekjan stoppar ekkert á leiðinni og fer beint á áfangastað á skitnum 7 mínútum.

U.þ.b. tíumínútum eftir að ég blindaðist af sólskininu upp í rúmi í Garðabæ álpast ég inn á fyrirlesturinn í Háskólabíó, rétt í tíma.




Hér er ekki farið með eitthvað blaðlaust framtíðarhjal. Þessi tækni er til. Hún er í notkun. Einekjunar heita í raun ULTra og eru til tilrauna á Heathrow flugvellinu í London.

Um er að ræða upphækkaðar brautir sem um fara smáir vagnar fyrir 1 - 4 manneskjur. Þeir eru algjörlega sjálfvirkir, stutt á milli þeirra og fara án stopps.

Þeir ganga fyrir rafmagni (sem við eigum nóg af) og eru umhverfisvænir. Þeir er mjög snöggir og henta sérlega vel fyrir smá þéttbýli með íbúafjölda undir miljón. Þeir þola snjó og kalt loftslag. Þeir eru eins og sérsniðnir fyrir Reykjavík og höfuðborgina.

Byrjunarkostnaðurinn er hár en með því að leggja strætó niður má borga það upp á örfáum árum. Eftir það er hægt að reka þetta á fargjöldum sem nema einu strætófargjaldi per vagn, sem þýðir fjórum sinnum minni kostnað per farþega ef fólk hefur vit á því að ferðast fjögur saman.

Í raun yrði þetta svo hagstætt neytendum að engir nema sérvitringar myndu eyða peningum í bíla fyrir eitthvað annað en millibæjaakstur.

Sjá meira:
http://en.wikipedia.org/wiki/ULTra
www.atsltd.co.uk
http://en.wikipedia.org/wiki/Personal_rapid_transit