Það er ekkert sorglegt við dauða ef ekki væri fyrir þær minningar og atburði sem sá látni tók þátt í. Líf sem var aldrei lifað er ekki líf. Fólk sem reyndi að skilgreina líf á þann hátt er að skálda tilgátur. Líf er ekki líffræðilegt ferli (eins undarlega og það kann nú að hljóma). Líf er ekki guðdómlegt ferli (nema þú kjósir að trúa öðru). Líf er einfaldlega það sem gerist á milli þess að þú opnar augun í fyrsta skipið og lokar þeim í það síðasta, allt sem þú nemur og meðtekur og gefur veröldinni tilbaka, það gerir þig lifandi. Fólk sem hefur verið meðvitundarlaust frá fæðingu lifir ekki. Kannski mun það einhvern tíman lifa en þangað til þá mun öll umræða þess efni vera merkingarlaust.

Fóstureyðing er ekki manndráp.

Það er hins vegar afar ógeðfellt ferli á fleiri en einn vegu. Það snertir á óþægilegan hátt alla þá sem koma nálægt því. Það veldur sorg og kvíða. Það sem er þó verst er það sem gerist í höfðinu á þeim sem upplifa slíkt. Manneskja lifir nefnilega ekki nema að hluta til í nútíð, mikill hluti af persónu okkar býr í því sem hefur gerst og við fjárfestum annan eins hluta í því sem hugsanlega gæti gerst. Glötuð framtíð er í huga sumra okkar jafngilt manndrápi. Það er samt ekki manndráp.

Á sama hátt er ungabarnadráp afar ógeðfellt ferli. En ég á bágt með að kalla það manndráp nema þá í allt öðrum skilningi en okkur er tamt dags daglega. Algengasta (og kannski eina) hugmynd okkar um dauða er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við ímyndum okkur að við missum sjálf lífið. Það er tilfinningin á bakvið forgengileikann, að allt sé fyrir bí, að ekkert endist, og það sem við höfum gert á okkar æviskeið hverfi og gleymist loks alveg. Þannig hugsum við okkur dauðann, þannig deyja menn. Þegar þeir hverfa í óminnisdýpið. Þegar þú stelur af einhverjum tilverunni þá drepurðu hann.
Þess vegna geturðu ekki drepið fóstur, það á sér enga tilveru, a.m.k. ekki ennþá.
Ef einhver skilgreinir dauða sem einfalda stöðvun á lífrænu ferli þá má sá hinn sami vita að í hverju skrefi sem hann gengur fremur hann þúsund morð. Og hver hugsun sem deyr og ekkert verður úr murrkar út tilveru milljóna manneskja sem gætu hafa orðið. Þetta er ótæk skilgreining á lífi og vægast sagt ófrjó.

Ég get á hinn bóginn ekki sagt að mér geðjist vel að fóstureyðingum. Þær mega fyrir alla muni ekki verða að samfélagslegu normi (þ.e. ef manni er eitthvað annt um samfélagsleg norm yfirhöfuð). Allar ráðstafanir með líf fólks (þ.e. líf foreldranna) eru óæskilegar. Þau eru fá skrefin úr fóstureyðingardeildinni yfir á mannkynbótadeildina. Menn eru kannski dýr en þá ber ekki að koma fram við sem skepnur (þótt jafnframt sé umhugsunarvert hvort yfirhöfuð sé æskilegt að koma fram við nokkurt dýr sem skepnu).

Þegar öllu er á botninn hvolft.hygg ég að lang skynsamlegast sé að láta það foreldrunum í sjálfvald sett hvort þeim fæðist barn og klári þar með það líffræðilega ferli sem þeir hófu.