Davíð velkominn í kjöltu Bush Forsetin býður forsætisráðherra Íslands velkominn í Hvíta húsið
—-

BUSH forseti: Það er mér heiður að bjóða forsætisráðherra Íslands velkominn á Forsetisskrifstofuna.

Herra forsætisráðherra, takk fyrir komuna.

Ég mun byrja á að flytja yfirlýsiningu; hann mun gera hið sama; því næst munum við svara svo sem tveimur spurningum.
-
George W. Bush Bandaríkjaforseti fundaði með Davíð Oddsyni, forsætisráðherra Íslands í forsetisskrifstofunni, þriðjudaginn 6. júlí 2004.

BUSH: Ég man eftir fyrsta NATO fundinum mínum, ég gekk inn og sú manneskja sem fagnaði mér og var viðkunnalegastur var þessi vinur minn hér. OG því hef ég aldrei gleymt. Ísland hefur verið staðfastur vinur BAndaríkja Norður Ameríku og það hefur verið mikilvægur vinur.

Við áttum áhugaverðar samræður um nokkur mikilvæg atriði, og þetta voru einlægar viðræður eins og við má búast á meðal vina. Þær voru opnar og heiðarlegar. Og forsætisráðherran er manneskja sem er innilega umhugað um öryggi lands síns, og velferð þjóðar sinnar, og það er ástæðan fyrir því afhverju hann hefur verið svo áhrifamikill leiðtogi handa því góða fólki sem býr á Íslandi.

Verið þér velkominn herra forsætisráðherra.

ODDSON forsætisráðherra: Þakka þér innilega fyrir, herra forseti. Ég er afar glaður yfir að fá að vera hér, ekki síst á afmælisdegi forsetans. Það eru forréttindi.

BUSH forseti: Takk fyrir að muna eftir honum [hlátur].

ODDSON forsætisráðherra: Jæja, við ræddum fáein málefni –Ég mun fara yfir tvö atriði. Þú áttir nýlega, fyrir viku síðan, á NATO fundið í Istanbul, afar góðan fund að mínu mati – ekki síst vegna traustvekjandi forrystu forsetans og viðkunnulega framkomu, einfalda talanda hans sem allir skilja er hann mælir. Og hann bætti andrúmsloftið innan NATO til hins betra. Fortíðin era ð baki, fólk fylkist sameinað til framtíðar.
Í öðru lagi, við fengum tækifæri til að ræða varnamál Íslands, sem er okkur afar mikilvægt. Og forseti hyggst líta á þau á afar jákvæðan hátt. En, vitaskuld, verður hann að geta séð málið frá öllum hliðum. Þetta voru afar frjósamar viðræðum um framtíðina. Þakka þér fyrir.

BUSH forseti: Já.

[Því næst leyfir Bush tveimur fréttamönnum að koma fram með sitthvora spurninguna. Vitaskuld er málefni Íslands ekki efst á baugi. Fréttamenn vilja ólmir fá að vita hver viðbrögð forsetans sé við að Edwards sé orðin varaforsetaefni Demókrata og síðan einhver Íraksmál. Þegar fréttamenn eru inntir að því hvort einhver hafi spurningar varðandi málefni Íslands spyr loks einhver.]


Spurning: Herra forsætisráðherra, komust þið að samkomulagið um varnarsamningin við Ísland?

ODDSON forsætisráðherra: Það var aldrei tilgangur fundarins. Nú, í dag fékk ég tækifæri til að skýra sjónarmið mín á málefninu fyrir forsetanum, og hann era ð skoða stöðu mina og Íslands, en hann ætlar sér að hafa stöðu okkar í huga.

BUSH forseti: Já. Lofið mér að gera athugasemd um þetta, þetta er málefni tengt F-15 þotunum. Til skýringar fyrir bandaríska fjölmiðla þá geymum við fjórar F-15 þotur þarna. Forsætisráðherrann þrýsti mjög fast að okkur að við héldum þeim þar. Hann var afar mælskur en ákveðinn að Bandaríkin myndu halda herliði þar. Og ég tjáði honum að ég myndi halda opnum huga um efnið. Ég vil geta verið viss um að ég skilji fyllilega þær raddir sem eru uppi um hvort eigi að skilja þær þar eftir eða ekki. Og við munum safna frekari upplýsinga. Hann ætlar sér að útvega upplýsingar um stöðina á Íslandi og skilyrðin þar. Ég mun svo tala við hlutaðeigandi stofnanir hér og ég mun taka yfirvegaða ákvörðun um lok þessa máls.

Ég hef tjáð forsætisráðherranum að ég kynni að meta bandalag okkar, að ég kynni að meta vináttu hans. Ég skil fullkomlega rök hans og við munum vinna saman að niðurstöðu.

I told the Prime Minister I'm – I appreciate our alliance, I appreciate his friendship. I fully understand the arguments he's made and we will work together to solve the issue.

[Enn er spurt um Íraksmálið. Forsetinn lætur heyra í sér kunnuglega tón varðandi manngildi Saddams Husseins og nauðsyn þess að koma honum frá völdum]

Eru einhverjar fleiri spurningar?

ODDSON forsæitsráðherra: Tja, ég vil bara, við þetta tækifæri… ég verð að segja að ég er sammála forsetanum með Írak. Framtíð Íraks –Framtíða alls heimsins verður mun betri vegna hernáms Bandaríkjanna, Bretlands og bandamanna þeirra þar á slóðum. Ef ekki hefði verið fyrir það væri ástandið í þessum hluta heims mun hættulegra en raunin er í dag. Nú er von, þar sem áður var engine.
Anybody else?

BUSH forseti: Þakka þér fyrir herra forsætisráðherra.

(Allir syngja loks afmælissöngin fyrir forsetann.)

BUSH forseti: Takk fyrir. Kallið þið þetta í alvörunni að syngja? (Hlátur.) Þetta var fallegt.


6. júlí 2004.
Þýtt af http://www.noticias.info/Asp/aspComunicados.asp?nid=282 66&src=0 .

Eru íslendingar ekki stoltir af forsætisráðherranum sínum sem er jafn vel metin meðal leiðtoga heimsins og raun ber vitni? Mér fannst hápunkturinn þegar Davíð lofaði Bush fyrir það hversu mjög hann hefði bætt ástand Mið-Austurlanda á svo hjartnæman hátt að í lokin brustu allir út í söng til heiðurs leiðtoganum alvitra.