Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Animals (17 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Pink Floyd – Animals (1977) Um spil sáu; David Gilmour – gítar, raddir Roger Waters – bassi, gítar, raddir Richard Wright – hljómborð, raddir Nick Mason – trommur Fyrir mér er Animals ein af topp fimm* Pink Floyd plötunum, en um leið mjög vanmetinn gripur. Má eiginlega segja að Animals sé milli steins og sleggju, árin á undan komu Dark side of the moon og Wish you were here út, og svo tveimur árum eftir útgáfu Animals kemur stórverkið The Wall út. Þó stendur Animals uppúr að því leitinu til...

Peng! (6 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Stereolab – Peng! (1992) Um spil sjá; Seaya Sadier – raddir, moog Tim Gane – gítar, farfisa, moog Martin Kane – bassi Joe Dilworth – trommur Fyrsta breiðskífa Stereolab er ef til vill ekki sú besta, en þó þykir mér hún heldur athyglisverð. Tilraunastarfsemin er hér í hávegum höfð og útkoman glettilega góð. Platan skiptist svoldið á að vera mjög auðveld í hlustun, og svo að taka dáldið á hlustandanum.Fjölbreytni skapar fegurðina og á það við í þessu tilfelli. Peng! hefst á rólegu nótunum með...

Amused to Death (6 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Roger Waters – Amused to Death (1992) “I don’t mind about the war, that’s one of the things I like to watch, if it’s a war going on, so then I know if my sides are winning, if our sides are losing.” Þessi tilvitnun er lýsandi fyrir það viðfangsefni sem Roger Waters tekur fyrir á sóló plötunni Amused to death. En þá plötu telja margir vera hans besta sólóverk, og jafnast á við margt af því besta sem þeir félagar gerðu í Pink Floyd á árunum ’70 til ’79. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Roger...

The pros and cons of hitchhiking (5 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Roger Waters – The Pros and Cons of Hitchhiking (1984) Árið er 1984. Pink Floyd í sinnu bestu mynd hafa sagt sitt seinasta. Logar allt í deilum og þar fram eftir götunum. En þetta ár taka tveir helstu sköpunarkraftar Pink Floyd, Roger Waters og David Gilmour, sig til og gefa út sína hvora sóló plötuna. Ætti nú að vera ljóst hvað platan hans RW heitir, en gripurinn sem DG sendi frá sér heitir About Face. Skipti ég mér ekki meir af henni. Það verður vart annað sagt en þessi sólóplata Roger...

Black Sabbath - Paranoid (15 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Black Sabbath – Paranoid (1970) Deep Purple hefur fengið sinn skerf, sama má segja um Led Zeppelin. En af 70’s rokkhetjunum hefur það einhverra hlutavegna alltaf legið milli hluta hjá mér að stúdera aðeins Black Sabbath. Því miður. Mín fyrstu alvöru kynni af bandinu voru þegar einhver rataði í drykkjupartý með best of disk. Auðvitað hreifst maður undireins. Það náði þó ekki lengra. Ekki í bili allavega. Fyrr en í dag, að ég var í sakleysi mínu að þræða götur borgarinnar sem ég bý í, og rekst...

Fugazi - 13 songs (14 álit)

í Rokk fyrir 22 árum
Fugazi – 13 SONGS Ian MacKaye - gítar, söngur Guy Picciotto - gítar, söngur Joe Lally - bassi Brendan Canty - trommur Svona er víst uppstillingin á ofurrokkurunum í Fugazi. En bandið var einmit stofnað 1987. Tvær ep plötur, Fugazi og Margin Walker, voru saumaðar saman og gefin út sem ein, 13 songs. Við mikla hlustun áttar maður sig á kaflaskiptunum, etv. vegna þess að Margin Walker hefur mikinn ‘upphafslags’ keim. Fugazi mega eiga það að þeir eru ekki auðmeltir. Falla ekki alltaf ýkja vel að...

Tigermilk (7 álit)

í Rokk fyrir 22 árum
TIGERMILK Fyrsta plata skoska bandsins Belle and Sebastian. Frábær frumraun, laus við alla uppvaxtarverki. Minimalískur sextett með Stuart Murdoch í farabroddi. Hæfileikar hans sem texta og lagasmiður koma klárlega í ljós á þessari plötu. Ekta plata til að setjast niður með þegar grúska skal vel í skólabókunum. Tilvalin í afslöppun líka. Hentar kannski ekki á djammið en það kemur eðlilega ekki að sök. Lögin hafa þó tilhneigingu til að vera örlítið lík. Sér í lagi fyrstu fjögur lögin, sem öll...

Give me convenience OR give me death (20 álit)

í Rokk fyrir 22 árum
Give me convenience OR give me death (’87) Í dauðakippum sínum sendu Dead Kennedys frá sér þessa þrælfínu plötu. Hún inniheldur lög frá árunum ’79 til ’87, m.ö.o. líftíma hljómsveitarinnar. Bandið var stofnað ’78, af þeim Jello Biafra (Eric Boucher), Klaus Flouride (bassi) og East Bay Ray (gítar). Trommarinn Ted (Bruce Slesinger) gekk svo fljótlega til liðs við þá félaga, en entist ekki ýkja lengi. Yfirgaf bandið eftir útgáfu á fyrstu plötunni, Fresh fruit for Rottin Vegtables. Við hlutverki...

Krupa and Rich ('55) (5 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum
KRUPA and RICH (1955) Ok. Hver er besti trommari allra tíma? Gene Krupa? Buddy Rich? Þetta eru í það minnsta þau tvö nöfn sem flestir líta til. Hvað um það. Best að troða þessum mönnum bara saman í stúdío, sjá hver útkoman verður. Já. Hún er góð. Hversu mikið er hægt að gera með fjóra útlimi? Það er spurning sem kemur upp við hlustun á þessum disk. Takmörkin virðast ekki vera ýkja mikil. En þessir menn, Krupa og Rich, voru miklir frumkvöðlar. Segja má að þeir hafi breytt ‘hlutverki’...

Pi (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Pi – 1998 *spoil* Þessari merkilegu mynd leikstýrði Darren Aronofsky, en hjálparsveinar hans við að skrifa söguna voru þeir Sean Gullette og Eric Watson. Helstu hlutverk eru í höndum Sean Gullette, Mark Margolis, Ben Shenkman og Pamela Heart. When I was little my mother told me not to stare in the sun, so when I was six I did. Þetta er í raun mergur myndarinnar. Sem barn horfði Maximillian Cohen (Sean Gullette) í sólina sem slæmum afleiðingum. Hann stórskaðaði sjálfan sig og þurfti að lifa...

Close encounters of the Third Kind (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Close encounters of the Third Kind *spoil* Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Teri Garr (Tootsie, Friends), Melinda Dillon (Magnolia) og einhverjir fleiri. Skrifuð og leikstýrð af: Steven Spielberg Okei. We are not alone. Hljómar það kunnuglega? Spielberg gerði þesa mynd 1977, veit ekki hvor kom á undan, Star Wars eða þessi, skiptir svosem ekki máli. Þessi mynd virðist þó vera, hvað tæknibrellur varðar, einhverjum árum á eftir. Spielberg byrjar á að leiða okkur inní eyðimörk. Hrikalegur...

Terry Jones tjáir sig um 'War on Terrorism' (16 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Rakst á þessa grein. Hló vel og lengi. Finnst ég knúinn til að pósta henni hingað, þetta er copy/paste, en ég er alveg til í að afsala mér þessum 10 stigum sem gefin eru fyrir að senda inn greinar. Varðar ekkert um það, langar bara benda fólki á þetta. Þetta er jú snilld. Endilega lesið þetta. OK, George, make with the friendly bombs Terry Jones Sunday February 17, 2002 The Observer To prevent terrorism by dropping bombs on Iraq is such an obvious idea that I can't think why no one has...

Framlag Finna til Evróvisjón (0 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Á ég mér ekkert líf? Gæti einhver spurt, nei ætli það væri svarið. Í kvöld er kvöldið. Sem allir hafa beðið eftir. Biðin; nú á enda. Ég hafði reyndar ekki hugmynd um að valið væri í kvöld, en það var gargað í mig og mér sagt að hlamma mér fyrir framan imbann, horfa á eitthvað sem ekki sæist á Íslandi, amk í ár. Svo hófst gamanið, og mér var sko skemmt. Fyrst á svið var glæsipía að nafni Aika. Einhverskonar finnsk útgáfa af Guðrúnu sem er í Íslandi í Bítið. Lagið hét því frumlega nafni Stay....

Resident Evil, úffffff (25 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Jæja þá, var að skoða vefsetur Harry beinastóra, aint-it-cool, rakst þar á tengil þar sem sjá mátti Resident Evil trailerinn. Mér finnst nú hafa farið lítið fyrir þessu, reyndar var þetta nú bara póstað í gær, en er engin spenna fyrir þessari mynd? Eins og margir aðrir sat ég hálf taugastrekktur yfir leikjunum í koldimmu herbergi, en skemmti mér engu að síður konunglega. Frábærir leikir á ferð. En hvernig skildi myndin verða? Góð spurning, Trailerinn gefur manni harla lítið til að bíða...

Beautiful Lies..nei meinti Mind (16 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Mikið hefur verið talað um þessa mynd, þó fæstir hafi séð hana hér á landi. Hefur helst vakið athygli að hún fór með sigur á hólmi í verðlaunaafhendingu Golden Globe. Öll vitum við auðvitað að einungis allra allra bestu myndirnar vinna GG og Óskarinn, er ekki svo? En allavega, mér er alveg sama hver vinnur þessi verðlaun, hafa enga merkingu fyrir mig og ættu ekki að gera. Kemur sér jú ágætlega fyrir framleiðendur, því þeir geta skvett þessu stórum stöfum á auglýsingarnar, og auðvitað fer...

Sögufalsanir.. (15 álit)

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Sælir söguáhugamenn, vonandi að þetta áhugmál eigi eftir að lifa og dafna. Það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér; Eftir að Sovét féll, og meðan þau ríktu, var það vitað mál að sérstaklega í tíð Stalíns voru stundaðar viðamiklar og ruddalegar sögufalsanir. Myndum breytt og svo framvegis. Lygaranar svakalegar, skyldi Trotsky hafa stofnað “þjóðaröryggi” Sovétríkja Stalíns í hættu, orðatiltæki sem við þekkjum vel. En allavega.. Þetta var semsagt hlutur sem annað risaveldi heimsins...

Hvað blívar? Nýliðun & stöðnun. (7 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Jæja, núna ætla ég að rita etv. eitthvað alveg tilgangslaust, en rita það þó. Flest vitum við hvað það er æðislegt að uppgötva nýja hljómsveit, t.d. með að heyra eitthvað magnað lag ogsvoframvegis. Napsterinn sálugi gerði manni þetta afar auðvelt fyrir, en honum var lokað. Jæja, maður lét þó ekki deigann síga, persónulega byrjaði ég að nota Audiogalaxy. Hrifningin af því forriti var mikil hjá mér, absolútlí brillíjant. En…svo fæ ég tilkynningu einn góðan daginn. Mín útgáfa er orðin úrelt,...

Tvær hugleiðingar um CS (28 álit)

í Half-Life fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Sæl/ir, datt bara í hug að senda tvær hugleiðingar hingað sem ég hef verið að velta fyrir mér: 1. Hef tekið eftir því að þeir sem nota leyniskytturifflana* eru oft litnir miklu hornauga, kallaðir awp hórur og camp aumingjar eitthvað svoleiðis. En er þetta alltaf svoleiðis? Þessir rifflar eru ekki í leiknum af ástæðulausu, þetta eru vopn sem er ætlað að myrða andstæðinginn af löngu færi. Semsagt allsengin návígisvopn, og ég sé bara ekki alveg hvað er svona slæmt við þetta :), auðvitað er það...

Björn Bjarnarson og afnám kvikmyndaeftirlits. (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Stutt grein hérna frá mér, leitandi eftir viðbrögðum; var að lesa það á pressunni að nú stendur til að leggja fram frumvarp á Alþingi um afnám opinbers eftirlits með kvikmyndum. Hvað finnst ykkur um það? Segir svo að núgildandi lög um kvikmyndaeftirlit brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um bann við ritskoðun. Komst svo nefnd á vegum forsætisráðuneytisins að því að íhlutun kvikmyndaskoðunar einkenndist of mikið af forsjárhyggju, enda hefur kvikmyndaeftirlitið oft verið grunað um...

Belle and Sebastian (4 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ekki veit ég nú hversu margir hafa heyrt um þessa hljómsveit, né hafa hlustað eitthvað á hana af viti. En allavega finnst mér hún það merkileg að ég ætla skrifa þessa litlu grein hérna. Belle and Sebastian, nafnið kemur úr franskri teiknimyndasögu um lítinn strák og hundinn hans, kemur frá skorsku borginni Glasgow. Bandið var semsagt stofnað 1995, á litlu kaffihúsi, þar sem Stuart Murdoch réði til sín alls sjö aðra tónlistarmenn, og fæddist það kvöld Belle and Sebastian, svo að segja....

Mýrin eftir Arnald Indriðason (10 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Sjaldan hef ég lesið bók sem mér hefur verið sett fyrir í skólanum af jafn miklum ákafa. Sjaldan þykja mér dómarnir sem eru á kiljunni reynast sannir þegar í gegnum bókina er farið. Kynningin hljómar einhvernvegin þannig að roskinn maður finnst, að því er virðist, myrtur í kjallaraíbúð sinni í Norðurmýrinni. Rannsókin hefur heldur mikið í för með sér og á sama tíma hverfur ung kona úr eigin brúðkaupi. S.s. rannsóknalögrelumennirnir Erlendur og Sigurður Óli standa frammi fyrir viðamiklu...

Skortir Wenger dómgreind ? (16 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þetta er nú kannski meria til Arsenal manna, en það mega þó allir láta skoðun sína í ljós. Eins og margir vita fékk Wenger einhverjar 50miljónir punda til að ráðstafa í leikmannakaup núna í sumar. En eyddi hann þessu í vitleysu? Persónlega finnst mér kaupin á Richard Wright snilld sem og kaupin á Van Bronckhurst. En hvað með kaupin á Jeffers? Var það nauðsyn að eyða 8milj punda að ég held í framherja, þegar það eru fjórir mjög góðir til staðar, þ.e. Wiltord, Henry, Bergkamp og Kanu. Og...

Endurminningar Napsters... (4 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Man einhver eftir því hvernig lífið var þegar Napster var alvöru forrit þar sem maður gat nálgast hvaða þá tónlist sem hugurinn girndist? Þetta var allt svo auðvelt og þægilegt. Annars veit ég ekkert hvaða forrit fólk er að nota núna, ég er með eitthvað sem heitir Bear Share og er með eindæmum lélegt forrit. Svo auðvitað Napster en þar er ekkert að finna lengur. Getur einhver bent mér á eitthvað viðunandi, þá meina ég ekki til að nálgast mainstream Billboard bandarískt hálskóla örlaga barna...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok